Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 26
Ritfregn
ÍSLENZK FORNRIT 13. BINDI, HARÐAR
SAGA
Þórhallur Vilmundarson og Bjarni
Vilhjálmsson gáfu út fyrir
Hið íslenzka Fomritafélag 1991
Islensk fornrit hafa löngum gagnast fræði-
mönnum sem heimild og íhugunarefni um
náttúrufar og náttúmviðburði. Um náttúrufarið
hafa menn reyndar dregið mjög ólíkar álykt-
anir. Er í því sambandi fróðlegt að bera saman
það sem Þorvaldur Thoroddsen (í Andvara
1916) og Sigurður Þórarinsson (víða í grein-
um og bókum) segja um árferði fyrr á öldum,
áður en rannsóknir á ískjörnum skáru úr um
hvað rétt er í því efni. í fornritunum er oft
fjallað um náttúmviðburði í bland við hindur-
vitni. Glöggir rýnendur hafa þó fundið flestu
stað og rennt stoðum undir að rétt sé frá greint
með könnun á vettvangi.
í seinasta bindi Islenzkra Fornrita eru fjórar
sögur og átta þættir. Fylgir að venju ítarlegur
formáli þar sem grafist er fyrir um rætur
sagnanna, ritunartíma og stundum höfund.
Það er einkum formálans vegna að hér er
vakin athygli á þessu bindi Fomritanna, en
aðalhöfundur hans er Þórhallur Vilmundar-
son. Þar er að vissu leyti sýndur nýr flötur á
sagnagerðinni með því að lesið er í örnefnin.
Um sumar sagnanna er sýnt hvemig sögu-
persónur og atburðir er skáldað kringum ör-
nefni sem mörg hver eru lýsandi um landslag
eða staðhætti þegar að er gáð. Mörg af ör-
nefnunum í Harðar sögu eða Þorskfirðinga
sögu eru ekki beint árennileg sem náttúru-
nöfn. En skýringar útgefanda, sem jöfnum
höndum styðst við athugun á staðháttum,
samanburð við skyld örnefni og við málfræði-
kunnáttu, eru settar fram af rökvísi og stund-
um að manni finnst af næmu innsæi. í sögun-
um sjálfum er fjöldi örnefnaskýringa, flestar
tengdar persónum eða atvikum. Fæst af því
stenst gagnskoðun útgefanda. Þótt menn kunni
að efast um réttmæd sumra örnefnaskýringa
hans verða þær flestar ágengar við hvern þann
sem skoðar sig um eða þekkir til á vettvangi
örnefnanna. Söguhetjur Harðar sögu taka á
sig gervi alkunnra kennileita, og líkt fer um
hálftröll annarra sagna og þátta sem hjara þó
sum sem fremur mannlegar sögupersónur.
Af einstökum köflum bókarinnar er ástæða
til að nefna sérstaklega Bergbúa þátt, en aðal-
efni hans er Hallmundar kviða. f henni er lýst
í tyrfnu skáldamáli eldgosi og vatnsflóði. Út-
gefandi telur að lýsingin geti átt við uppkomu
Hallmundarhrauns. Víst er að vettvangur þess
er kveður er á þeim slóðum, og aldur hrauns-
ins kemur þar heim og saman við. Þessi niður-
staða útgefanda mætti verða jarðfræðingum
hvati til að huga nánar að aldri hraunanna úr
Langjökli norðvestanverðum, einkum þeirra
sem upprunnin eru inni á jöklinum, og um-
merkjum flóðs sem gætu hafa varðveist niður
með Hvítá í byggð. Gæti verið að Landnámu-
sögnin um vatnsveidngu Músa-Bölverks eigi
rætur að rekja til hálfgleymdrar sagnar um að
Hvítá hafi eitt sinn hrakist úr farvegi sínum
og þá af völdum hraunrennslis?
Ýmislegt smálegt verður útgefanda tilefni
ítarlegrar umfjöllunar. Sem dæmi má nefna
viðurnefni Þorsteins tjaldstæðings og mis-
kunnarverk hans gagnvart umkomulausum
mönnum. Mér varð á að láta hugann reika
kringum hallærið sem þar er minnst á. Það
virðist hafa orðið of snemma til að átt geti við
óöld í heiðni. Gæti þarna verið ýjað að
móðuharðindum eftir Eldgjárgosið ~930?
Þegar þátturinn var skrifaður var eflaust þörf
á að minna landslýðinn á að breyta kristilega
við náungann. Kannski var þessi sögn rifjuð
upp sem dæmisaga um hvernig menn skyldu
breyta við flökkulýð, en segja má að hann
hafi öðlast réttindi í góðbúum landsmanna
með gildistöku Jónsbókar seinna á þeirri sömu
öld og þátturinn var færður í letur.
Ekki fékk ég varist þeirri hugsun að sumt
hefði verið tekið öðrum tökum í formálum
hinna fyrri binda ef þetta hefði verið 60 árum
fyrr á ferðinni. Á þeim áratugum sem liðnir
eru frá útgáfu næsta Islendingasagnabindis á
undan má raunar segja að hal'i opnast nýtt
svið þar sem eru íslensku örnefnin. Ekki er
undur að þess sjái hér stað þar sem aðalút-
gefandi Harðar sögu á þar stærstan hlut.
Kristján Sæmundsson
Náltúrufræðingurinn 62 (1-2), bls. 20, 1993.
20