Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1993, Blaðsíða 12
beinum. Með honum álíta menn að smitið hafi borist (Wilesmith o.fl. 1988). Þótt fóðurbætir unninn úr kjötmeti hafi verið gefinn kúm um langa hríð hefur sjúkdómsins ekki orðið vart áður. Það má skýra með því að margir samverkandi þættir hafi aukið riðusmitefnið í fóðrinu uns það varð nógu mikið, einhvern tíma í kringum 1981, til að koma af stað faraldrinum um fjórum árum seinna. Eftirfarandi atriði hafa verið nefnd: 1. Sauðfé fjölgaði stórum á Bretlandi á áttunda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þess vegna hefur hlutfallslega meira kindakjöt verið brætt í mjöl. 2. Líklega hefur riðusmituðum sauða- hjörðum fjölgað. 3. Notkun kindahausa í kjöt og beinamjöl hefur aukist. 4. Ný aðferð við bræðslu hefur verið tekin upp. Nú er notaður lægri hiti og/ eða styttri tími en tíðkaðist fyrir 1970. Jafnframt hafa aðferðir við að draga fitu úr mjölinu breyst þannig að minni hiti og minna af lífrænum leysum er nú notað (Wilesmith o.fl. 1988). BSE hefur ekki fundist með vissu annars staðar en í Bretlandi, en þó leikur grunur á að eitthvað svipað hafi sést í bandanskum nautpeningi. Blaðaskrif um BSE vöktu talsverðar áhyggjur meðal almennings um að veikin gæti borist í fólk sem neytti afurða af smituðum dýrum. Þelta er ekki hægt að útiloka. Þótt ólíklegt sé talið að riða geti borist beint úr sauðfé í menn eru þekkt dæmi um að hægt sé að smita nýjar tegundir með því að sýkja mýs eða apa og flytja svo smitefni úr þeim í aðrar dýrategundir. PRÍONSJÚKDÓMAR í MÖNNUM Kúrú Af þeim sjúkdómum sem tengdir hafa verið príonum er kúrú án efa þekktastur, fyrst og fremst vegna þess hve sérstæð smitleið hans var. Kúrú leggst eingöngu á íbúa hálanda eystri hluta Papúa Nýju- Gíneu. Þar hefur sjúkdómsins orðið vart í 169 þorpum á svæði þar sem rétt rúmlega 35.000 manns búa við frumstæðar aðstæður enn í dag. Yfir 80% þeirra sem fengið hafa kúrú voru af Fore-ætlbálknum (Gajdusek 1990). Sjúkdómseinkenni Kúrú þýðir á máli Fore-manna skjálfti af hræðslu eða kuldahrollur (riða!). Fyrstu sjúkdómseinkenni eru minnkað jafn- vægisskyn, léleg samhæfing vöðva og oft skapgerðarbreytingar. Greind sjúklinga og minni virðast þó ekki minnka. Einkennin versna jafnt og þétt og eftir 12-18 mánuði getur fólk hvorki staðið né setið. Jafnframt kemur fram mikill ósjálfráður skjálfti, tal bjagast, sjúklingar hætta að geta tjáð sig og þeim verður jafnvel ómögulegt að tyggja og kyngja (Wilfert 1988). Engin batatímabil eru merkjanleg og sjúkdóm- urinn dregur fólk nær undanlekningalaust til dauða innan tveggja ára frá því fyrstu sjúkdómseinkenni koma fram (Gajdusek 1990). Sjúklegar breytingar Vefjabreytingar sjást eingöngu í mið- taugakerfi. Heilahvel líta eðlilega út en hnykill er rýr að sjá. Smásjárskoðun sýnir frumudauða í hnykli en fjölgun og ofvöxtur stjarnfrumna er áberandi um allan heila. Gráa el'ni heilabarkar og heilastofns sýnir merki um svampkenndar breytingar vegna safabólumyndunar í taugungum. í heilum flestra sjúklinga sjást prótínútfellingar. Aldrei hafa fundist merki um bólgubreytingar (Wilfert 1988). Faraldursfrceði Gamalt f'ólk af Fore-ættbálki segir að sjúkdómurinn hafi ekki þekkst fyrr en um 1920 (Fenner og White 1976), þá varð hann skyndilega mjög útbreiddur. Sjúk- dómnum var fyrst lýst árið 1957 af V. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.