Fréttablaðið - 13.06.2009, Síða 26

Fréttablaðið - 13.06.2009, Síða 26
26 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Í grónum hverfum höfuð- borgarinnar má sjá hálf- kláruð hús sem stinga óneitanlega í stúf. Nágrann- ar hafa miklar áhyggjur af húsunum enda leynast hætturnar víða þegar hús standa óhreyfð svo mánuðum og árum skiptir. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir kynnti sér málið og komst að því að lóðarhafar bera alla ábyrgð. „Þetta er skelfilegt,“ segir reið- ur nágranni, um það sem eftir stendur af Granaskjóli 34 í vestur- bæ Reykjavíkur. Hún segir húsið reglulega rætt á nágrannafundi, en hún og annað heimilisfólk hafi margoft hringt í Reykjavíkurborg og kvartað undan frágangi húss- ins. Hún segist þá hafa fengið þau svör að borgin beri ekki ábyrgð á eigninni, né þeim börnum sem leika sér í rústunum, en á hennar heimili eru sex börn. „Hver ber þá ábyrgð? Eru það þá eigendurnir, ekki geta það verið nágrannarn- ir?“ Hún segir íkveikju, sprungið vatnsrör og unglingahóp nú þegar hafa valdið nágrönnum óþægind- um og hún viti ekki hvort slys þurfi til, svo svæðið verði girt af. Eig- andi hússins vildi ekki tjá sig um ástæður þess að framkvæmdir stöðvuðust þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingarfulltrúi borgarinnar, segir að við veitingu byggingar- leyfis sé gefinn frestur frá svoköll- uðum b-degi, eða þeim degi þegar lóðin er byggingarhæf. Skulu eig- endur lóða hafa klárað grunn ári eftir b-dag, fokhelt tveimur árum síðar og fjórum árum síðar skal lóðin tilbúin. „Þessir frestir voru allir framlengdir með samþykkt borgarráðs Reykjavíkur um tvö ár vegna efnahagsástandsins, þannig að fólk hefur nú lengri tíma til að ganga frá þessum málum en það hafði áður.“ Hann segir alla ábyrgð, bæði hvað varðar öryggi annarra og verklok, á höndum lóð- arhafa. Séu eigendur farnir í gjald- þrot beri lánastofnunin ábyrgðina. „Í svona árferði eins og er núna er ekki við öðru að búast en að svona málefni gangi hægt fram.“ Hversu lengi þurfa nágrannar þá að þola hálfkláruð hús í sínum götum? „Þeir geta orðið að þola það tölu- vert lengi, því í fyrsta lagi þurfa frestirnir að líða og ef þessar eign- ir eru að skipta um hendur, þá er það ekki til að flýta málsmeðferð- inni.“ Löng bið eftir framkvæmdum Í grónum hverfum Reykjavíkur má sums staðar sjá hálfkláruð hús sem stinga í stúf. Húsin geta verið miklar slysagildrur fyrir börn og efnahags- ástandið bætir ekki úr skák. Kolbrún Björt Sigfúsdóttir kynnti sér málið og komst að því að þessi ókláruðu hús gætu staðið í þessu ástandi í nokkur ár. STENDUR OG BÍÐUR Bergstaðastræti 36 var flutt með mikilli viðurhöfn í fyrra. Nú stendur það bara og bíður örlaga sinna. FRÉTTABLAÐI/VILHELM HÆTTULEGT Eins og sjá má leynast hætturnar víða þegar hálfkláruð hús eru annars vegar. Frestir til að klára húsin hafa verið framlengdir um tvö ár vegna efnahagsástandsins. SLYSAGILDRA Granaskjól 34 bakar nágrönnum sínum vandræði. Nágranni sem Fréttablaðið talaði við sagði húsið koma reglulega fyrir á nágrannafundum og menn hefðu verulegar áhyggjur af slysagildrunum sem þarna leyndust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.