Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 27
Sigurður Björnsson Hvað gerðist við Kvíárjökul í lok ísaldar? INNGANGUR Jarðfræðileg bygging Öræfajökuls er lítt þekkt og ekki hefur farið í'ram önnur rannsókn á henni en sú sem Tore Prestvik (1976 og 1979) framkvæmdi. Hann gerði einnig könnun á bergfræði Öræfajökuls (Tore Prestvik 1980). Gossaga þessa umfangsmesta eldfjalls á íslandi hefur ekki verið rakin nema fyrir sögulegan tíma. Það gerði Sigurður Þórarinsson (1957 og 1958) og komsl að því að einungis hel'ur gosið þar tvisvar á þessu tímabili, árin 1362 og 1727. Til eru ýmsar eldri heimildir er geta þessara gosa. Umhverfi Kvíárjökuls er stórkostlegt (1. mynd), en þó ef til vill fremur furðulegt, þegar betur er að gætt. Kvíárjökull hefur ekið fram jökulöldum (jaðarurðum, 2. mynd) sem óvíða eiga sinn líka. Þær kallast Kvíármýrarkambur, Kambsmýrar- kambur og Kambur. Kambur og Kambs- mýrarkambur eru norðan og norðaustan Kvíár og eru til samans um 3 km að lengd. Þeir rísa um 80 m yfir umhverfið þar sem þeir eru hæstir. Kvíármýrar- kambur er jafnlangur hinum báðum en hærri. Hann rís eina 110 m yfir umhverfið þar sem hann er hæstur. Fremst við þessar öldur, þar sem Kvíá rennur nú út, eru leifar af eldri jökulurðum (sjá 2. mynd). Sá jökull hefur gengið aðeins lengra fram en sá sem myndaði yngri, stóru jökul- öldurnar, en hann virðist ekki hafa verið nærri eins breiður. Beggja megin við Kvíárjökul eru svæði sem gætu hafa myndast í stóru jökulhlaupi (sjá 2. mynd) og þá sennilega við háa sjávarstöðu. Þetta eru malaröldur með hallandi yfirborði. Norðan Kvíárjökuls hallar þeim til norðurs og austurs. Sunnan jökulsins er greinilegust alda undir Slaðarfjalli sem hallar til vesturs og norðvesturs, þ.e.a.s. að ljallinu, en hinum megin, þ.e.a.s. að suðaustan, hefur á einhvem tíma gral'ið burt það efni sem þeim megin hefur verið. Þar austan við sér til hrauns á kafla, Svarthamra, sem talið er að jökull hafi ekki gengið yfir. Þó mun óvíst hvort það er rétt. Undir Kvíármýri er svipað el'ni og í öldunni við Staðarfjall og mun það hafa hulið að minnsta kosti hluta af Svart- hömmm áður en vatn sópaði því af þeim. Hvort hraun kann að leynast undir þessu el'ni eitthvað austar en hægt er að sjá er ekki hægt að fullyrða nema el'tir rannsókn, en þegar kemur nokkuð austur taka við svo djúpir skomingar (nefndir Grófir) að þar virðist ekki geta verið hraun undir. Beggja megin jökulsins, í 620-900 m hæð, má sjá hraun og gjóskulög sem jökull virðist ekki hafa gengið yfir. Norðan við skriðjökulinn er hraun, nærri 1 knr að stærð, sem jökull hefur ekki gengið yfir. Það virðisl hafa runnið niður frá egginni, úr 620 m hæð, og hlýtur því að vera komið af því svæði þar sem djúpur farvegur Kvíárjökuls er nú. Hér verður ekki sögð saga þeirra atburða sem leiddu til mótunar þessa svæðis, byggð á ítarlegum rannsóknum NíUtúrufræðingurinn 62 (1-2), bls. 21-33, 1993. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.