Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 77

Fréttablaðið - 13.06.2009, Page 77
LAUGARDAGUR 13. júní 2009 53 Sjálfsvíg olli ekki dauða leikar- ans Davids Carradine, sem fannst látinn á hótelherbergi í Taílandi fyrir skömmu. Fjölskylda hans bað um að leikarinn yrði kruf- inn í annað sinn til að útiloka að hann hefði fyrirfarið sér og komst læknirinn að fyrrgreindri niður- stöðu. Fjölskyldan þakkaði aðdáendum hans fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímum. „Við viljum þakka öllum fyrir ást þeirra og samúð vegna þeirra erfiðleika sem við höfum gengið í gegnum,“ sagði Keith Carradine, bróðir Davids. „Þar til við fáum frekari niður- stöður úr rannsókninni óskum við eftir því að bróðir okkar, eigin- maður, faðir, afi og langafi fái að hvíla í friði og með reisn,“ bætti bróðir hans Robert við. David fannst nakinn inni í fata- skáp með snúru um hálsinn og kynfærin. Talið er að hann hafi látist af völdum köfnunar eða hjartaáfalls á meðan á kynlífs- athöfn stóð. Enn á þó eftir að stað- festa dánarorsökina. Carradine lék í yfir hundrað kvikmyndum á ferli sínum en var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Kwai Chang Caine í sjónvarps- þáttunum Kung Fu. Einnig lék hann í Kill Bill-myndum Quent- ins Tarantino. Hann var af mik- illi leikara ætt en faðir hans, John Carradine, og bræðurnir Bruce, Keith og Robert voru allir leikar- ar. David Carradine var að leika í myndinni Stretch á Taílandi þegar hann fannst látinn. Carradine framdi ekki sjálfsvíg DAVID CARRADINE Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfsvíg eins og einhverjir hafa haldið fram. MYND/AP Fimmta plata hljómsveitarinnar Múm nefnist Sing Along to Songs You Don´t Know og kemur út 21. ágúst. Tvö ár eru liðin síðan sú síðasta, Go Go Smear the Poison Ivy, kom út. Nýja platan, sem þykir afslappaðari en síðustu verk Múm, var að mestu tekin upp á Íslandi en einnig í Finn- landi og á Eistlandi. Múm er í kjarnann skipuð þeim Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni og Gunnari Erni Tynes. Þeir félagar verða duglegir við tónleikahald í sumar og spila meðal annars á tónlistarhátíðum í Brighton og Leicester í Englandi. Nafn komið á plötu Múm MÚM Fimmta plata Múm nefnist Sing Along to Songs You Don´t Know. Stór útihátíð fyrir háskólanema verður haldin í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum dagana 3.- 5. júlí. Nóg verður um að vera, þar á meðal trúbadorakeppni, brekkusöngur og blauthokkí, auk þess sem hljómsveit leikur fyrir dansi. Útihátíðin er orðin fastur liður í félagslífi stúdenta og hafa um fimm hundruð manns sótt hana á hverju ári. Það er félag verkfræðinema við Háskóla Íslands sem skipuleggur hátíð- ina og hvetur það alla háskóla- nema, þar á meðal þá sem eru ekki í HÍ, til að láta sjá sig. Nánari upplýsingar má finna á hallgeirsey.rokkar.com. Stór útihátíð háskólanema ÚTIHÁTÍÐ Frá útihátíðinni í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum í fyrra. Audio Improvement gefur á mánu- dag út sína fyrstu plötu sem nefn- ist Story Fragments. Hljómsveit- in, sem var stofnuð fyrir tæpum tveimur árum, er skipuð átta tón- listarmönnum. Spila þeir tilrauna- kennda hiphop-tónlist þar sem ýmsum tónlistarstefnum er bland- að saman. „Við vorum alltaf bara tveir í þessu, ég og Jói [Jóhannes Birgir Pálmason]. Svo komu alltaf fleiri og fleiri inn,“ segir Pan Thorar- ensen. Í framhaldinu ákváðu þeir að spila alla tónlistina með lifandi hljóðfærum og rappa síðan yfir. „Þetta er að mínu mati nokkuð sem hefur aldrei áður verið gert á Íslandi í hiphop-tónlist. Við erum undir svolitlum áhrifum frá Buck 65. Hann hefur verið með svipaðar pælingar í sinni tónlist,“ segir Pan. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir á Café Rosenberg á mánudagskvöld klukkan 22 og er enginn aðgangseyrir. Fyrsta plata Audio AUDIO IMPROVEMENT Hljómsveitin gefur á mánudag út plötuna Story Fragments. 1.999 Nýtt í Skífunni Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is NÝ TÓNLIST The SIMS 3 1.999 2.399 19. júní

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.