Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 111

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 111
legar. I ljós kemur að hitamælingamar og mat á hitafari, bæði á Islandi og Englandi, eru í góðu samræmi við það loftslag sem lesa má úr grænlenskum ískjömum. Þess- ar niðurstöður eru sýndar á 4. mynd. Þar má til að mynda sjá að allar athuganimar sýna hitaaukningu um miðja tuttugustu öldina og einnig á fyrri hluta átjándu aldar. Litla ísöldin, en svo er kulda- tímabilið gjaman kallað sem hófst hér á landi í lok miðalda og endaði við upphaf tuttugustu aldarinnar, sést einnig vel í samsætugögnum frá Grænlandi. I ljósi ársmeðalhita, sem metinn hefur verið út frá samsætumælingum á Græn- landsís, er fróðlegt að skoða ýmsa sögu- lega stórviðburði, t.d. landnám Islands. Arið 865 kom Hrafna-Flóki til Islands með fríðu föruneyti. Flóka veittist þó vistin erfið og eftir að hið kalda og hrjúfa veðurfar hafði svipt hann öllum búsmala sínum, þegar eftir fyrstu vetursetuna, sneri hann bitur í bragði til Noregs á ný og kallaði eyjuna í norðri Island. Það er einkar athyglisvert að þessi frásögn Islendingasagna af afdrifum Hrafna-Flóka er í fullu samræmi við niðurstöður samsætumælinga á græn- lenskum ískjömum. Af þeim sést glögg- lega að þegar Hrafna-Flóki kom hingað til lands var veðráttan köld (5. mynd). Mælingamar sýna svo ekki verður um villst að hann kom hingað eftir lang- varandi tímabil með stöðugt versnandi loftslagi. Á næstu árum snerist hins vegar þróunin við og loftslag fór hlýnandi, enda heppnaðist landnám Ingólfs Amarsonar á íslandi einungis 10 árum eftir uppgjöf Hrafna-Flóka. Ekki er ólíklegt að batnandi veðurfar hafi átt drjúgan þátt í velgengni Ingólfs og þeirra sem í kjölfar hans sigldu. Um 100 árum síðar fann Eiríkur rauði annað land vestan Islands. Gróðursæld landsins leiddi víkinginn til að nefna það Grænland. En var suðurhluti Grænlands í raun og veru svo gróðursæll að landið nýfundna verðskuldaði nafngift hins djarf- huga sæfara? Sennilega. Samsætumæl- ingar okkar benda til að um það leyti sem Eirík rauða bar að ströndum Grænlands hafi loftslag verið milt í nærfellt 100 ár. Því er líklegt að þar sem víkinginn rauða bar að Grænlandi hafi land verið grænt og grösugt og því í raun og sann verð- skuldað nafnið. Það er því ekki útilokað að hinar öru loftslagssveiflur hafi valdið breytingum á hitastigi, sem gerðu að verkum að þótt land væri hrjóstrugt og gróðursnautt þegar Hrafna-Flóka bar að íslandi var það liins vegar sæmilega loðið af sprettu er Eirík rauða bar að Grænlandi. Hvort tveggja landið bar því nafn með rentu miðað við hitafar ná- kvæmlega á þeim tíma er fyrrnefnda garpa bar að. Fleiri sögulega atburði má nefna þar sem samsætumælingar sýna róttækar breytingar á veðurfari, sem skýra breyt- ingar á búsetu. Vestribyggð á Grænlandi lagðist þannig í eyði, eins og þekkt er, á fyrri hluta fjórtandu aldar. Nákvæmar mælingar á samsætum sýna að urn svipað leyti og mannauðn verður stendur yfir langvarandi kuldakast. Það er ekki fráleitt að álykta sem svo að langt fimbulskeið hafi átt þátt í því að Vestribyggðin eydd- ist. Einnig er ljóst samkvæmt íslenskum annálum að hafís varð mun algengari við strendur landsins eftir 1200 og mestur frá 1600 til 1900. Árið 1695 gerðist þannig sá fáheyrði atburður að ísinn umkringdi ísland og náði að auki hálfa leið til Færeyja. Sagnir eru einnig um að á þess- um árum hafi ána Thames í Englandi lagt. Annálar skýra þannig frá því að árið 1684 hafi árísinn verið svo mikill og lang- varandi að íbúar Lundúna settu upp mark- aði úti á ísilagðri ánni. Þetta kalda tímabil kemur afar greinilega fram í samsætustyrk jökulíss frá Grænlandi, sem sýnir með skemmtilegum hætti hversu náin sam- svörun er með mælingum okkar á jökul- ísnum og frásögnum annála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.