Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 96
12. mynd. Séð niður eftir Gullfossgljúfri. Gljúfrið verður því breiðara sem neðar dregur.
Útvíkkanirnar á gljúfrinu eru myndaðar í hámarki hamfarahlaupanna. Skriður meðfram hlíðum
og aurfylling í botni benda til þess að það hafi myndast við allt aðrar rennslisaðstæður en nú
ráða. A downstream view ofthe Gullfoss canyon. In general it widens downstream. The widened
pcirt of the canyon formed during the maximum of eaclt catastrophic flood. Talus along the
walls and alluvial fillings in the hottom indicate that itformed underflow conditions different
to the present ones. Ljósm. photo Haukur Tómasson.
uðum; næsti hluti eru víðu gljúfrin neðan
Gullfoss (12. mynd) sem grafist hafa í
hlaupunum; neðsti hlutinn eru stór-
grýtiseyrar, sérstaklega greinilegar í
tungunni neðan Tungufells (13. mynd).
Allt þetta bendir mjög greinilega á
uppruna þessara landmótunarfyrirbæra
með vaxandi straumhraða ofan gljúfra,
ofsalegum straumhraða í gljúfrinu,
plokkun bergsins og greftri gljúfursins, og
neðan gljúfursins liggur svo afrakstur
graftarins í stórgrýtistungunni neðan
Tungufells.
Gullfossgljúfur er af tvenns konar
uppruna. Neðri hlutinn, sem nær upp að
Pjaxa, er myndaður í hamfarahlaupum.
Hann einkennist af malar- og hnull-
ungafyllingu í botni, sem áin rennur
einungis eftir að hluta. Þverskurðarflatar-
mál er um það bil tífalt á við efri hlutann.
Efri hlutinn er tvenns konar gljúfur.
Annað fer í gegnum efra fossbrúnarlagið
og er það nokkuð breitt í botninn, sem
myndar hillu í gljúfrinu. Þetta gljúfur er
myndað í seinni og minni hlaupunum frá
Kili. Neðra gljúfrið, sem áin fyllir
algjörlega í botninn, er miklu þrengra og
er það hið eiginlega Gullfossgljúfur,
myndað af Gullfossi á nútíma (14. mynd).
Þorleifur Einarsson (1982) hefur gert
grein fyrir hugmyndum sínum um
myndun Gullfossgljúfra. Hann telur að
gljúfrið hafi grafist nokkuð jafnt og þétt á
öllum tímanum eftir ísöld og að ham-
farahlaup eigi þar engan þátt. Sannanir
fyrir þessu telur hann vera í öskulögum í
90