Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 95
11. mynd. Flóðfarvegurinn sunnan Bláfells þar sem llóðin hafa lagt af sér mikinn aur og
myndað gríðarstórar eyrar úr hnullungamöl, sem sumar hverjar hafa grafist aftur af seinni og
minni hlaupunum. The flood channel south of Bláfell, where the floods have deposited gigantic
alluvial bars made up ofvery coarse cobbles and gravel. Some ofthese have been eroded again
in later and smaller floods. Ljósm. photo Haukur Tómasson.
300.000-400.000 m3/s, og er þá ekki
reiknað með áhrifum graftar á farveginn,
en síðari hlaup reiknuð á sama hátt gætu
verið 200.000-250.000 m3/s.
Neðan við Fremstaver og þaðan niður
fyrir Illagil og Hrossatungur er hlaup-
farvegurinn mjög breiður og hallalítill (10.
mynd (C) og 11. mynd). Hann nær frá
Stangará og Búðará yftr í Árbrandsá og er
um 5 km að breidd. Helstu ummerkin á
þessu svæði eru strandhjallar en þeir eru
víða greinilegir, svo sem við Búðará og
Stangará. Þessir strandhjallar eru mynd-
aðir nærri flóðmörkum hvers hlaups fyrir
sig. Strandhjallar hlaupsins hafa verið
túlkaðir sem strandlínur stöðuvatna (Þor-
leifur Einarsson 1965). Ekki eru neins
staðar sjáanlegir þeir þröskuldar sem
stíflað gætu þessi vötn, heldur em vel opin
svæði sem vatnið hefur farið um og
strandlínumar em sjáanlegar þar einnig.
Strandhjallarnir eru greinilega 1'lciri en
einn með fárra metra hæðarmun. Að
vestanverðu, beggja vegna Sandár, hefur
hlaupið lítið mótað landið, sem er smá-
hæðótt jökulmðningslandslag, mjög sand-
borið og með dauðísgrópum. Straumhraði
hefur hér verið svo lítill að hann hefur
ekki sléttað úr landinu og einnig hefur
sennilega mikill ís strandað og bráðnað á
staðnum.
Gullfossgljúfur
Á svæðinu næst fyrir neðan féll hlaupið
fram af hálendisbrúninni með mjög
miklum straumhraða og greftri bergs í
stómm stíl. Þetta svæði nær frá lllagili og
niður undir Brúarhlöð. Svæðið skiptist í
þrennt þannig: Efsti hlutinn einkennist af
vel skoluðum klöppum og nokkuð plokk-
89