Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 88

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 88
á jökul. Við þessar strandlínur hefur afrennsli verið til Þegjanda vestan Hveravalla. Þegar lækkaði í þessum vötnum, við það að vatnið fann sér lægri farveg á vatnaskilum, urðu veruleg jökulhlaup í Blöndu þótt ekki verði þau flokkuð sem hamfarahlaup. Þegar 618 m strandlínan myndaðist var gos í gangi í Leggjabrjóti. Þetta gos flýtir sennilega fyrir framlengingu lónsins til suðurs með bræðslu jökuls allt suður í Hvítárvatnslægðina. Ummerki um þetta eru, auk strandlína og hraunbrúnar, ísrákir norð-austur af Hvítárvatni sem sýna snúning á skriðstefnu jökulsins frá mjög suðlægri stefnu í átt frá Langjökli í vestlæga og jafvel suðvestlæga í átt til Langjökuls, Leggjabrjóts og Hvítár- vatnslægðarinnar (Guðmundur Kjartans- son 1964, Ingibjörg Kaldal og Skúli Víkingsson 1990). Úr þessu lóni hleypur í fyrsta sinn suður af til Hvítár og veldur það örugglega stórhlaupi sem ummerki eru um á Bláfellshálsi. A næstu öld eða tveimur hefur verið þannig ástand á Kili að jökulstíflað vatn var þar, sem hljóp úr öðru hverju yfir Bláfellsháls eða undir jökuljaðarinn aust- ur af Bláfelli. Eftir því sem jökuljaðarinn þynntist varð vatnsstaðan lægri. Þess vegna er röð af lægri strandlínum sem greinilegastar eru í Leggjabrjóti en sjást einnig í Hrefnubúðum, í krikanum milli Baldheiðar og Þverbrekkna, í Skútunum og við Jökulfallið. Alls eru mældar 11 strandlínur neðan við 618 m strandlínuna en líklegt er að þær séu mun fleiri. Söðullinn í Bláfellshálsi milli Bláfells og Geldingafells er samkvæmt kortum í milli 580 og 600 m hæð. Þetta bendir til þess að strandlínan í 595 m hæð sé líklegust til að vera mynduð í lóni sem haft hefur afrennsli á yfirborði yfir Bláfellsháls. Lón neðan þessara marka hafa orðið að tæmast undir jökulinn austan Bláfells og hafa að minnsta kosti í fyrstu fylgt því hamfarahlaup. I þessari hæð er lónrýmd í hámarki og minnkar svo eftir því sem lónhæð lækkar og við neðstu mældu strandlínuna, í 443 m hæð, er hún einungis 5-10% af rúmmáli stærsta lónsins. HLAUPFARVEGIR Farvegir eftir hlaup frá þessum jökul- stífluðu vötnum eru við Blöndu, á Blá- fellshálsi og meðfram og í farvegi Hvítár frá Bláfelli til láglendis í um 50 m y.s. Af lónunum sem hinar mældu strandlínur tilheyra eru fjórar sem hlaupið hafa norðuraf, fjórar hafa hlaupið yfir Blá- fellsháls og sjö hafa hlaupið austur fyrir Bláfell. Sjálfsagt hafa hlaupin verið mun tleiri, því að ekki er hægt að álíta að allar strandlínur séu mældar. Sennilega hafa hlaupin skipt tugum og vantar sérstaklega mælingar á lægri strandlínunum. Norðuraf til Blöndu Hlaupfarvegi má víða sjá við Blöndu. Efst er gljúfur Þegjanda norður af Dúfunefsfelli, sem augljóslega er ofvaxið núverandi rennsli. Þá koma víðáttumiklir sandar norðar á hásléttunni. Rétt ofan Blöndugljúfra má sjá ummerki hlaupa í hliðarfarvegum við aðalfarveginn. Loks má sjá niðri í Blöndudal hliðarfarvegi hlaupa uppi á gljúfurbörmum. Greini- legast er það á móts við bæinn Höllustaði. Að Iokum sjást ummerki hlaupanna rétt við Blönduós, í farvegi Blöndu við Hrútey (3. mynd). Stærð þessara hlaupa má nokkuð ráða í út frá hlaupummerkjum, en þau gefa til kynna þverskurðarflatarmál og halla hlaupanna og út frá þeim stærðum má reikna rennslið með Mannings-jöfnu. Farvegimir við Höllustaði eru kortlagðir með I m hæðarlínum. Það gerir mögu- legt að meta þar þverskurðarflatarmál og halla hlaupanna. Samkvæmt því hefur far- vegurinn flutt allt að 40.000 m3/s ef mótunin er öll samtímafyrirbæri. Senni- lega er það ekki þannig en þó verður að 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.