Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 75
4. mynd. Herfugl sést af og til á íslandi, að
jafnaði á 10 ára fresti. Hann er einstakur að
gerð og á sér enga nána ættingja. Hoopoe
(Upupa epopsj. Ljósm. photo H. Lasswitz/
OKAPIA.
Spcetuœttbálkur (Piciformes)
Spætuættbálkur skiptist í 2 undir-
ættbálka, Galbulae og Pici, og 6 ættir. í
hitabeltinu er fjölbreytni tegunda mest.
Það einkennir þessar tegundir m.a. að
tvær tær vita fram og tvær aftur.
Fjaðrabúningur er oft mjög skrautlegur og
athygli vekur einstök aðlögun að sér-
stæðum lífsháttum. Það kemur ekki síst
fram í höfuðbúnaði og sérhæfðu nefi.
Af undirættbálknum Galbulae er þekkt
191 tegund, en tegundirnar skipast í 5
ættir. Hér er fyrst og fremst um hita-
beltisfugla að ræða en enginn þeirra lifir
í Evrópu. Til spókaættar (Galbulidae)
heyra 16 tegundir fugla í hitabelti
meginlands Ameríku. Spókar líkjast helst
ofvöxnum kólibrífuglum. Þeir eru ákaf-
lega litfagrir, oftast gljáandi, með langt
oddhvasst nef og langt stél. Þeir eru mjög
líflegir og áberandi og því hið mesta
augnayndi. Heitið spóki er af því dregið
en það merkir þann sem sýnir sig, lætur
á sér bera.
Stubbaætt (Bucconidae) er einnig að
fínna í hitabelti meginlands Ameríku. í
henni eru 34 tegundir fugla. Stubbar eru
náskyldir spókum. Þeir eru smávaxnir og
kubbslegir, með mjög stórt höfuð og stutt
stél. Heitið stubbur vísar til vaxtarlags
fuglanna.
Skeggjaætt (Capitonidae) er stærst ætta
þessa undirættbálks, með 83 tegundir.
Skeggjar eru hitabeltisfuglar, flestar
tegundimar lifa í Afríku, en færri í Asíu
og Ameríku. Þeir eru flestir smávaxnir en
sterkbyggðir, oft klunnalegir. Stutt
oddhvasst nefið er þykkt við rótina. Þar
vaxa fjaðraburstar út yfir nefið og er heitið
skeggi af því dregið.
Vísaætt (Indicatoridae) er ætt með 16
tegundum sem allar lifa í Afríku nema
tvær. Aðra þeirra er að finna í SA-Asíu
en hina í Himalajafjöllum. Vísar eru
frekar smávaxnir fuglar og lítt skrautlegir.
Nefið er tiltölulega lítið og snubbótt. Þeir
lifa á skordýrum en eru auk þess gæddir
þeim hæfileika að geta melt býflugnavax.
Ekki er með öllu ljóst hvort þeir hafi
þróað sérstakan meltingarhvata til þess
ama eða njóta aðstoðar gerla. Bæði menn
og dýr notfæra sér hæfileika vísanna til að
finna býflugnabú. Vísi merkir þann sem
vísar leið.
Fimmta ættin er túkanaætt (Rham-
phastidae) með 44 tegundum í hitabelti
Ameríku. Túkanar eru stórir, litskrúðugir
fuglar með ofvaxið nef. Þeir eru áþekkir
hornum (Bucerolidae) austan megin
Atlantshafs, en vantar hjálm ofan á nefið.
Lífshættir em að mörgu leyti áþekkir og
gegna þessar tvær ættir svipuðu hlutverki
í vistkerfmu, sín hvomm megin hafsins,
án þess að hafa þróast út af sam-
eiginlegum meiði.
69