Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 22
megi mun á meðgöngutíma og þeim vefjaskemmdum sem mismunandi stofnar riðusmitefnis valda í sama stofni inn- æxlaðra músa (Biieler o.fl. 1992). Mun á hæfni smitefnis úr ólíkum dýrategundum til að sýkja aðrar tegundir má auðveldlega skýra með mismun á amínósýruröð í PrP-prótíni þeirra. Margt er erfitt að skýra öðruvísi. Það er t.d. hægt að sýkja minka með riðusmitefni úr kindum en ef svo er reynl að koma smiti til baka úr mink í kind reynist það alltaf ógerlegt. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig stökkbreyting í smit- efninu gæti alltaf haft þessar sömu afleiðingar, en munur á Pra-p-genunum í mink og mús er alltaf sá sami svo ekki er við öðru að búast en að tilraunirnar gefi einatt sömu niðurstöðu sé það munur á PrP-prótínunum sem þessu veldur. Ekki er útilokað að lítill kjarnsýrubútur sé hluti af príonunum eða þá einhver önn- ur stórsameind, sem gæti t.d. verið lítið prótín, eða eitthvað allt annað. Þótt flest rök virðist hníga að því að príonin séu aðeins gerð af einni einingu hefur ekki tekist að endurheimta sýkingarmátt þeirra eftir eðlissviptingu. Þetta gæti bent til þess að önnur eining sé nauðsynlegur hluli príonsins en gæti allt eins bent til þess að príonið þurfi að hafa nákvæmlega rétta þriðja stigs byggingu til þess að vera sýkjandi. Nýlega gerði Svisslendingurinn Weiss- mann tilraun til þess að sameina príona- kenninguna og þær kenningar sem gera ráð fyrir að kjarnsýra sé nauðsynlegur hluti riðusmitefnisins (Weissmann 1991). Hann setti fram þá tilgátu að þótt príonprótínið sé sýkjandi eitt og sér geti það ekki starlað án aðstoðar kjamsýra eftir að inn í frumu er komið og því velji príonið eitthvað af eigin kjarnsýrum frumunnar sér til fylgilags. Príonið gæti aðstoðað kjarnsýruna, sem t.d. gæti verið mRNA, til þess að fjölfaldast með aðstoð kjarnsýru-eftirmyndunarensíma frum- unnar og þannig yrðu fljótt valdar þær kjarnsýrusameindir sem hentuðu príon- unum best. Þessi kenning gæti útskýrt þau gögn sem fyrir liggja um lilvist mis- munandi slofna smitefna, því við vel- llestar rannsóknir er smit llutt á milli dýra með heilavökva en ekki sem fullhreinsuð PrP 27-30 prótín. Príonastofnarnir gætu þannig verið með mismunandi kjarnsýrur þótt prótínhluti þeirra sé ávallt hinn sami innan hverrar dýrategundar. Þessa kenningu ætti að vera auðvelt að prófa, eða í það minnsta afsanna sé hún röng. Þannig ættu t.d. mismunandi stofnar smitefnis að öðlast sömu eiginleika eftir vandlega hreinsun sé kenningin rétt, og það er auðvelt að kanna. HVERNIG FJÖLGA PRÍON SÉR? Fylgjendur príonakenningarinnar hall- ast nú flestir að því að PrPSc gæti með einhveiju móti breytt PrE eða forvera þess í sjálft sig. Það er nokkuð víst að þessi breyting á sér ekki stað fyrr en eftir umritun og þýðingu Pra-p-gensins. Hver breytingin gæti helst verið er ekki vitað, en sem dæmi um möguleikana má nefna breytingar á sykru- eða GPI-hópunum, breytta þrívíddarbyggingu eða sértækar efnabreytingar á einhverjum ákveðnum amínósýrum í prótíninu. í ljós hefur komið að mikill breytileiki er í samsetningu sykurhópanna sem fmnast tengdar við PrP 27-30. Hvort þetta hefur einhverja þýðingu er enn ekki vitað. Til að kanna hvort PrPSc binst beint við PrP' hafa verið gerðar tilraunir til að tengja PrP 27-30 við PrPc með kross- tengiefnum sem örvast af Ijósi. Þessar tilraunir benda ekki til þess að þetta sé raunin (Prusiner 1989). Það má gera sér í hugarlund að PrPSc bindist forveraprótíni en ekki fullverkuðu PrPc, eða að áhrif príonsins séu í gegnum einhver önnur prótín. Nýjar rannsóknir hafa sýnt að nokkur lítil súr prótín (pl 4,5-5,0) úr heila og öðrum vefjum geta bundið PrP 27-30. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.