Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 17
LAUGARDAGUR 13. júní 2009 17 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur upp- fært hagvaxtarspá sína fyrir næsta ár og reiknar nú með 2,4 prósenta hagvexti á heims- vísu í stað 1,9 prósenta. Sjóðurinn gefur út heildarspána fyrir fund átta umsvifamestu iðnríkja heims, sem hald- inn verður í ítölsku borginni L’Aquila í júlí. Borgin komst í heimsfréttirnar í apríl þegar jarðskjálftar jöfnuðu heimili sextíu þúsund íbúa hennar við jörðu. Væntingar AGS eru þvert á spá Alþjóða- bankans frá í fyrradag en hann telur samdrátt á heimsvísu munu liggja nær þremur prósent- um en þeim 1,7 prósentum sem hann reiknaði með í spá sinni í mars. Mun fjármálakreppan hafa dregið svo mjög úr fjárfestingum og brennt upp svo mikið fjár- magn innan hinna þróaðri hagkerfa að ólíklegt sé að þau nái sér á næstu misserum. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir mismuninn skýrast af því að AGS og Alþjóðabankinn mæli mismunandi hagvísa. Blaðið bendir á að fjármálaskýrendur telji verstu hremmingarnar í alþjóðlegu efnahags- lífi yfirstaðnar og vænta megi betri tíðar á næsta ári. Bloomberg-fréttaveitan bætir því við að japanska Nikkei-hlutabréfavísital- an hafi endað í 10.135 stigum í gærmorgun auk þess sem væntingar neytenda hafi auk- ist nokkuð í Bandaríkjunum. Það glæði vonir manna um að versta efnahagskreppa í manna minnum sé í rénun. Japanska vísitalan hefur verið á góðu skriði síðan í mars og hafði í gær ekki verið hærri síðan í byrjun október í fyrra, þegar fjármála- markaðir voru að fara á hliðina í kjölfar gjald- þrots bandaríska fjárfestingarbankans Leh- man Brothers. Haft er eftir japönskum sérfræðingum að talsverðrar bjartsýni gæti á asískum mörkuð- um um þessar mundir, ekki síst í kjölfar birt- ingar hagtalna í Japan og Kína sem voru ívið betri en almennt hafði verið búist við. - jab FRAMKVÆMDASTJÓRI AGS Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnni en fyrir tveimur mánuðum á horfur í efnahagslífi þjóðanna á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP AGS spáir betri tíð í uppfærðri hagvaxtarspá Eignarhaldsfélagið NP Hotels tap- aði 22 milljónum danskra króna, jafnvirði hálfs milljarðs króna, á síðasta ári. Eiginfjárstaða félags- ins er neikvæð um þrjá milljón- ir danskra króna og hefur verið gefið út að lánardrottnar muni breyta hluta lána í hlutafé. NP Hotels er dótturfélags Nordic Partners. Það keypti dönsku hótelin D‘Angleterre og Kong Fredrik auk veitingastað- anna Copenhagen Corner og Le Coq Rouge í september 2007 en fyrsta hótelið hefur um áratuga- skeið verið kallað eitt djásna Kaupmannahafnar. Danski netmiðillinn Busin- ess.dk segir í gær tapið tilkomið vegna minni tekna og auk- ins kostnaðar. Þá hafi félagið afskrifað viðskiptavild sína. Le Coq Rouge hefur nú verið lokað og rekstur Hotel Front verið leigður út. Ekki náðist í Jón Þór Hjalta- son, stjórnarformann NP Hotels, þegar eftir því var leitað í gær. - jab Hálfur milljarður í tap í fyrra: Nordic Partners tapar á hótelum HÓTEL D‘ANGLETERRE Félag í eigu Nord- ic Partners er sagt hafa tapað hálfum milljarði á dönskum hótelum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.