Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 58
4. mynd. Karíbahafið og nálæg lönd fyrir 65 milljón árum, á mörkum krítar- og tertíer-
tímabilanna. Tekið hefur verið tillit til landreks í þessari endurgerð svæðisins. A Yukatánskaga
norðanverðum er sýndur Chicxulubgígurinn, sem er um 180 km í þvermál og myndaður við
árekstur halastjörnu eða loftsteins. Haítí var um 800 til 1000 km suðaustur af gígnum, eða í
svipaðri fjarlægð og Mimbral fyrir norðan, þar sem glerkúlur hafa einnig fundist. Breiðar Ifnur
með örvaroddum sýna þau svæði þar sem jarðskorpan ýtist niður í möttul jarðar.
Suðurskagi Haítí er úr krítarlögum sem
eru að uppruna set myndað á 2 km dýpi
í Karíbahafinu fyrir sunnan, og hefur
staflinn ýst upp á yfirborðið í lok
tertíertímans. Fyrir ofan og neðan
glerlagið er samfelldur stafli af ljósgráu
kalki og sker brúna glerlagið sig mjög úr.
Það er um 50 til 100 cm á þykkt og má
greina í því þrjár einingar (7. mynd).
Neðst er 20 til 30 cm eining sem er nær
eingöngu glerkúlur eða leifar þeirra,
smektítummyndun. Kúlumar smækka upp
á við í þessari einingu og teljum við hana
myndaða þegar glerkúlnahríðin stóð sem
hæst. Þar fyrir ofan er eining sem er
blanda af glerkúlum og kalkseti, ásamt
klumpum af seti. Sennilega er þessi eining
ntynduð sem eðjustraumur á hafsbotn-
inum. Þriðja einingin er einn sentimetri á
þykkt, rauðbrún og blanda af smektíti og
kalki, en í henni er iridíum í mjög miklum
mæli og svo einnig smáir kvarskristallar.
Þetta eru leifar af fína rykinu sem féll
síðast til jarðar, sennilega mánuðum eða
jafnvel árum eftir að loftsteinaáreksturinn
átti sér stað. En hvernig geta I til 8 mm
stórar glerkúlur í neðstu einingunni borist
til Haítí, allt að eitt þúsund kílómetra leið
frá Chicxulubgígnum í Yukatán? Gjóska
frá stærstu sprengigosum dreifist með
vindi, aðallega í neðri hluta heiðhvolfs (í
10-30 km hæð), og fellur gjóska af eins
52