Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 10

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 10
10 13. júní 2009 LAUGARDAGUR KÆLA SIG NIÐUR Gestir á tónlistarhá- tíðinni Bonnaroo í Tennessee í Banda- ríkjunum kældu sig niður í gosbrunn- um í gær. Fjöldinn allur af þekktum tónlistarmönnum spila á hátíðinni sem stendur fram á morgundaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Mestir möguleikar til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda liggja í sjávarútvegi, án tillits til kostnaðar. Talið er að tæknilega sé hægt að draga úr útstreymi vegna fiskimjölsframleiðslu um 100 prósent með raf- væðingu og draga úr útstreymi fiskiflota lands- ins um 75 prósent með aukinni notkun lífelds- neytis og orkusparnaðar. Þetta kemur fram í aðgerðaskýrslu sérfræðinganefndar á vegum umhverfisráðuneytisins, sem birt var í gær. „Algjörlega óraunhæft er að fara í þessar aðgerðir nema verð á lífeldsneyti verði lægra en verð á olíu,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Friðrik segir lofts- lagsnefnd sjávarútvegsins hafa sett fram til- lögu um hvernig hægt sé að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda síðasta haust. Þar er stefnt að því að dregið verði úr útstreymi um 20 prósent fyrir árið 2020. Í ljósi breyttra aðstæðna þurfi hins vegar að endurmeta þá skýrslu. Í skýrslu sérfræðinganefndar umhverf- isráðuneytisins eru raktir allir tæknilegir möguleikar sem koma til greina til að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda. „Ef ráðist yrði í þær allar komumst við 52 prósentum fyrir neðan grunnspá ársins 2020,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formað- ur nefndarinnar. Hún segir að um sé að ræða tæknilega mögulegar aðgerðir, án tillits til kostnaðar. Ekki er þó talið mögulegt að ná fram mikilli minnkun á losun frá stóriðju. Ástæðuna segir Brynhildur þá að erfitt sé að ná fram frekari minnkun í losun stóriðju. Álverin hafi staðið sig vel í að draga úr losun PFC-efna. „Notkun rafskauta í álverum hleypir hins vegar gríð- arlegu magni gróðurhúsalofttegunda út í and- rúmsloftið og kolefnislaus rafskaut verða ekki komin á markað fyrir árið 2020,“ segir Bryn- hildur. Tillögurnar felast margar í að binda gróður- húsalofttegundir með endurheimtingu votlend- is, fara í skógrækt og landgræðslu. Í aðgerðum um samgöngumál er lagt til að ráðist verði í að styrkja almenningssamgöngur og nota spar- neytnari bifreiðar. „Þetta snýst um að breyta hegðun samfé- lagsins,“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverf- isráðherra. Hún segir að settur verði í gang aðgerðahópur sem vinna á tillögur á grund- velli þessarar skýrslu. Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 15 prósent fram til ársins 2020. Í samstarfsyf- irlýsingu hennar kemur jafnframt fram að minnka skuli losun gróðurhúsalofttegunda um 50 til 75 prósent til ársins 2050. - vsp Mestir möguleikar til að draga úr notkun gróðurhúsalofttegunda eru í sjávarútvegi samkvæmt skýrslu: Snýst um að breyta hegðun samfélagsins SKIP Framkvæmdastjóri LÍÚ segir aðgerðirnar sem sérfræðinganefnd hafi lagt til algjörlega óraunhæfar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SKIPULAGSMÁL Hugmyndasam- keppni um framtíðarskipu- lag gamla hafnarsvæðisins í Reykjavík var formlega opnuð um síðustu helgi. Heildarverð- laun nema fjórtán milljónum króna. Markmið keppninnar er að draga fram hugmyndir sem sameina mismunandi þætti, meðal annars gömlu höfnina sem hluta miðbæjarins, vernd- un sögu og minja og hugsan- legar landfyllingar og íbúðar- byggð. Samkeppnin er opin fagaðil- um, sem skila inn hefðbundn- um heildstæðum skipulagshug- myndum, og almenningi sem getur skilað inn hugmyndum og ábendingum með ýmsu sniði. Skilafrestur tillagna til keppninnar er til 6. október. Nánari upplýsingar er að finna á faxafloahafnir.is. - kg Samkeppni um hafnarsvæði: Opin fagaðilum og almenningi HEILBRIGÐISMÁL Fjórða tilfelli svínainflúensunnar svokölluðu A(H1N1) hefur greinst á Íslandi. Þar á í hlut kona á miðjum aldri. Allt bendir til þess að hún hafi smitast af hjónum sem komu hingað frá Bandaríkjunum 3. júní síðastliðinn, að því er segir í til- kynningu frá sóttvarnalækni og Almannavörnum. Hjónin greind- ust bæði með veikina. Þetta síðasta tilfelli má því rekja til smits hér innanlands, en þeir þrír sem áður höfðu greinst með inflúensuna hérlend- is smituðust allir í Bandaríkjun- um og veiktust eftir komuna til Íslands. Fulltrúar sóttvarnalæknis, almannavarnadeildar ríkislög- reglustjóra, heilbrigðisráðuneyt- is og dómsmálaráðuneytis ræddu stöðu mála á fundi í gærmorgun. Í ljósi þess að Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin - WHO hefur lýst yfir heimsfaraldri, og þar með fært sig upp á neyðarstig, gild- ir það sama hérlendis, eðli máls samkvæmt. Þrátt fyrir það var ákveðið að vinna áfram sam- kvæmt hættustigi viðbragðs- áætlunar hérlendis í ljósi þess að veikin er yfirleitt væg, bæði erlendis og hér. Er þetta einnig í samræmi við skilning WHO. - jss Fjórða tilfellið af svínaflensu hefur greinst hér á landi: Flensan smitast milli manna SVÍNAFLENSAN Vænar birgðir af lyfjum sem gagnast í heimsfaraldri inflúensu eru til hér á landi. DÓMSTÓLAR Kona á fertugsaldri hefur verið dæmd í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Hún stal ýmsum varningi úr Bónus að verðmæti á nítjánda þúsund krónur. Úr Lyfju stal hún snyrtivörum fyrir rúmlega þrjú þúsund krónur. Konunni hefur í nokkur skipti verið gerð refsing vegna umferðarlagabrota og fíkniefna- brota. Í október var hún dæmd í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fleiri brot. Hún rauf nú skilorð vegna þess dóms. Skilorðshlutinn var tekinn upp og dæmdur aftur með brotunum nú. - jss Kona á fertugsaldri: Fjórir mánuðir fyrir þjófnað

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.