Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 22
22 13. júní 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Björn Þorláksson skrifar um spillingu Við lifum öll í spilltum heimi sem gefur engum grið, þar sem samvizka er engin til og lítil von um frið. Svo ortu Óðmenn í kringum 1970 og nú fjörutíu árum síðar virð- ast tök spillingarinnar vera fast- ari í íslensku þjóðlífi en nokkru sinni. Tími þjóðaruppgjörs er enda framundan, efnahagsleg og réttarfarsleg ögurstund vofir yfir okkur, þar sem Icesave-málið fyll- ir okkur hvað mestum áhyggjum. Ýmsir fárast yfir óbilgirni Breta og Hollendinga en þótt það sé ömurlegt afspurnar þá ættu hinir sömu kannski að hafa í huga að það eru ekki Bretar sem eru glæpa- mennirnir í málinu, það er ekki glæpur að kunna að gera góðan samning við taugaveiklaða smá- þjóð – nei , það erum við Íslending- arnir sem erum glæpamennirnir og við höfum lengi tíðkað glæpa- mennsku. Við skulum ekki þykjast skinheilög í þeim efnum. Sú er ein ástæða þess að höf- uðglæpamennirnir, útrásarvík- ingarnir íslensku, hafa fengið silkimeðferð hjá íslenskum yfir- völdum frá fyrstu stundu í stað þess að komið væri fram við þá af fullri hörku eins og eðlilegt hefði verið. Hvers vegna var ekki hjólað í þá? Kannski vegna þess að allir til þess bærir Íslendingar, ráða- menn ekki síður en aðrir, eru sjálf- ir bófar og bófar koma fram við aðra bófa eins og þeir vilja sjálfir láta koma fram við sig ef upp um þá kemst í einu svindli eða öðru. Gleymum því ekki að hér hefur verið þjóðaríþrótt að svíkja kerf- ið, spæla ríkið, skara eld að eigin köku og fjölskyldunnar – skítt með alla hina. Hér hefur ríkið alltaf verið í hlutverki óvinarins, ein- hverra hluta vegna, og sú er kannski ein helsta ástæða þess að svo fór sem fór. Að allt hrundi um síðir. Á Íslandi kenna feður sonum sínum og dætrum að svíkja undan skatti. Í Skandinavíu neyðast embættis- menn til að segja af sér ef þeir borga barnapíunni svart. Á Íslandi segja þeir sem til þekkja að lögin um fæðingaror- lofssjóð séu þverbrotin. Að þar vinni margir orlofsþegar án þess að gefa tekjur sínar upp, á sama tíma og þeir þiggja ríkisorlof- ið eins og þeim sé „borgað fyrir það“. Þá eru gildar vísbendingar um að nýleg löggjöf um atvinnuleys- isbætur sé gróflega misnotuð og mætti svo lengi telja. Andartaks skammtíma ávinn- ingur íslenska einherjans hefur alltaf verið metinn mikilvæg- ari en langtíma þjóðarheill. Þess vegna hrundu bankarnir. Þess vegna sitjum við uppi með Icesa- ve. Þess vegna er íslenska þjóðar- skútan að sökkva í fen spillingar og glæpa – ekki ósvipað og hjá Rómverjum til forna. Munurinn er helstur sá að hér stunda menn glæpi sína í leiðindaveðri en á Ítalíu ekki. Hvorki nú né þá. Og þess vegna gleðjast sum okkar vegna Icesave þrátt fyrir allar skuggahliðarnar. Sum okkar gleðjast vegna þess að illu hefur verið á frest skotið. Í heil sjö ár. Sem er eilífð fyrir þann sem hugs- ar bara um verk dagsins í dag en hirðir ekki um afleiðingarnar. Allt frá þeim tíma sem norsk- ir afbrotamenn námu land hér á níundu öldinni er ljóst að sakamannablóð hefur runnið í æðum Íslend- inga. Það skýrir að hluta til sérstaka aðdáun þjóð- arinnar á vígum og vík- ingum. Þá hafa útlagar – útilegumenn – alltaf notið sérstakrar virðingar hér á landi. Íslendingar hafa aldrei verið prinsippmenn. Þeir eru tækifærissinnar sem láta fyrri skuldbindingar sínar lönd og leið ef þeim birtist nýtt tækifæri. Glöggt dæmi um það er sá skuggi sem hvílir á stofnun lýðveldisins árið 1944, þegar við unnum „frels- issigur“ með því að sparka í Dani liggjandi. Nú blasir við að næstu áratugi verða Íslendingar að finna sér aðra tómstundaiðju en þá að safna peningum eða eyða þeim. Kannski væri vit í að nota þann tíma sem annars hefði farið í það til að grípa ekki bara í spil með börnunum okkar og kynnast þeim lítillega heldur stofna í leiðinni til siðbótar þar sem heiðarleikinn verður end- urreistur. Óvarlegt er að krefj- ast þess að stjórnmálamennirn- ir okkar eða viðskiptamennirnir fari fremstir í flokki hinna heið- arlegu. Siðbótin verður að byrja innan veggja heimilanna. Við þurfum að hætta að svíkja undan skatti, við þurfum að hætta að ljúga, pretta og stela. Það mun taka tíma að lyfta nýjum gildum á loft en því fyrr sem við byrjum þá vinnu því betra. Það er eftir nokkru að slægjast fyrir okkur öll, því það hefur komið á daginn að óheiðarleiki leiðir til hruns og hörmunga. Það ætti okkur að vera ljóst nú í eitt skipti fyrir öll. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Í spilltum heimi UMRÆÐAN Sunna Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Kristj- án Valgeir Þórarinsson skrifa um kjör námsmanna Við stöndum í dag frammi fyrir miklum breytingum á íslensku samfélagi. Niðurskurðarhníf- urinn er uppi sem og almenn- ar hækkanir á neysluvörum. Atvinnulausum fer fjölgandi og má leiða að því líkur að marg- ir hyggi á nám þar sem ekki er næga atvinnu að hafa en nú þegar stunda tæplega tuttugu þúsund manns háskólanám. Í dag eru atvinnuleysisbæt- ur 149.523 krónur á mánuði. Hámarksframfærsla til náms- manna er aftur á móti 100.600 krónur á mánuði. Gagnlegt væri að fá útreikninga á því hvern- ig námsmaður á leigumarkaði á að geta lifað af á þessum náms- lánum. Hvernig stendur á því að framfærslulán námsmanna eru lægri en lágmarksatvinnuleys- isbætur? Er markmiðið að hvetja einstaklinga til að fara á atvinnu- leysisbætur í stað þess að fara í frekara nám? Vonandi gera sér allir grein fyrir að öflugt menntakerfi er fjárfesting samfélagsins í ung- viði landsins, sem skapar sam- félaginu auð í framtíðinni, eða eins og sakir standa, borgar til baka skuldir Íslands um ókom- in ár. Það er nefnilega þannig að sú kynslóð sem mun borga til baka skuldir íslensku þjóðar- innar er nú við nám eða stefnir á nám. Hvernig ætlum við að koma okkur út úr þessum erfiðleikum, ef fólk hefur ekki lengur efni á að stunda nám? Það hefur sjaldan verið jafn brýnt að Lánasjóður íslenskra námsmanna standi undir sínu hlutverki, það er að tryggja íslenskum námsmönnum tæki- færi til að stunda nám án tillits til efnahags. Námslán eru verð- tryggð og því endurgreidd með verðbótum þegar námi er lokið. Atvinnuleysisbætur eru beinn kostnaður ríkisins, sem það fær að litlu eða engu leyti til baka. Það segir sig sjálft að það er betra að fólk mennti sig en að það sitji heima án atvinnu. Það hlýtur því að liggja í augum uppi að bæta þarf kjör námsmanna en ekki skerða þau. Í viðtali við Katrínu Jakobsdótt- ur menntamálaráðherra 9. júní kom fram að hægt væri að skoða þann möguleika að flytja fjár- muni frá atvinnuleysistrygging- arsjóði yfir til LÍN. Þetta er ein af mörgum mögulegum tilfærsl- um í kerfinu til að bæta stöðu LÍN og þar með kjör námsmanna. Við fögnum þessari tillögu mennta- málaráðherra sem skrefi í rétta átt, en betur má ef duga skal. Nú er tækifæri til að endur- skoða lánasjóðsmálin með þarf- ir lánþega og heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á góða og nána samvinnu yfirvalda við stúd- entahreyfingarnar. Þannig næst góður árangur til framtíðar sem styrkir endurreisn landsins, í stað skammtímasparnaðar í mennta- kerfinu sem hvetur fólk til að sækja um atvinnuleysisbætur frekar en að leita sér menntun- ar. Við spyrjum því, hvað ætlar nýja ríkisstjórnin að gera fyrir námsmenn? Sunna er formaður, Nanna Krist- ín varaformaður og Kristján Val- geir gjaldkeri Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Bætur betri en nám? BJÖRN ÞORLÁKSSON Blöndustöð Dimmir hratt á drauga- slóð Nánari upplýsingar um opnunartíma og sýningar í stöðvum í sumar eru á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Sýning myndlistarmannsins BASKA um örlög Reynistaðarbræðra og dulúð hálendisins verður opnuð laugardaginn 13. júní kl. 14. Hálendiskórinn undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur syngur við opnunina. Verið velkomin. Opið alla eftirmiðdaga í sumar. P IP A R • S ÍA • 9 10 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.