Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 53
C. Urey árið 1973 að árekstur halastjörnu
á jörðina hefði eytt risaeðlunum og öðrum
lífverum, enda átti sú hugmynd við lítil
rök að styðjast. Árið 1980 birtust fyrstu
gögnin sem renndu stoðum undir hug-
mynd Ureys, þegar annar bandarískur
Nóbelsverðlaunahafi, Luis W. Alvarez, og
félagar hans bentu á að málmurinn
iridíum fyndist í miklum mæli í þunnu
setlagi á mörkum krítar- og tertíer-
tímabilanna. Þetta reyndist mjög mikil-
væg uppgötvun, þar sem magn iridíums
er um 20 ppb (jafngildir 20 mg í tonni) í
setlaginu, eða mörg hundruð sinnum
meira en í öllum öðrum bergtegundum á
jörðu. Hins vegar finnst þessi eðalmálmur
í ríkum mæli í loftsteinum, smástimum
og halastjömum. En iridíum finnst líka í
miklu magni í möttli jarðar og getur því
einnig borist upp á yfirborðið í eldgosum.
Andófsmenn loftsteinakenningarinnar
héldu því fram að dauðinn mikli og hvarf
risaeðlanna stöfuðu af eldgosum á
Indlandi, og vitnuðu til dæmis oft til
Skaftárelda á íslandi árið 1783 og í
móðuharðindi sem dæmi um slæm um-
hverfisáhrif eldgosa. Þannig stóð látlaust
rifrildi í um einn áratug, þar sem frekari
vitneskja kom ekki fram til lausnar
deilunni. Að vísu fundust kvarskristallar í
setlaginu á mörkum krítar og tertíers, sem
báru merki um að hafa myndast við mjög
háan þrýsting og styrktu því enn frekar
loftsteinakenninguna.
ELDFJALLAFRÆÐIN FLÆKIST í
MÁLIÐ
í október 1988 var mér boðið á
ráðstefnu í Utah, sem helguð var ham-
förum í jarðsögunni, og snerist sá fundur
upp í harða deilu um mikilvægi eldgosa
eða loftsteina sem orsök útdauðans mikla
á mörkum krítar- og tertíertímabilanna.
Eg flutti þar erindi um samband eldgosa
og loftslags (Haraldur Sigurðsson 1990)
og lagði áherslu á hvernig brennisteinsgas
frá eldgosum myndar brennisteinssýruúða
í heiðhvolfínu, en sá brennisteinshjúpur
endurkastar síðan sólargeislum og veldur
kælingu á yfirborði jarðar í nokkur ár eftir
mjög stór sprengigos. Ég benti á að mesta
kæling sem búast mætti við væri um 3 til
4 stig eftir stærstu gos sem þekkt eru í
jarðsögunni, og væri því eldvirkni ólíkleg
skýring á miklum útdauða. Sumum
eldfjallafræðingum fannst ég vera of
íhaldssamur og gera of lítið úr hamförum
af völdum eldgosa, en tölurnar tala sínu
máli. Ekki hafði ég þá hinn minnsta grun
um að aðeins tveim árum síðar mundi ég
koma fram í ræðustól með kenningu um
hvemig árekstur loftsteins eða halastjömu
við jörðina hefði myndað enn meiri
brennisteinshjúp en nokkurt eldgos, og
orsakað snögga loftslagsbreytingu sem
hefði orðið risaeðlunum að aldurtila, eins
og skýrt er frá hér á eftir.
Þegar hér var komið sögu var ekki
annað l'undið á mörkum krítar og tertíers
en iridíumfrávikið í leirlagi, sem er um 1
til 3 cm á þykkt, og nokkrir kvars-
kristallar. Enn vantaði aðaleinkenni bæði
eldgosa og áreksturs loftsteina eða
halastjama, þ.e. gler. Við mikla árekstra
loftsteina við jörðina er þrýstingurinn og
hitinn svo mikill að jarðskorpan um-
hverfis gíginn bráðnar og slettist hátt upp
í heiðhvolfið, þar sem bráðin storknar
sem glerdropar, svonefndir tektítar. Þeir
dreifast síðan um jörðina alla, eins og
haglhríð úr risavaxinni fallbyssu. Tektítar
hafa annað lag og útlit en gler eða gjóska
sem myndast í eldgosum og auk þess er
efnasamsetning tektítglers önnur, þar sem
hún er nær eingöngu háð gerð jarð-
skorpunnar þar sem áreksturinn verður.
Hins vegar er kvika úr eldfjöllum aðallega
tengd efnasamsetningu möttuls jarðar. Ef
gler fyndist á mörkum krítar og tertíers
voru miklar líkur á að hægt væri að skera
úr deilunni um hvort tegundirnar hefðu
dáið úl vegna eldgosa eða loftsteina-
áreksturs. Auk þess gæti efnasamsetning
glersins sagt til um staðsetningu eld-
47