Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 2

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 2
2 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Verð á mann í tvíbýli: 124.900kr. Borgarferð 12.–19. júlí 2009 Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting á 3* Hotel Mercure Montmartre ásamt morgunverðarhlaðborði.F í t o n / S Í A Hin óviðjafnanlega París Fleiri dagsetningar og nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 SAMFÉLAGIÐ Tíu manna hópur á höf- uðborgarsvæðinu hefur tekið sig saman og býður þeim sem á þurfa að halda ókeypis aðstoð. Um er að ræða innkaup, gluggaþvott, reið- hjólaviðgerðir, garðahreinsun, mat- reiðslu og fataviðgerðir. „Við ætlum þessa aðstoð fyrir þá sem þurfa á henni að halda,“ segir Vigdís Linda Jack sjúkraliði, ein úr hópnum. „Okkur langaði til að gera eitthvað gott í þessu þjóðfélagi og bæta Ísland,“ svarar hún spurð um ástæður sjálfboðavinnunnar. „Við ákváðum að gera þetta á hverjum sunnudegi út júní og vorum alveg á haus í verkefnum síðastliðinn sunnudag. Næstkomandi sunnu- dag förum við aftur á stúfana og mér sýnist við einkum verða að þvo glugga og taka til í görðum.“ Vigdís Linda segir að hópurinn hyggist einnig bjóða upp á ókeypis námskeið á næstunni. „Þar verður kennd spænska, enska, garðyrkja, matreiðsla og fleira,“ útskýrir hún. Verið er að skipuleggja umrædd námskeið og gert er ráð fyrir að þau verði í ágúst. „Hjálparstarfið er mjög skemmti- legt og gefandi og fólk er mjög þakklátt,“ segir Vigdís Linda. „Það er einkum eldra fólk sem biður um aðstoð vegna þess að það getur ekki gert hlutina sjálft.“ - jss SJÁLFBOÐALIÐARNIR Hluti hópsins sem býður þeim sem á þurfa að halda hjálp án endurgjalds. Tíu manna hópur vill láta gott af sér leiða í samfélaginu: Aðstoða fólk án endurgjalds Ómar, var ekki hægt að kippa í einhverja spotta? „Nei, sá tími er liðinn.“ Vegna niðurskurðar verður Brúðubíllinn ekki með sýningar á gæsluvöllum í Kópa- vogi í sumar líkt og undanfarin ár. Ómar Stefánsson er í bæjarstjórn Kópavogs. SAMGÖNGUR Erfiðlega gengur að finna ferju sem gæti leyst Herjólf af þegar hann verður settur í slipp í byrjun september næstkomandi. Eistneska ferjan St. Ola sem hlaup- ið hefur í Herjólfs skarð síðustu ár er ekki til taks að þessu sinni. Ráðgert er að viðgerðin taki tvær vikur en Elliði Vignisson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjabæ, segir að af fenginni reynslu megi búast við því að Herjólfur verði frá í þrjár til fjórar vikur. Kristján Möller samgönguráð- herra segir að vel komi til greina að fá ferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð í afleysingarnar. Ell- iði segir þann kost ekki koma til greina af hálfu Eyjamanna. „Ég gerði ráðherra grein fyrir því að við yrðum að gera kröfu um skip sem væri sambærilegt við Herj- ólf í flutningagetu enda annar það skip vart þörfinni í dag,“ segir Ell- iði. „Minna skip með lakari þjón- ustu kæmi því ekki til greina af okkar hálfu. Baldur kann að vera ágætis skip en ég þekki ekki hvort það hefur haffærni á siglingaleið- inni milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja en sú siglingaleið er ein sú erfiðasta í heimi.“ Herjólf- ur tekur um 500 manns og 60 bíla en Baldur aðeins 45 bíla og 350 far- þega. „Hafa þarf hugfast að í Vest- mannaeyjum búa nú tæplega 4.200 manns,“ segir Elliði. „Atvinnulíf- ið og samfélagsgerðin er þannig að þörfin fyrir greiðar samgöng- ur er á fáum stöðum meiri en hér. Fyrirtækin þurfa að koma hundr- uðum tonna af vörum og hráefn- um til og frá Eyjum í hverri viku auk þess sem þúsundir bæjarbúa og gesta nota skipið í hverri viku. Okkar krafa er sú að það skip sem leysir Herjólf af sé sambærilegt við Herjólf. Við erum tilbúin til að vera ríkinu innan handar við að finna slíkt skip ef leit þeirra geng- ur illa.“ Kristján segir ástandið hins vegar vera þannig að Eyja- menn verði kannski að gera sér Baldur að góðu. „Svo er mikilvægt að undirbúa allt vel þannig að skipið verði ekki lengur en tvær vikur í slipp. Á þess- um tíma verður einnig mesti ferða- mannatíminn genginn yfir. Svo mega Eyjamenn ekki gleyma af hverju er verið að þessu, það er til dæmis verið að gera breytingar á Herjólfi svo að hann geti komið að bryggju í Landeyjahöfn sem verður stór samgöngubót fyrir Eyjamenn og landsmenn alla.“ jse@frettabladid.is Finna ekki skip í staðinn fyrir Herjólf Afleysingaskip Herjólfs verður ekki til taks þegar hann fer í slipp í september í allt að mánuð. Rætt hefur verið um að Breiðafjarðarferjan Baldur leysi Herjólf af en hún er töluvert minni. Eyjamenn taka þann möguleika ekki í mál. HERJÓLFUR Í ÓLGUSJÓ Þarna er Herjólfur í ólgusjó en það gæti orðið erfitt fyrir Eyja- menn að stíga ölduna þegar Herjólfur fer á þurrt í september. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON ELLIÐI VIGNISSONKRISTJÁN MÖLLER BANKAHRUN Gögn um niðurfell- ingu á persónulegum ábyrgðum lykilstarfsmanna Kaupþings töfð- ust mánuðum saman á leiðinni frá embætti ríkissaksóknara til sér- staks saksóknara. Valtýr Sigurðsson ríkissaksókn- ari segir að þetta megi meðal ann- ars rekja til þess að tafir urðu á stofnun embættis sérstaks saksókn- ara, en bendir um leið á að þriggja mánaða töf sé ekki mikið, miðað við það sem gengur og gerist, jafnvel í nauðgunarmálum. „Eitt af fyrstu verkum sérstaks saksóknara var að sækja banka- málin til mín og þar á meðal þetta mál. Síðan spyrst kærandi fyrir um málið í maí og þá kemur í ljós að starfsmenn sér- staks saksókn- ara finna þetta ekki hjá sér. Þá var þeim sent afrit,“ segir Val- týr. Ha nn hafi ákveðið í byrj- un nóvember að aðhafast ekki í málum tengdum bankahruninu og tilkynnt dóms- málaráðuneyti að hann biði skip- unar sérstaks saksóknara. Málið hafi komið til hans í lok nóvember, en stofnun embættis sérstaks sak- sóknara dregist fram í janúar. Málið hefur komist í hámæli þar sem sonur Valtýs, Sigurður, er fram- kvæmdastjóri Exista, aðaleiganda gamla Kaupþings. Dómsmálaráðherra íhugar víst að biðja um skýrslu um þessa töf. „Ég hlýt að fagna því að ráðherra hefur áhuga á töfinni, því ég hef bent á að ég hafi ekki aðstöðu til að fylgja eftir málshraðareglum í þeim málum sem ég legg mesta áherslu á, ofbeldis- og kynferðisbrotamálum. Þau mál eru jafnvel mæld í árum. Það væri því kærkomin stefnubreyt- ing ef stjórnvöld sýndu áhuga á að halda uppi eðlilegum málshraða og forgangsraða,“ segir Valtýr. - kóþ Ríkissaksóknari fagnar áhuga stjórnvalda á eðlilegum málshraða: Kaupþingsgögnin voru sótt í vetur VALTÝR SIGURÐSSON UTANRÍKISMÁL Hryðjuverkalögun- um bresku verður aflétt af Lands- bankanum eftir helgi, í kjölfar samninga Íslendinga og Breta um Icesave. Bresk stjórnvöld hafa tilkynnt um það formlega, eftir ákvörðun þingsins ytra. Breska ríkisstjórn- in ákvað að frysta eignir Landsbank- ans þar í landi tveimur dögum eftir setningu neyðarlaganna á Íslandi, eða 8. október síðastlið- inn. Lögunum hafði áður verið beitt gegn ríkjum á borð við Norður-Kóreu og samtök eins og al-Kaída. Tilkynnt hefur verið um að lög- unum verði aflétt, þótt Alþingi eigi eftir að samþykkja ríkis- ábyrgð vegna Icesave-lánsins. - sh Landsbankinn senn frjáls: Hryðjuverka- lögunum aflétt UPPGRÆÐSLA Við Flugvallarveg í Reykjavík er nýhafin tilraun til uppgræðslu með gömlum síma- skrám. Það eru fyrirtækin Já, sem gefur út Símaskrána, Flögur og Sáning sem standa saman að tilrauninni. Tilraunin fer þannig fram að blandað er saman grasfræi, áburði og tættum blöðum úr Símaskránni. Þessu er hrært út í vatn í sérbúinni sáningarvél, sem síðan er notuð til að sprauta blöndunni á jörðina. Móttökugámar fyrir eldri símaskrár eru á bensínstöðv- um Skeljungs og Olís á höfuð- borgarsvæðinu og hjá Símanum við Ármúla. Á landsbyggðinni er tekið við eldri skrám á öllum afgreiðslustöðum Póstsins. - kg Nýtt tilraunaverkefni: Græða með símaskrám UMHVERFISMÁL Milli fimmtíu og hundrað dauðir fiskar fundust í Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi. Óvíst er hvað olli dauða þeirra en Guðni Guðbergsson fiskifræð- ingur telur líkur á því að banvæn efni hafi borist í ána. „Hvað það er vitum við ekki en það eru stútar við ána þar sem rennur út í hana. Einn er undir Áhaldahússvegi og það voru engir dauðir fiskar fyrir ofan hann,“ segir Guðni. Stútur þessi er nálægt dælu- stöð Orkuveitunnar en Guðni sá engin merki um að það kæmi málinu við, þó ekki væri það úti- lokað. - kóþ Efni hafi komist í ána: Dauðir fiskar finnast í Varmá MÓTMÆLI Hópur Kjalnesinga mót- mælti við Vesturlandsveg í gær og krafðist bætts umferðarör- yggis á nesinu. Mótmælendurnir hægðu á umferðinni, svo um tíma tók það ferðalanga allt upp undir klukkustund að komast frá Esju- rótum að Hvalfjarðargöngunum. Kjalnesingarnir komu sér fyrir við vegkantinn og héldu á skiltum þar sem kröfur þeirra stóðu skýr- um stöfum. Meðal þeirra sem fastir voru í umferðinni voru fulltrúar í sam- göngunefnd Alþingis, á leiðinni á fund í Klébergsskóla. Mótmælin stóðu frá klukkan fimm síðdegis til rúmlega átta. - sh Kjalnesingar vilja úrbætur: Mótmælendur töfðu umferð FRÁ VARMÁ Í GÆR Hér sést Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins, skoða illa farinn fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÓPAVOGUR Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi geta ekki komið sér saman um það hver þeirra á að taka við sem bæjarstjóri. Þetta var fullyrt í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Framsóknarmenn hafa krafist þess að Gunnar Birgisson víki eigi samstarf flokkanna að halda áfram. Gunnar mun hafa boðist til þess að stíga til hliðar. Gunn- steinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson, munu nú bítast um stól- inn. Fulltrúaráð flokksins fundar á mánudag um málið. - sh Bæjarstjóraskipti fyrirhuguð: Bitist um völdin í Kópavogsbæ SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.