Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 26

Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 26
26 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Í grónum hverfum höfuð- borgarinnar má sjá hálf- kláruð hús sem stinga óneitanlega í stúf. Nágrann- ar hafa miklar áhyggjur af húsunum enda leynast hætturnar víða þegar hús standa óhreyfð svo mánuðum og árum skiptir. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir kynnti sér málið og komst að því að lóðarhafar bera alla ábyrgð. „Þetta er skelfilegt,“ segir reið- ur nágranni, um það sem eftir stendur af Granaskjóli 34 í vestur- bæ Reykjavíkur. Hún segir húsið reglulega rætt á nágrannafundi, en hún og annað heimilisfólk hafi margoft hringt í Reykjavíkurborg og kvartað undan frágangi húss- ins. Hún segist þá hafa fengið þau svör að borgin beri ekki ábyrgð á eigninni, né þeim börnum sem leika sér í rústunum, en á hennar heimili eru sex börn. „Hver ber þá ábyrgð? Eru það þá eigendurnir, ekki geta það verið nágrannarn- ir?“ Hún segir íkveikju, sprungið vatnsrör og unglingahóp nú þegar hafa valdið nágrönnum óþægind- um og hún viti ekki hvort slys þurfi til, svo svæðið verði girt af. Eig- andi hússins vildi ekki tjá sig um ástæður þess að framkvæmdir stöðvuðust þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi borgarinnar, segir að við veitingu byggingar- leyfis sé gefinn frestur frá svoköll- uðum b-degi, eða þeim degi þegar lóðin er byggingarhæf. Skulu eig- endur lóða hafa klárað grunn ári eftir b-dag, fokhelt tveimur árum síðar og fjórum árum síðar skal lóðin tilbúin. „Þessir frestir voru allir framlengdir með samþykkt borgarráðs Reykjavíkur um tvö ár vegna efnahagsástandsins, þannig að fólk hefur nú lengri tíma til að ganga frá þessum málum en það hafði áður.“ Hann segir alla ábyrgð, bæði hvað varðar öryggi annarra og verklok, á höndum lóð- arhafa. Séu eigendur farnir í gjald- þrot beri lánastofnunin ábyrgðina. „Í svona árferði eins og er núna er ekki við öðru að búast en að svona málefni gangi hægt fram.“ Hversu lengi þurfa nágrannar þá að þola hálfkláruð hús í sínum götum? „Þeir geta orðið að þola það tölu- vert lengi, því í fyrsta lagi þurfa frestirnir að líða og ef þessar eign- ir eru að skipta um hendur, þá er það ekki til að flýta málsmeðferð- inni.“ Löng bið eftir framkvæmdum Í grónum hverfum Reykjavíkur má sums staðar sjá hálfkláruð hús sem stinga í stúf. Húsin geta verið miklar slysagildrur fyrir börn og efnahags- ástandið bætir ekki úr skák. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir kynnti sér málið og komst að því að þessi ókláruðu hús gætu staðið í þessu ástandi í nokkur ár. STENDUR OG BÍÐUR Bergstaðastræti 36 var flutt með mikilli viðurhöfn í fyrra. Nú stendur það bara og bíður örlaga sinna. FRÉTTABLAÐI/VILHELM HÆTTULEGT Eins og sjá má leynast hætturnar víða þegar hálfkláruð hús eru annars vegar. Frestir til að klára húsin hafa verið framlengdir um tvö ár vegna efnahagsástandsins. SLYSAGILDRA Granaskjól 34 bakar nágrönnum sínum vandræði. Nágranni sem Fréttablaðið talaði við sagði húsið koma reglulega fyrir á nágrannafundum og menn hefðu verulegar áhyggjur af slysagildrunum sem þarna leyndust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.