Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 71

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 71
LAUGARDAGUR 13. júní 2009 47 Nýtt skvísuilmvatn Á hverju sumri er eitt ilmvatn sem slær rækilega í gegn og allar tískupæjur verða hreinlega að eignast. Í fyrra var það Chloé frá Chloé en nú er það óumdeilanlega ilmurinn Flora frá Gucci. Ilm- vatnið var sérstaklega þróað til að laða að yngri kúnna Gucci-tísku- hússins og notar, eins og nafnið gefur til kynna, ferskar blómanótur eins og rósir og peony ásamt kryddaðri angan af patchouli og sedrus- viði. Flaskan er sexhyrnd og úr þykku gleri sem minnir á Art Deco stíl þriðja áratugar- ins og ekki skemmir fyrir að auglýsinga- herferðinni var leikstýrt af Chris Cunningham sem hefur meðal ann- ars leikstýrt myndböndum fyrir Björk. Fyrirsætan ástralska Abbey Lee sést ganga um í Flora auglýsing- unni á blómaakri við Donnu Summer lagið „I feel love“. - amb MAFÍÓSI Jakka- föt, pels, göngustafur og hattur hjá Alexander McQueen RAUTT Svöl svört smók- ingföt með rauðum kraga frá Burberry Prorsum. Snyrtivörufyrirtækið Mac er alltaf með skemmtilegar nýjungar og djarfar litapallettur. Fyrir sumarið kemur línan Style Warrior sem þeir segja innblásna af strand- arlífi í Brasilíu. Litaskalinn er sérstaklega frísklegur og klæðilegur með fallegu léttu meiki, sólarpúðri í bleik- um og gylltum tónum, glimmeri og glans. Augn- skuggarnir eru í fallegum dempuðum litum eins og ólívugrænu, fjólubláu, gulu og apríkósulit og varir eru í ferskjulitum og gylltum tónum. Siðast en ekki síst má nefna að umbúðirnar eru mjög svalar, með hlébarðadoppum í anda sjötta áratugarins. - amb Gylltir sólarlitir Style Warrior-línan frá Mac FERSKT OG FRAMANDI Nýja línan frá Mac skartar gylltum tónum og pastellitum. Opið frá 11-18 virka daga Opið frá 13-17 sunnudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.