Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 60
36 13. júní 2009 LAUGARDAGUR Hvers konar tónlist ert þú að fást við? Ég spila „comedy-rock“ með hljómsveitinni minni Skelkur í bringu. Hvenær varstu hamingjusamastur ? Akk- úrat þessa dagana. Ef þú værir ekki tónlistarmaður hvað myndirðu þá vera? Eigandi plötufyrirtæk- is eða kannski flugmaður. Mig langaði rosa mikið að vera flugmaður þegar ég var lít- ill og fattaði um daginn að mig langaði það enn þá. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Örugglega fartölvan mín. En þegar ég var þrettán keypti ég „mini-disc“-spilara fyrir fermingarpeninginn minn, sem mér fannst vera rosalega dýr. Og hann eyðilagðist eigin- lega strax. Svo ég keypti annan. Hann eyði- lagðist líka. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Að ég væri hálfviti. Ljótt. Ef þú byggir ekki í Reykjavík hvar mynd- irðu vilja búa? Barcelona. Eða jafnvel París. Uppáhaldstónlistarmaður/kona og af hverju? Sem trommari, er uppáhaldstrommu- leikarinn minn Greg Saunier í Deerhoof. Hann er ótrúlegur. Annars er mjög erfitt að velja. Scott Walker, Jonny Greenwood og Thurston Moore koma allir til greina líka. Draumahelgin þín í einni setningu? Draumahelgin myndi vera að tjilla ógeðslega mikið með kærustunni minni á Indlandi. Við myndum borða virkilega sterkan mat og fara svo að sjá Pavement spila í Taj Mahal. Að sjálfsögðu myndum við gista á sex stjörnu hóteli. Hvert er versta starf sem þú hefur nokk- urn tímann gegnt? Pitsusendill hjá Reykjavík Pizza Company. Vá hvað það var leiðinlegt. Uppáhaldsstaðurinn þinn á jörðunni? Other Music í New York. Ég gæti eytt mörg- um sólarhringum þar inni. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og á hvaða lag hlustar þú mest í dag? Það er held ég ekkert sem stendur upp úr. Það er rosalega skemmtileg tónlist að koma út á þessu ári og vil ég sérstaklega benda á það sem er að gerast hjá útgáfunni In The Red. Ef þú ættir tímavél, hvert myndirðu fara og af hverju? Ég myndi fara til New York árið 1977 og fylgjast með uppvexti No-Wave senunnar. Fara á ógeðslega marga kúl tón- leika. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Hroturnar í sjálfum mér valda miklum usla. Ef þú gætir breytt einhverju í fortíð þinni, hvað myndi það vera? Ég hefði teiknað meira og lært að spila fyrr á gítar. Hvenær fékkstu síðast hláturskast? Örugg- lega um þarsíðustu helgi þegar ég og tveir félagar vorum að finna mismunandi sniðug- ar leiðir til að stafa orðið SNILLD. Besta stafsetningin að mínu mati var S.P.A.U.G. S.T.O.F.A.N. SNILLD. Áttu þér einhverja leynda nautn? Alls ekki. Allar mínar nautnir eru vel sýnilegar. Uppáhaldsbókin þessa stundina? Sudoku- bókin mín. Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Stráks sem heitir Dagur sem býr í næstu íbúð, hann spilar golf og er almennt flottur alltaf. En hvaða núlifandi manneskju þolirðu ekki? Annan strák sem heitir Dagur og er alltaf að taka húfuna mína og láta á aðra. Uppáhaldsorðið þitt? SNILLD Hvaða eitt atriði myndi fullkomna lífsgæði þín? Að eiga stóra og fína íbúð. Með risavöxn- um plötuskáp. Hvaða lag á að spila í jarðarförinni þinni? Pray Mode með Sudden Weather Change með u.þ.b. 10 mínútna feedback-kafla í lokin. Hver verða þín frægu hinstu orð? Djöfull er ég búinn að tjilla mikið! Hvað er næst á dagskrá? Í júlí kemur út fyrsti geisladiskurinn með Skelk í bringu sem á enn eftir að hljóta nafn, en svo ætla ég að flytja til Boston í haust til að læra alls konar um tónlistarbransann. ÞRIÐJA GRÁÐAN FULLT NAFN: Pétur Eggertsson STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Vann mikið fyrst hjá Hinu húsinu við sprell, en fór svo að vinna fyrir hin ýmsu tónlistar- fyrirtæki og tónlistarfólk. Núna vinn ég fyrir Kimi Records en svo spila ég líka á trommur. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐIST MARK- VERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: 1985 - Nintendo-tölv- an kom í búðir. Uppáhaldsorðið er snilld Tónlistarmaðurinn Pétur Eggertsson starfar hjá Kimi Records og er að leggja lokahönd á fyrstu plötu sveitarinnar Skelkur í bringu sem spilar svokallað „comedy rock“. Anna Margrét Björnsson tók hann í þriðju gráðu yfirheyrslu. FYRSTI GEISLADISKUR HLJÓMSVEITARINNAR MEÐ SKELK Í BRINGU VÆNTANLEGUR Tónlistarmaðurinn Pétur Eggerz myndi eyða draumahelginni á Indlandi og finnst ljótt að vera kallaður hálfviti. FR ÉTTA B LA Ð IÐ / A N TO N ■ Á uppleið Sunnudagsboð. Sunnudagar eru svo oft til mæðu, hvernig væri að bjóða vinunum eða systkinum í lang- an hádegisverð og hafa það notalegt? Gogoyoko-vefurinn. Playlistarnir á þessari snilldarlegu íslensku síðu eru frábærir. Grísk jógúrt. Best geymda leyndar- málið í ísskápnum, dásamlegt í kaldar grillsósur eða með hunangi og ferskum ávöxtum í morgunmat. Ástin. Sumarið er tíminn til að skreppa út fyrir bæinn og verja róm- antískri kvöldstund með elskunni. ■ Á niðurleið Yfirpósaðar myndir á Facebook. Fyrirsætumyndir sem prófílmyndir eru skelfilega hallærislegar. Hvað ertu að reyna að sanna? Víðir kjólar við leggings. Sumar- lúkk sem datt úr tísku fyrir tveimur árum og er ekki klæðilegt. Teknó. Er ekki nóg komið af sálar- lausum dauðum takti á næturbúllum borgarinnar? Matjurtagarðar og heimahannyrðir. Allir komnir í þenn- an pakka og þá er það ekki smart lengur. MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.