Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 16

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 16
16 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 37 Velta: 58 milljónir OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 266 -1,41% 735 -0,80% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI +0,41% MESTA LÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ -30,0% BAKKAVÖR -5,56% ATLANTIC PETROL. -2,91% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 4,20 +0,00% ... Atlantic Airways 164,00 -1,80% ... Atlantic Petroleum 500,00 -2,91% ... Bakkavör 1,02 -5,56% ... Eik Banki 89,00 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,70 -30,00% ... Føroya Banki 123,00 +0,41% ... Icelandair Group 4,60 +0,00% ... Marel Food Systems 53,00 -1,85% ... Össur 111,00 -0,89% Fjármálaeftirlitið birtir á mánu- dag ákvörðun sína um hversu lang- an frest stjórnvöld, skilanefndir og kröfuhafar gömlu bankanna fá til þess að ljúka uppgjöri vegna til- færslu eigna milli nýju og gömlu bankanna. Stefnt hefur verið að því að ljúka uppgjörinu fyrir mánaðamót, en fjármálaráðuneytið á í viðræðum við skilanefndir bankanna og ráð- gefandi fyrirtæki Morgan Stan- ley og Hawkpoint. Á vettvangi kröfuhafa og skilanefnda stendur yfir áreiðanleikakönnun á verð- mati eigna bankanna sem Pric- eWaterhouseCoopers (PWC) innti af hendi, en samkvæmt heimildum blaðsins er búist við að sú vinna haldi áfram út næstu viku. Í punktum af fundi skilanefndar Kaupþings með fulltrúum kröfu- hafa sem birtir hafa verið á vef nefndarinnar kemur fram að í virðismatsskýrslu PWC sé stað- fest að færðar hafi verið yfir til nýju bankanna eignir sem betur hefðu átt heima í þrotabúum gömlu bankanna. Fyrr á árinu var upp- lýst að eignir hefðu í einhverjum tilvikum verið færðar aftur yfir í þrotabú gömlu bankanna, en á þeim tíma óttuðust sumir kröfu- hafar að verið væri að skila verð- lausum eignum. Í punktum skilanefndar Kaup- þings kemur fram að farið verði yfir allar færslur sem tengist slík- um eignum sem ekki hefði átt að flytja yfir og uppgjör leiðrétt á milli bankanna, en Fjármálaeft- irlitið eigi eftir að staðfesta leið- réttingarnar. - óká Tímaáætlun vegna uppgjörs við gömlu bankana á að vera ljós eftir helgina: Farið verður yfir tekjur af eignum sem átti ekki að færa Í SAL KAUPÞINGS Finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri hefur sagt áríðandi að ljúka uppgjöri nýju og gömlu bankanna. Hann flytur hér erindi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Föroya Banki og Eik Banki, umsvifamestu bankar Færeyja, hafa tekið yfir stjórn færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Pet- roleum. Þetta fullyrðir danska dagblaðið Berlingske Tidende. Hlutabréf fyrirtækjanna þriggja eru skráð hér og í Danmörku. Í blaðinu segir að bankarnir hafi gert tilkall til stjórnarsetu og stjórnarformannsstóls eftir að þeir framlengdu gjalddaga í byrjun vik- unnar á brúarláni olíuleitarfélags- ins til loka næsta árs. Þá geti fyr- irtækið hvorki hreyft legg né lið án samþykkis stjórnarmanna frá bönkunum og lúti því í raun stjórn þeirra. - jab Stóru bankarn- ir stýra olíuleit Gengislækkun krónunnar undanfarið má að hluta rekja til vaxtalækkana Seðlabankans, en stór áhrifavaldur er skortur á skýrum áætlunum nýrrar ríkistjórnar, meðal annars í fjármálum hins opinbera. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Viðskiptaráðs Íslands. Bent er á að gengi krónunnar standi nú í ríflega 230 stigum, á svipuðum slóðum og hún hafi verið áður en gjaldeyrishöft voru sett á. „Nú virðist ljóst að höftin ein og sér duga ekki til að stemma stigu við áframhald- andi gengisveikingu og skapa því ekki for- sendur fyrir styrkingu krónunnar. Þetta er í samræmi við viðvaranir Viðskiptaráðs, en ráðið hefur ítrekað bent á að höft væru ein- ungis skammtímalausn sem kæmi ekki í stað stefnumarkandi aðgerða og nýrrar framtíð- arsýnar af hálfu stjórnvalda,“ segir í frétta- bréfinu. Áréttuð er nauðsyn þess að ný ríkisstjórn leggi fram raunhæfa og trúverðuga áætlun í ríkisfjármálum eins fljótt og kostur sé. „Slík áætlun er ómissandi liður í að skapa framtíð- arsýn hér á landi og þannig endurheimta trú- verðugleika hagkerfisins,“ segir Viðskipta- ráð. - óká Á FUNDI Í MARS Fyrr á árinu hélt Viðskiptaráð morg- unverðarfund undir yfirskriftinni „Sjálfstæð mynd í fjármálakreppu“. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Höftin duga ekki ein og sér Gengi krónunnar styrktist um 1,07 prósent á millibankamarkaði í gær og endaði gengisvísitalan í 231,7 stigum. Vísitalan var í gær á svip- uðum slóðum og á mánudag eftir snarpan kúf um miðja vikuna. Hæst fór vísitalan yfir 236 stig innan dags á miðvikudag og ekki varð ljóst fyrr en í gær að ótti manna um frekari veikingu krón- unnar vegna gjalddaga á ríkisbréf- um í gær hefði verið ástæðulaus í bili. Velta með krónur á millibanka- markaði var um þrefalt meiri en á venjulegum degi og skýrist að hluta af ívið meiri inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismark- aði í því augnamiði að styðja við krónuna. Vaxtagreiðsla ríkisbréfanna á gjalddaganum nam um þremur milljörðum króna, sem búist er við að fari fljótlega úr landi. Hert eft- irfylgni Seðlabankans með gjald- eyrishöftunum gerir það hins vegar að verkum að fjárfestar þurfa að sýna fram á að þeir hafi átt ríkisbréfin í ár áður en hægt er að senda fjármagnið utan. Slíkt gæti tekið nokkra daga. - jab Varði krónuna falli SEÐLABANKINN Krónan styrktist í dag og er hún nú á svipuðu gengi og á mánudag eftir gengiskúf um miðja vikuna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Rekstrarhagnaður bresku matvöru- keðjunnar Iceland nam 112 milljón- um punda, jafnvirði 23 milljarða króna, á síðasta ári. Breska leik- fangaverslunin Hamleys tapaði hins vegar 2,7 milljónum punda, jafnvirði 570 milljóna króna, á sama tíma. Afkomutölur verslananna voru birtar í gær. Þær voru að stærst- um hluta í eigu BG Holding, dótt- urfyrirtækis Baugs í Bretlandi. Skilanefnd Landsbankans tók hlut- ina yfir. Velta jókst hjá báðum verslun- unum þrátt fyrir kreppu um nær allan heim. Iceland-keðjan, sem selur frysta matvöru á lágu verði, blómstrar í kreppu og hefur verið kölluð gullnáma eigenda sinna. Sala jókst um sextán prósent sem er fjórða árið í röð sem salan eykst, að sögn breska blaðsins RetailWeek. Skilanefnd Landsbankans hefur stýrt hlutum Baugs í verslununum síðan hún tók þá yfir í byrjun febrú- ar. - jab STOLTUR FORSTJÓRI Macolm Walker, forstjóri Iceland-keðjunnar, kannast ekki við kreppu í samtali við RetailWeek í gær. Velta verslunarinnar jókst um sextán prósent í fyrra. Hagur fyrrum Baugsbúða vænkast GAMLA GENGIÐ! Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is VERÐDÆMI GENGI €170 kr. TILBOÐSVERÐ €117 kr. Wilk S3 395TK 3.700.000 2.900.000 TEC 510TDF 4.870.000 3.860.000 Puccini 540E 5.880.000 4.390.000 Joint Z460 8.900.000 7.890.000 Eigum til örfá hjólhýsi og húsbíl frá því í vetur á gamla genginu! Nánari upplýsingar um tilboð á www.seglagerdin.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.