Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 52
1. mynd. Aldauði tegunda í lífríkinu á jörðinni síðustu 260 milljón ár (eftir J.J. Sepkoski 1990).
Hlutfallstalan er fjöldi tegunda sem dóu út á hverju stigi, gefinn sem hlutfall af öllum lifandi
tegundum á því stigi. Alls eru 10.383 tegundir teknar til greina og þar af dóu út 6.350. Níu
aðalaidauðatímabil eru þekkt og eru þau merkt með eftirfarandi tölum: I tatarían; 2 efra-norían;
3 pliensbachian; 4 títhonóan; 5 aptían; 6 cenomanían; 7 maastrichtían (krít/tertíer mörkin, sem
fjallað er um í þessari grein); 8 efra-eósen; 9 mið-míósen. Lóðréttu línumar sýna hina 26
milljón ára tíðni sem útdauði virðist fylgja.
tímabilanna, eins og þeim hefði verið
feykt burtu í einhverjum ógnarstormi og
skilið leiksviðið eftir autt handa hinum
örsmáu spendýrum. Þessi útdauði hrygg-
dýra var samt mjög misjafn. Þannig lifðu
af um 90% af öllum hryggdýrum sem
höfðust við í vötnum en aðeins 12% af
þeim sem lifðu á þurru landi (Sheehan og
Fastovsky 1992).
Árið 1956 stakk M.W. de Laubenfels
fyrst upp á að árekstur smástimis við
jörðu hefði útrýmt risaeðlunum. Sú
hugmynd fékk engan hljómgrunn, enda
var almennt álitið að árekstrar við
smástimi eða loftsteina væru ólíklegir. Til
dæmis var því treglega tekið er enski
stjömufræðingurinn Richard A. Proctor
stakk upp á þvf árið 1873 að gígamir á
tunglinu væm myndaðir af loftsteinum.
Tunglið er allt útgrafið í bólum og alþakið
hringlaga gígum, sem minna á Hverfjall
og aðra eldgíga jarðar en eru miklu stærri
í þvermál og tiltölulega grunnir. Nú er
vitað að loftsteinar hafa myndað nær alla
þessa gíga, enda er eldvirkni óvemleg á
tunglinu. Hvað gæti gerst ef slíkir steinar
rækjust á jörðina? Slíkir „árekstrar sem
splundra og eyða ökuþrjótum umferðar-
brautanna“, eins og Hjörtur Halldórsson
(1954) komst að orði, gætu leitt af sér
ragnarök, eða heimsendi, fyrir margar
tegundir lífs. En sístöðukenningin er seig
og enn var ekkert sinnt þeirri uppástungu
bandaríska Nóbelsverðlaunahafans Harold
46