Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 71

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 71
ég starfa við, eðlisfræðistofu, því þau þekki ég best, en hliðstæð dæmi mætti allt eins sækja til starfsemi annarra stofa. Deemi um verltejni: grunnvatnsrannsóknir Ágætt dæmi um hagnýta rannsókn er könnun á grunnvatni, sem unnið hefur verið að við Háskólann allt frá því 1963. Þetta verkefni taldist þó til grundvallarrannsókna þegar það hófst, menn höfðu aðeins óljósan grun urn hvers konar upplýsingar mælingarnar gætu gefið og mjög erfitt var þá að segja hvort þær mundu síð- ar hafa nokkurt verulegt hagnýtt gildi. Við rannsókn jiessa er mælt tví- vetni og þrívetni í vatni, úrkomu og heitu og köldu grunnvatni, en rnegin- athyglin beinist þó að heita grunn- vatninu. Bragi Árnason hefur séð unr tvívetnisnrælingarnar en ég um þrí- vetnismælingarnar. Það eru einkunr tvívetnismælingarnar, sem hafa borið ríkulegan ávöxt, og vil ég ]rví halda mér við þær og árangur jreirra. Með mælingum sínunr hefur Braga tekist að draga í megindráttum kort af landinu sem sýnir rennsli hins lreita grunnvatns. Út frá nrælingunr sínunr getur hann t. d. sagt að vatn, senr kenrur upp úr borholu á Seltjarnar- nesi, hefur upphaflega ekki fallið senr úrkonra neins staðar á höfuðborgar- svæðinu, heldur langt inni í landi, nánar tiltekið nálægt Langjökli. Slíkt rennsli er megineinkenni hins lreita grunnvatns: þetta er ekki vatn senr á uppruna sinn að rekja til staðbund- innar úrkomu, heldur er vatnið kom- ið lengra að með djúprennsli frá mið- biki landsins. En þessar mælingar segja okkur meira. Ætla mætti að borlrolur, senr liggja á svo taknrörkuðu svæði senr borholur á Seltjarnarnesi, Laugardal í Reykjavík og Blesugróf við Elliða- ár, fengju allar vatn frá sama grunn- vatnskerfi. Mælingar Braga sýna þó ótvírætt að svo er ekki, heldur er hér unr að ræða vatn af mismunandi upp- runa. Slík vitneskja er mjög mikilvæg þegar kenrur að nýtingu svæðanna. Fyrir utan þessar meginupplýsingar hafa tvívetnismælingarnar fært okkur nrargvíslega aðra vitneskju: Jrær hafa kennt okkur nrikið um hegðun vatns í jöklunr, um hið kalda grunnvatns- kerfi á milli Tungnár og Köldukvísl- ar, sem er nrikilvægt við virkjun Sig- öldu og Hrauneyjarfoss, unr hitastig vatns djúpt í iðrum jarðar, um feril vatns yfir storknandi hraunkviku í Heinraey og fleira. Segulmœlingar Næst vil ég irefna annað rannsókna- verkefni, senr einnig getur hjálpað mjög við jarðhitaleit, en það er svæð- isbundin rannsókn á segulsviði jarð- ar. Við jarðhitaleit eru rannsóknar- borholur vafalítið mikilvægastar, en jafnframt langdýrastar af þeinr rann- sóknaaðferðum sem beitt er, en þó getur verið varasamt að draga of víð- tækar ályktanir af einstöðum holunr því þær endurspegla stundum á nrjög takmarkaðan hátt stærra svæði. Til þess að fá heildarmynd af jarðhita- svæðunr hafa ýmsar aðferðir verið þró- aðar, sem eru nrun ódýrari en boran- ir: jarðfræðilegar yfirborðsathuganir, ýmsar jarðeðlisfræðilegar mælingar og loks efnafræðilegar athuganir 197

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.