Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 75

Náttúrufræðingurinn - 1993, Síða 75
4. mynd. Herfugl sést af og til á íslandi, að jafnaði á 10 ára fresti. Hann er einstakur að gerð og á sér enga nána ættingja. Hoopoe (Upupa epopsj. Ljósm. photo H. Lasswitz/ OKAPIA. Spcetuœttbálkur (Piciformes) Spætuættbálkur skiptist í 2 undir- ættbálka, Galbulae og Pici, og 6 ættir. í hitabeltinu er fjölbreytni tegunda mest. Það einkennir þessar tegundir m.a. að tvær tær vita fram og tvær aftur. Fjaðrabúningur er oft mjög skrautlegur og athygli vekur einstök aðlögun að sér- stæðum lífsháttum. Það kemur ekki síst fram í höfuðbúnaði og sérhæfðu nefi. Af undirættbálknum Galbulae er þekkt 191 tegund, en tegundirnar skipast í 5 ættir. Hér er fyrst og fremst um hita- beltisfugla að ræða en enginn þeirra lifir í Evrópu. Til spókaættar (Galbulidae) heyra 16 tegundir fugla í hitabelti meginlands Ameríku. Spókar líkjast helst ofvöxnum kólibrífuglum. Þeir eru ákaf- lega litfagrir, oftast gljáandi, með langt oddhvasst nef og langt stél. Þeir eru mjög líflegir og áberandi og því hið mesta augnayndi. Heitið spóki er af því dregið en það merkir þann sem sýnir sig, lætur á sér bera. Stubbaætt (Bucconidae) er einnig að fínna í hitabelti meginlands Ameríku. í henni eru 34 tegundir fugla. Stubbar eru náskyldir spókum. Þeir eru smávaxnir og kubbslegir, með mjög stórt höfuð og stutt stél. Heitið stubbur vísar til vaxtarlags fuglanna. Skeggjaætt (Capitonidae) er stærst ætta þessa undirættbálks, með 83 tegundir. Skeggjar eru hitabeltisfuglar, flestar tegundimar lifa í Afríku, en færri í Asíu og Ameríku. Þeir eru flestir smávaxnir en sterkbyggðir, oft klunnalegir. Stutt oddhvasst nefið er þykkt við rótina. Þar vaxa fjaðraburstar út yfir nefið og er heitið skeggi af því dregið. Vísaætt (Indicatoridae) er ætt með 16 tegundum sem allar lifa í Afríku nema tvær. Aðra þeirra er að finna í SA-Asíu en hina í Himalajafjöllum. Vísar eru frekar smávaxnir fuglar og lítt skrautlegir. Nefið er tiltölulega lítið og snubbótt. Þeir lifa á skordýrum en eru auk þess gæddir þeim hæfileika að geta melt býflugnavax. Ekki er með öllu ljóst hvort þeir hafi þróað sérstakan meltingarhvata til þess ama eða njóta aðstoðar gerla. Bæði menn og dýr notfæra sér hæfileika vísanna til að finna býflugnabú. Vísi merkir þann sem vísar leið. Fimmta ættin er túkanaætt (Rham- phastidae) með 44 tegundum í hitabelti Ameríku. Túkanar eru stórir, litskrúðugir fuglar með ofvaxið nef. Þeir eru áþekkir hornum (Bucerolidae) austan megin Atlantshafs, en vantar hjálm ofan á nefið. Lífshættir em að mörgu leyti áþekkir og gegna þessar tvær ættir svipuðu hlutverki í vistkerfmu, sín hvomm megin hafsins, án þess að hafa þróast út af sam- eiginlegum meiði. 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.