Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 66
svæði eru svo breið, ;ið hún verður
þeirra vör áður en snjóbíll kenmr að
hættulegum sprungum. Þegar komið
er inn á sprungusvæði, verður að
senda menn í bandi á undan snjó-
bílnurn til þess að velja færa leið.
Óvarlegt væri að reyna að rneta
breidd sprungna í íssjánni, en vænt-
anlega mætti smíða nákvæman
sprungukanna með lítil loftnet, sem
beint yrði fram undan snjóbíl. Það
tæki gæti þó aðeins kannað næsta ná-
grenni snjóbílsins, varla lengra en 100
metra.
Könnun á S7ijóalögum
Issjáin, sem ég hef rætt um, sér
gegnum jökul frá jökulsporðum nið-
ur á botn dýpstu jökla. En smíða
rnætti aðra gerð íssjár, nærsýnni, sem
sér gegnum snjó og greinir snjóþykkt
svo að ekki skakkar meir en örfáum
sentimetrum. Með slíku tæki ætti að
mega kanna á fljótvirkan hátt snjó-
magn á liálendi, væntanlega úr flug-
vél. Hvert vor er mikilvægt við rekst-
ur virkjana að vita hve mikið leys-
ingarvatn er væntanlegt í safnlón.
Sama tæki gæti oft fundið sauðfé, sem
fennt hefur, og flýtt fyrir ieit að fólki
í snjóflóðum. I snjóflóðum ægir að
vísu oft saman ýmsu lauslegu, en lík-
legt er, að með reynslu megi greina
mun á endurkasti rafsegulbylgna frá
mönnum og öðrum hlutum. Helsta
gagn tækisins yrði væntanlega, að með
því mætti útiloka svæði, sem óþarft
er að leita á. Þar sem hins vegar grun-
samlegt endurkast kæmi frant á tæk-
inu, yrði snjóþekjan könnuð nánar
með stöngum. Enginn má skilja orð
mín svo, að ég telji eitt tæki leysa
snjóflóðavandamál á íslandi. Þau mál
eru margþætt. En íssjá, sem skyggnist
til botns í dýpstu jökla, hefur opnað
færa leið að smíði tækis, sem gæti
fundið fólk og fé í snjó. Þannig þró-
ast tækni og vísindi oft í fleiri áttir
en stefnt var að, þegar lagt var af
stað.
Könnun á hraunum
í byrjun þessarar greinar gat ég
þess, að jökulís hefði þá sérstöðu
nteðal þeirra efna, sem mynda yfir-
borð jarðar, að auðvelt væri að kanna
hann með rafsegulbylgjum. Við könn-
un á jarðlögum hér á landi er því
ólíklegt, að unnt verði að nota þá
tækni, sem beitt er með íssjánni. Þó
virðast hraun ofan jarðvatnsborðs
vera mikilvæg undantekning. Nokkr-
ar tilraunir hafa verið gerðar með ís-
sjá Raunvísindastofnunar í hraunum
í Heiðmörk og Þrengslunum. Þær til-
raunir gáfu svo góða raun, að nú er
stefnt að því að fá sem fyrst endan-
lega skorið úr, hve örugglega raf-
segulbylgjur geti greint jarðvatnsborð
og hraunlagamót, og hver væri hent-
ugasta gerð tækis við slíkar mælingar.
Til mikils er að vinna, ef unnt yrði
að fljúga yfir hraun eða aka um þau
eftir þjóðvegum og skrá samfellt jarð-
vatnsborð, telja hraunstrauma ofan
við jarðvatnsborð og meta flatarmál
og þykkt einstakra hraunlaga.
LOKAORÐ
Könnun á jöklurn landsins með ís-
sjánni verður helsta verkefni jökla-
rannsókna á næstu árum. Stefnt er að
því, að gera kort af landi undir jökl-
unum. Þá verður unnt að meta ís-
magn á vatnasviðum jökulánna.
192