Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 72
48 13. júní 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Helgi Björnsson er að ræsa hljómsveitina SSSól sem hann líkir við Kröflu. Og sér við Ferguson. Hann hef- ur úr slíkri breidd að spila að hann getur skipt inn á í bandið eftir hentugleika. „Það er búið að setja startkapla á skrímslið. Ræsa Kröflu. Við erum að taka upp nýtt efni,“ segir Helgi Björnsson, söngvari SSSólar. Fréttablaðið náði tali af Helga í alveg banastuði í Stúdíó Sýr- landi þar sem SSSól var að taka upp nýtt lag. Viðtalið sveiflaðist milli þess að Helgi svaraði blaða- mannslegum spurningum og þess að hann syngi hendingar úr þessu nýjasta lagi sem verið var að taka upp og heitir Fullorðinn en mein- ingin er að það fari í spilun strax í dag. Frumflutt í morgunþætti Simma og Jóa á Bylgjunni í dag: „Dansa frá mér allt vit,“ syngur Helgi og upplýsir jafnframt að þetta sé gamall texti úr smiðju Davíðs Þórs Jónssonar við Stóns- legan slagara eftir sig sjálfan. Helgi fer ekki í grafgötur með hvaðan áhrifin eru. „... á morgun er ekkert samviskubit... Ég er full- orðinn, ef mér sýnist fer ég út að leika mér... Já, sko, þetta er alvöru „rock’n’roll“. Ekkert bílasalavæl eins og oft hefur heyrst á þessum popplendum.” Helgi er í essinu sínu í stúd- íóinu og yfirlýsingaglaður eftir því. Vogar sér jafnvel inn á jarð- sprengjusvæði sem það að texti lagsins fjalli meðal annars um inngróið en óþarft samviskubit nútímakarlsins. SSSól hefur verið lengi að og Helgi er ánægður með sitt band. Líkir sjálfum sér við Ferguson stjóra Manchester Unit- ed í þeim skilningi að hann búi við slíka breidd afbragðs hljóð- færaleikara að hann geti skipt inná eftir þörfum. SSSól ætlar að koma fram í Officeraklúbbnum í kvöld og er að bóka gigg vítt og breitt um landið. Njálsbúð 4. júlí – sveitaball eins og þau voru best fyrir tíu eða tuttugu árum. Þegar fitjað er upp á því við Helga hvort sveitaböllin tilheyri liðinni tíð er það nánast eins og að spyrja Þorstein frá Hamri hvort ljóðið sé ekki örugglega dautt? „Þetta hefur ekki brugðist í þau skipti sem SSSól hefur poppað upp. Þá streymir fólkið inn. Þó ekki sé búið að taka mynd af hljómsveitinni í níu ár. Fyrr en nú,“ segir Helgi og hlær. En neitar því þó ekki að vissulega hafi komið ákveðið bak- slag í sveitaballamenninguna. „Ég held jafnvel að þetta „meika´ða-í- útlöndum“ hafi gert hinn íslenska alþýðulistamann eitthvað feiminn. Hann hafi farið inní sig í stað þess að láta ljós sitt skína af festu og einurð. En með breyttri fjárhags- stöðu þjóðarinnar og fækkandi utanlandsferðum hlýtur alþýðu- listamaðurinn að fá aukna trú á mátt sinn og megin... Ég þarf ekki að biðja neinn um leyfi nema sjálf- an mig,“ syngur Helgi Björnsson. jakob@frettabladid.is EKKERT BÍLASALAVÆL FRÁ SSSÓL SSSÓL EKKI MYNDUÐ Í NÍU ÁR FYRR EN NÚ Mættir í Stúdíó Sýrland á gömlu rokkbomsunum til að taka upp nýtt efni sem stendur á gömlum merg. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þrír fyrrverandi meðlimir hljóm- sveitanna New Order og Joy Division hafa stofnað nýja hljóm- sveit með gítarleikara Blur, Alex James. Sveitin nefnist Bad Lieut- enant og gefur út sína fyrstu plötu í október. „Ég er mjög stolt- ur af henni, þetta er mjög góð plata,“ sagði söngvarinn Bern- ard Sumner. „Það eru mikil gít- aráhrif á henni enda eru þrír gítarleikarar í hljómsveitinni.“ Bad Lieutenant ætlar í tónleika- ferð síðar á þessu ári til að kynna plötuna auk þess sem hún mun spila á nokkrum tónlistarhátíðum á næsta ári. Stofna Bad Lieutenant NEW ORDER Þrír fyrrverandi meðlimir New Order, sem hætti fyrir tveimur árum, eru í hljómsveitinni Bad Lieutenant. Yoko Ono, ekkja Johns Lennon, var heiðruð fyrir æviframlag sitt til tónlistarheimsins af breska tímaritinu Mojo. Þetta eru fyrstu tónlistarverðlaunin sem hún hlýt- ur á ferli sínum. Yoko, sem hefur hingað til verið gagnrýnd fyrir að hafa valdið því að Bítlarnir hættu, þakkaði Mojo fyrir hug- rekki sitt. Á 41 ári hefur hún gefið út 24 plötur, bæði ein og með Lennon. „Mér fannst frábært að koma upp á svið og fá svona hlýjar mót- tökur. Ég átti ekki von á því,“ sagði hún. Spurð hvað eiginmanni hennar hefði fundist um þetta sagði hún: „Hann hefði sagt: „Ég sagði ykkur þetta“.“ Yoko Ono verðlaunuð Systkinin Sólveig og Páll Pálsbörn munu í sumar bjóða ferðamönnum, erlendum jafnt sem íslenskum, upp á ókeypis hjóla- ferðir um miðbæ Reykjavíkur. Verkefn- ið, sem hlotið hefur nafngiftina Crymog- uide, er unnið í samstarfi við skapandi sumarstörf Hins hússins. „Hugmyndin er að kynna fyrir fólki sögu miðbæjarins á annan hátt en hefur tíðkast hingað til. Við fengum að láni Nova-hjólið og ætlar bróð- ir minn að hjóla með ferðamenn um mið- bæinn og fræða þá um Ásmundarsafn, Hljómskálagarðinn og fleiri þekkta staði. Páll er útskrifaður leiðsögumaður og er vel að sér í sögu þessara staða,“ segir Sól- veig en þau systkinin eru fædd og uppal- in í Þingholtunum og þekkja svæðið vel. Aðspurð segir hún nafnið vera tilvísun í rit Arngríms lærða Jónssonar, Crymog- æa, sem hann skrifaði sem svar við nei- kvæðri umfjöllun um Ísland. „Tilgang- ur Crymoguide er svipaður, við munum leggja áherslu á fegurð og sögu mið- bæjarins og sýna hann í jákvæðu ljósi. Ferðamátinn er líka svolítið rómantískur og gefur ferðamanninum aðra og nálæg- ari sýn á bæinn en þegar ferðast er með rútu.“ Upphafspunktur ferðanna er við Hallgrímskirkju og lýkur þeim við Aust- urvöll. Hver ferð tekur um tuttugu mín- útur og er hægt að fá leiðsögn á ensku, spænsku og íslensku. „Það komast tveir í vagninn og við byrjum á fjórum til fimm ferðum á dag á meðan Páll byggir upp þol,“ segir Sólveig sem hvetur fólk ein- dregið til að nýta sér ferðirnar og kynn- ast miðbænum betur. -sm Systkini hjóla með ferðamenn PÁLL PÁLSSON Hjólar með fólk um miðbæ Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA > Í BARNEIGNARHUGLEIÐINGUM? Girls Aloud-söngkonan og X-factor dóm- arinn Cheryl Cole er sögð vera í barn- eignarhugleiðingum. Söngkonan er nú í fríi í Nice í Suður-Frakklandi með eigin- manni sínum, fótboltakappanum As- hley Cole, en hann sleppti ferð með liðsmönnum sínum til Las Vegas til að komast í rómantískt frí með Cher- yl. Hjónin eru sögð vera að reyna að eignast barn, en litlu munaði að þau skildu í fyrra eftir meint framhjá- hald Ashleys. 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is 156 / ÍSAFJÖRÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.