Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 70
Kennsla og rannsóknir
Ég vil byrja á því að kynna dálítið
kennslu við Verkiræði- og raunvís-
indadeild þar sem liún er nátengd
rannsóknum. Við deildina er hægt að
stunda nám í fjölmörgum greinum:
verkfræði, líffræði, jarðfræði, eðlis-
fræði, stærðfræði, reiknifræði o. fl. í
sumum greinunum má ljúka fjögurra
ára nánii, en í öðrum er aðeins liluti
námsins tekinn hér heima en náminu
síðan lokið erlendis. Við kennsluna
starfa nú nær 50 fastráðnir kennarar
og um 150 lausráðnir, en nemendur
eru um 550. Með þessari starfsemi
streymir inn í þjóðfélagið mikil hag-
nýt þekking, þekking sem almennt er
talin grundvöllur hins tæknivædda at-
vinnulífs.
Við Iilið þessarar kennslustarfsemi
fer fram fjölbreytileg rannsóknastarf-
semi. Hinir fastráðnu kennarar eru
ráðnir að hálfu til kennslu og hálfu
til rannsóknarstarfa. Auk kennaranna
starfa 18 sérfræðingar við þær tvær
rannsóknarstofnanir sem heyra und-
ir Verkfræði- og raunvísindadeild:
Raunvísindastofnun Háskólans ogLíf-
fræðistofnun Háskólans. Auk kennara
og fastráðinna sérfræðinga er einnig
hópur af sérmenntuðum starfsmönn-
um, sem ráðnir eru til sérstakra verk-
efna og ennfremur nokkuð af aðstoð-
arfólki.
Árið 1965 voru einungis 11 fast-
ráðnir kennarar og 8 sérfræðingar við
deildina; nú eru 48 kennarar og 18
sérfræðingar. Þá var livorki Raunvís-
indastofnunin né Líffræðistofnunin
til, en þó var þá til vísir að hinni
fyrrnefndu, þ. e. Eðlisfræðistofnun
Háskólans. Vöxturinn hefur verið ör
og þarf því kannski engan að undra
að töluverðir vaxtarverkir fylgi slíkri
starfsemi. Eftir þennan inngang vil
ég snúa mér að forsendum góðra rann-
sókna og arðsemi þeirra.
Húsnœði og starfslið
Bygging sú sem hýsir meginliluta
af starfsemi stofnunarinnar er að
stærð á við um 300 nemenda gagn-
fræðaskóla. Byggingin var hönnuð af
fremstu arkitektum okkar eftir að
þeir höfðu kynnt sér skyldar bygging-
ar í nokkrum nágrannalöndum.
Raunvxsindastofnunin hefur reyndar
fyrir allmörgum árum sprengt þenn-
an ramma og starfar nú í fleiri hús-
um á háskólalóðinni. Eull ástæða er
til að vera ánægður með aðalbygg-
inguna og verður ekki annað sagt en
að vel sé að rannsóknunum staðið að
því er þessa byggingu varðar.
Kem ég þá að starfsliðinu. Kennar-
ar þeir og sérfræðingar sem vinna að
rannsóknunum hafa allir lagt stund
á langt og strangt nám og flestir
þeirra hafa starfað um lengri eða
skemmri tíma erlendis við rannsókn-
ir, bæði austan hafs og vestan. Há-
skólinn hefur því á að skipa vel
menntuðu og þjálfuðu liði til að leysa
hin margvíslegu rannsóknaverkefni.
Ég tel því að tvær af þeim forsend-
um, sem ég nefndi, séu fyrir hendi:
lientugt húsnæði og vel menntað og
þjálfað starfslið. Áður en ég sný mér
að tveimur seinni forsendunum,
tækjakosti og rekstrarfé, vil ég ræða
meginefni erindisins: arðsemi rann-
sóknanna. Ég mun hér ekki reyna að
meta arðsemina sem lieild, ég mun að-
eins nefna dæmi, og dærnin mun ég
eingöngu sækja til þeirrar deildar sem
196