Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 34
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir, Roald Eyvindsson og Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Nordicphotos Getty Pennar: Gunnþóra Gunnars dóttir, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Hrefna Sigur jónsdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Sólveig Gísladóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is Sólveig Gísladóttir skrifar Leikir fyrir unga og aldna Hressileg bók sem ber heitið 10x10 leikir hefur verið endurútgefin og nú í kilju hjá Forlaginu. Í henni eru hundrað leikir sem henta ungum og öldnum og öllum þar á milli. Höfundurinn Sóley Elídóttir er íþróttafræðingur og mikil áhugakona um leiki. „Ég ólst upp á Akranesi og þar var mikið um útileiki þegar ég var krakki. Ég rétt kom inn í hádegis- mat og var svo farin út aftur,“ lýsir hún. Leikjunum skiptir hún í nokkra í flokka, svo sem afmælisleiki, boltaleiki, eltingaleiki, feluleiki, bílaleiki, inni- og útileiki og meira að segja útileguleiki. Tíu leikir eru í hverjum kafla og af því dregur bókin heiti sitt. Hverjum leik er lýst í stuttum og greinargóðum texta. Þar kemur fram hversu margir geta verið með, heppilegur aldur þátttakenda, hvar best er að leika leikinn og hvaða áhöld eru nauðsynleg. Margrét E. Laxness skreytti bókina líflegum teikningum og skýringarmyndum. 10x10 leikir kom út í kápu árið 2007 og seldist upp. Kiljan er enn meðfærilegri og má fullyrða að fáum muni leiðast í sumarfríinu með hana við höndina. - gun BÓKIN Kunningi minn velti því fyrir sér um daginn hvernig heimurinn væri ef allir hegðuðu sér jafn hvatvíslega og lítil börn. Þessar vangavelt- ur spunnust út frá því að ég sagði honum sögu af stúlkunni minni litlu, rúmlega eins árs gamalli. Við mæðgurnar eigum ávallt morgnana saman. Pabbi gamli er þá farinn í vinnuna og við dúllum okkur aðeins saman áður en við höldum út í umferð- ina til dagmömmunnar. Einn morguninn stóðum við saman inni á baði og móðirin var að tannbursta sig. Barnið er hins vegar haldið þeirri ónáttúru að vera algerlega tannlaust, orðið fjórtán mánaða. Til að venja hana við fékk hún tannbursta að naga en það þykir stúlkunni mikið sport. Móðirin var í mesta sakleysi með munninn fullan af froðu og stírur í augum þegar hún sá allt í einu útundan sér að litla barnið hafði einhver óknytti í huga. Þarna stóð sú stutta, búin að lyfta klósettsetunni með annarri hendi og hélt hinni yfir skálinni með tannburstann dinglandi yfir vatnsborðinu. Varfærnis lega sagði þá móðirin: „Nei, nei, þetta er ó, ó.“ En allt kom fyrir ekki, sú litla pírði augun og horfði beint í augu móður sinnar þegar hún lét tann- burstann falla í klósettvatnið með smelli. En erfitt er að reiðast svona skottum og jafnvel enn erfiðara að fara ekki að hlæja yfir þessum uppátækjum sem yfirleitt má rekja til forvitni og hvatvísi. Þetta er jú tíminn þegar hvatvísin ræður ríkjum enda hefur félagslega taumhaldið ekki náð tökum á börnunum enn. Þau bara framkvæma. Ef þau vilja vita hvernig hljóð verður til þegar glasi er fleygt í gólfið þá er það gert. Ef þau langar í kexið uppi á borði er bent og öskrað. Ef þau vilja komast fram úr sófanum kasta þau sér fram af án tillits til þess hvort þau muni meiða sig eða ekki. Mamma og pabbi verða jú til bjargar, þau vita það. Kannski verður þessi hvatvísi einnig til þess að samskiptavandamál eru leyst á fremur einhæfan hátt. Dóttir mín hefur þó ekki getað verið virkur þátttakandi í þeim vandamálalausnum sem stundað- ar eru af hinum börnunum í daggæslunni. Vegur þar sterkt tannleysið enda erfitt að bíta frá sér með berum gómunum. Hún hefur hins vegar verið á hinum enda þessara barnaerja sem snúast oft um einfalda hluti eins og leikföng eða stútkönnur. Oftar en einu sinni hefur hún snúið heim með bitför, meðal annars á höndum og jafnvel augabrún. Henni hefur þó ekki orðið meint af og von for- eldrana lifir enn að hún geti brátt bitið frá sér eins og öll önnur börn. Af hvatvísi og forvitni Golf er vissulega góð fjölskyldu-íþrótt, í því er svo mikil útivera,“ segir Hulda Birna Baldursdóttir, sem stundar golf ásamt þremur börnum og eiginmanni sínum, Einari Erni Jónssyni. „Við þurfum reyndar að fara í tveimur hópum vegna þess að við erum orðin svo mörg.“ Börnin Mikael, Baldur og Margrét eru á aldrinum þriggja til átta ára og eru áhugasöm um golfið. „Áhugi þeirra er reyndar misjafn. Við foreldrarnir og strákarnir höfum brennandi áhuga, og Margrét sem er elst, er öll að koma til. Núna langar hana mest í bleikt golfsett og er dugleg að fara með mér á golfvöll- inn.“ Hulda Birna segist hafa byrjað að stunda golf árið 2003 þegar Margrét var eins og hálfs árs og Baldur sjö mánaða. „Svo lagðist golfveiran alveg á mig og ég komst í afrekshóp GKG tveimur árum seinna. Eftir það varð ekki aftur snúið og þá þurfti ég að koma börnunum í þetta líka,“ segir hún og bætir við að golfið taki auðvitað tíma og því sé skemmtilegt að hafa alla fjölskylduna með. Hulda Birna segir að yngsti sonurinn, Mikael, sem er þriggja ára, sé duglegur á golf- vellinum. „Þegar við Mika- el fórum síðast í golf bar ég hann á bakinu milli hola því hann er svo lítill. Hans golf í dag er þannig að hann er með pútterinn og stillir kúl- unni upp tuttugu sentimetra frá holunni.“ Þegar Hulda Birna er innt eftir því hvernig sé að hafa jafn ung börn og þau Einar Örn eiga á golfvell- inum segir hún það vera æðislegt. „Ég hef rosa- lega gaman af þeim og þeim finnst þetta gaman. Við fórum einmitt í golf í gær og litli strákurinn vildi ekki fara heim þegar hringurinn var búinn,“ upplýsir hún hlæjandi. Mikael virðist hafa fengið golfáhugann með móðurmjólk- inni því Hulda Birna spilaði meira og minna alla meðgönguna. „Ég spilaði síðasta hringinn þegar það voru þrjár vikur í að ég ætti Mikael. Við unnum einmitt síð- asta mótið mánuði áður en hann fæddist. Í verðlaunaafhending- unni var það nefnt hvort sigur- inn væri svindl því við værum eiginlega tvö að vinna.“ Hulda Birna segir marga velta því fyrir sér hvernig þau hjónin hafi tíma til þess að stunda golfið af svo miklu kappi sem þau gera og hvort þau þurfi ekki að bíða þar til börnin verði stór. „Við viljum það ekkert. Ég mæli með því að taka börnin með í golfið.“ - mmf Ákváðum að bíða ekki þar til börnin yrðu stór Stórir og smáir fjölskyldumeðlimir fimm manna fjölskyldu úr Reykjavík hittast allir á golfvellinum til þess að eiga tíma saman, stunda útivist og iðka áhugamálið sem þeir eiga allir sameiginlegt. Fjölskyldan Fjölskyldumeðlimir iðka golfið saman en þurfa nú að fara í tveimur hópum á völlinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kringlunni • Simi 568 1822 og Smáralind • sími 564 1822 www.polarnopyret.is ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGAR 20% afsláttur til 16. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.