Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 1993, Side 58
4. mynd. Karíbahafið og nálæg lönd fyrir 65 milljón árum, á mörkum krítar- og tertíer- tímabilanna. Tekið hefur verið tillit til landreks í þessari endurgerð svæðisins. A Yukatánskaga norðanverðum er sýndur Chicxulubgígurinn, sem er um 180 km í þvermál og myndaður við árekstur halastjörnu eða loftsteins. Haítí var um 800 til 1000 km suðaustur af gígnum, eða í svipaðri fjarlægð og Mimbral fyrir norðan, þar sem glerkúlur hafa einnig fundist. Breiðar Ifnur með örvaroddum sýna þau svæði þar sem jarðskorpan ýtist niður í möttul jarðar. Suðurskagi Haítí er úr krítarlögum sem eru að uppruna set myndað á 2 km dýpi í Karíbahafinu fyrir sunnan, og hefur staflinn ýst upp á yfirborðið í lok tertíertímans. Fyrir ofan og neðan glerlagið er samfelldur stafli af ljósgráu kalki og sker brúna glerlagið sig mjög úr. Það er um 50 til 100 cm á þykkt og má greina í því þrjár einingar (7. mynd). Neðst er 20 til 30 cm eining sem er nær eingöngu glerkúlur eða leifar þeirra, smektítummyndun. Kúlumar smækka upp á við í þessari einingu og teljum við hana myndaða þegar glerkúlnahríðin stóð sem hæst. Þar fyrir ofan er eining sem er blanda af glerkúlum og kalkseti, ásamt klumpum af seti. Sennilega er þessi eining ntynduð sem eðjustraumur á hafsbotn- inum. Þriðja einingin er einn sentimetri á þykkt, rauðbrún og blanda af smektíti og kalki, en í henni er iridíum í mjög miklum mæli og svo einnig smáir kvarskristallar. Þetta eru leifar af fína rykinu sem féll síðast til jarðar, sennilega mánuðum eða jafnvel árum eftir að loftsteinaáreksturinn átti sér stað. En hvernig geta I til 8 mm stórar glerkúlur í neðstu einingunni borist til Haítí, allt að eitt þúsund kílómetra leið frá Chicxulubgígnum í Yukatán? Gjóska frá stærstu sprengigosum dreifist með vindi, aðallega í neðri hluta heiðhvolfs (í 10-30 km hæð), og fellur gjóska af eins 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.