Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 38
Eins og nafnið ber með sér er nor- rænn blómadagur haldinn á sama tíma á öllum Norðurlöndunum. Hér á landi er hann tileinkaður villtum íslenskum jurtum. Fræðslugöngur eru fimmtán á öllu landinu. Ein þeirra verður í Búrfellsgjá á Reykjanesi í fylgd Evu G. Þorvaldsdóttur grasa- fræðings. Blómplöntur verða skoðaðar og skráðar, auk þess sem sýnt verður hvernig þær eru greindar eftir plöntulyklum. Gott er að hafa plöntuhandbók með- ferðis. Brottför verður frá aðal- inngangi Grasagarðsins í Laugardal, beint á móti Húsdýra- garðinum. - gun Dagur hinna villtu blóma Norrænn blómadagur er á morg- un með villtar jurtir í öndvegi. Blóðberg er bæði skraut- og nytjajurt. SÖGUSAFNIÐ Í PERLUNNI er opið alla daga í sumar frá 10 til 18. Þar er fjallað um nokkur afdrifarík augnablik Íslandssögunnar en persónurnar, sem búnar eru til úr silíkoni, eru ótrúlega raunverulegar. www.sagamuseum.is Yngri kynslóðinni verður boðið frítt á hestbak í Viðey bæði í dag og á morgun milli klukkan 12 og 17 því þægir hestar frá Laxnesi í Mosfellsdal hafa verið fluttir út í eyju til að gleðja mann og annan. Einnig verður hoppkastali á svæðinu og Svali í boði meðan birgðir endast. Léttar veitingar verða seldar í Viðeyjarstofu á sanngjörnu verði, eins og það er orðað í fréttatilkynningu, meðal annars verða grillaðar pylsur þar úti fyrir. Tilboð fyrir þessa helgi hljóðar upp á ferjugjald, pylsu og gos á 1.400 krónur fyrir fullorðna og 800 fyrir börn. Ferjugjald án veitinga er 1.000 fyrir fullorðna og 500 fyrir börn á aldrinum 7-18 ára en frítt fyrir yngri. Viðeyjarferjan gengur frá Skarfabakka í Sundahöfn á klukkutíma fresti milli 11.15 og 19.15 og frá gömlu höfn- inni í Reykjavík, Ægisgarði, fer hún klukkan 12. Hestahelgin er liður í því að skoða möguleikann á að vera með hestaleigu í Viðey í framtíðinni. - gun Hestahelgi í Viðey Í VIÐEY ER ÞESSI HELGI TILEINKUÐ ÍSLENSKA HESTINUM. Hestahelgi er hafin í Viðey og léttar veitingar verða seldar í og við Viðeyjarstofu. „Hátíðin er dagur fyrir börn, þar sem þau eru í forgrunni. Unnið er að menningarmálum fyrir börn og með börnum,“ segir Pétur Kristj- ánsson, skipuleggjandi Karlsins í tunglinu. „Við höfum reynt að fá til okkar reynda listamenn. Í dag kemur Aðalheiður Eysteinsdóttir og leið- beinir í listasmiðjunni. Hún smíð- ar spýtuskúlptúra en er reyndar mjög fær listmálari líka. Skralli trúður kemur og fiðlari nokkur, sem gengur um og spilar á fiðlu og talar við fólk,“ upplýsir Pétur. Þegar Pétur er inntur eftir því hvernig listasmiðjan gengur fyrir sig segir hann börnin mæta á svæðið og byrja að vinna. „Sá sem veitir listasmiðjunni forstöðu hverju sinni hefur sinn háttinn á því hvernig dagurinn er upp- byggður. Sumir byrja á að útskýra eitthvað verkefni en aðrir hvetja börnin áfram með sameiginlegri þátttöku.“ Pétur segir að Karlinn í tunglinu sé kominn í hálfgerða sjálfstýringu vegna þess hversu oft hann hefur verið haldinn. „Það eru mörg börn sem hafa komið svo oft að þau fara bara beint að vinna. Þau sem koma ný hrífast með. Þetta er eins og að fara niður á baðströnd í sólar- landi, þar eru sandkastalar og fólk að leika sér en engin sérstök nám- skeið eru haldin fyrir börnin.“ „Yfirleitt mæta fjölskyldur saman,“ útskýrir Pétur og bætir við að Karlinn í tunglinu sé fyrir öll börn, sama á hvaða aldri þau eru. Karlinn í tunglinu hefst í Herðu- breið á Seyðisfirði klukkan 10 og er dagurinn ókeypis fyrir alla. martaf@frettabladid.is Líkt og á sólarströndinni Fiðlari, Skralli trúður, listasmiðja fyrir börn og skemmtiatriði verða á boðstólum í Herðubreið á Seyðis- firði í dag þegar menningardagur barna, Karlinn í tunglinu, verður haldinn hátíðlegur í tólfta skipti. Listakonan Aðalheiður Eysteinsdóttir heldur listasmiðju fyrir börn á Karlinum í tungl- inu í dag. MYND/PÉTUR KRISTJÁNSSON ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir TAKTU BETRI MYNDIRTAKTU YNDIR SÖLUSTAÐIR Handbók fyrir byrjendur stafrænnar ljósmyndunar. Bókin er skrifuð fyrir eigendur Canon EOS 400D. Í henni er farið yfir allar helstu stillingar Canon EOS myndavéla og þær útskýrðar. Einnig er fjallað um helstu atriði varðandi almenna ljósmyndun við mismunandi aðstæður og úrvinnslu mynda. Bókin nýtist því einnig eigendum annarra stafrænna myndavéla. Bókin fæst í Pedromyndum, Nýherja, Beco og verslunum Eymundsson. Einnig er hægt að panta bókina á heimasíðu okkar www.pedromyndir.is. VERÐ KR. 3.990,- TILVAL IN GJÖ F FYRIR ALLA ÁHUGA LJÓSM YNDAR A www.pedromyndir.is MATURMATUR Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Ný sending Skór & töskur OG FLYTJUM Í FÁKAFEN 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.