Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 10
2. mynd. Prótínþræðir úr riðusýktum heilavef. Smitþræðirnir eru gerðir úr tveimur þráðum
sem vefjast saman eins og gormur. Rafeindasmásjármynd með negatífri litun. Stærri myndin
er stækkuð 60.000-falt og sú minni 120.000-falt. Ljósm. Guðmundur Georgsson.
en langmest er smithættan við sauðburð
(Sigurður Sigurðarson 1981). Með sýk-
ingartilraunum hel'ur verið sýnt fram á að
smitefnið er til staðar í miklu magni í leg-
vatni og hildum kinda, þannig að sá siður
þeirra að éta hildir sínar eða hver ann-
arrar er álitinn ein af mögulegum smit-
leiðum (Halldór Þormar 1990, Pattison
1988).
I lömbum sem sýkjast náttúrulega af
riðu linnst smitefnið fyrst í hálskirtlum,
nærlægum hlutum vessaæðakerfisins og í
innyflum. Þetta bendir til þess að náttúru-
legt smit eigi sér stað um munn (Gajdusek
1990). Smitefnið finnst síðast í miðlauga-
kerfi, en þá fyrsl taka dýrin að sýna sjúk-
dómseinkenni. Smitefni hefur reynst vera
til staðar í nær öllum vefjum kinda sem
drepast af riðu en þó langmest í miðtauga-
kerfi og milta.
Breskir bændur hafa stundum haldið
því fram að riða gæli komið upp af sjálfu
sér í hjörðum þeirra. Þessu tóku dýra-
læknar með miklum fyrirvara, en árið
1974 fengu ær og hrútur á Compton-
rannsóknastöðinni á Englandi riðu-
einkenni (Pattison 1988). Þau voru úr
hjörð sem var í algerri einangrun og var
afrakstur langtímavals á kindum sem
sýndu mikið næmi fyrir riðu. Þetta bendir
til þess að riða geti stundum hagað sér
eins og erfðasjúkdómur.
Á íslandi er riðuveiki talsvert skæðari
en gengur og gerist annars staðar. Veikin
þekktist ekki hér, svo vitað sé, fyrr en rétt
fyrir aldamól (Páll A. Pálsson og Björn
Sigurðsson 1958, Páll A. Pálsson 1978,
1979). Sigurður Hlíðar, sem rannsakaði
útbreiðslu riðu hérlendis árið 1912 á
vegum stjórnvalda, taldi að veikin hefði
4