Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 78
54 13. júní 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is HANDBOLTI Ólafur Haukur Gísla- son, markvörður Vals, íhugar þessa dagana tilboð frá norska félaginu Haugaland. Tilboð félags- ins er freistandi enda getur félagið útvegað bæði honum og konu hans vinnu en þau eru atvinnulaus og þurfa að sjá fyrir sjálfum sér og tveim börnum. „Eðlilega er þetta fýsilegur kost- ur þar sem félagið getur tryggt bæði mér og konunni vinnu. Þeir gera mér tilboð upp á góða vinnu og smá aukapening. Það má að vissu leyti segja að kreppan sé hugsanlega að reka okkur út en við þurfum að sjá fyrir tveim börnum og ég hef lítinn áhuga á að vera hér heima á atvinnuleysisbót- um,“ sagði Ólafur Haukur. Hann var að ljúka viðskiptafræðinámi frá Háskóla Íslands en þrátt fyrir fína menntun er ekki mikla vinnu að hafa hér heima. „Auðvitað er staðan erfið fyrir Valsmenn ef ég fer, þar sem Pálm- ar fór í FH um daginn. Það er verið að vinna í þessu og Valsmenn eru að athuga hvort þeir geti aðstoð- að mig með vinnu, sem er mjög jákvætt. Því miður hefur það ekki skilað neinu enn sem komið er,“ sagði Ólafur, sem er enn samn- ingsbundinn Val. Valsmenn þurfa að sleppa honum án greiðslu ef hann á að geta farið til Noregs þar sem félagið hefur ekki efni á að greiða fyrir hann. „Ég hef óskað eftir því við Vals- menn að fá að fara án greiðslu. Ég hef alla tíð verið í Val og vona að þeir standi ekki í vegi fyrir mér. Ég held að þeir muni ekki gera það en það er ekki alveg sama við hvern maður talar hjá félaginu,“ sagði Ólafur en heyrst hefur að Valsmenn ætli sér að reyna að fá gamla brýnið Roland Eradze til félagsins fari svo að Ólafur fari til Noregs. Haugaland lenti í sjötta sæti í norsku úrvalsdeildinni í fyrra og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. „Þetta er ágætis lið sem stefnir hátt. Það er að byggja nýja höll og stefnan er að komast í hóp þriggja bestu liða landsins sem fyrst. Liðið er ungt og hefur verið í efstu deild í þrjú ár. Ég fór þarna út í síðustu viku og leist ágætlega á aðstæður,“ sagði Ólafur Haukur að lokum. henry@frettabladid.is Markvarðalausir Valsarar? Ólafur Haukur Gíslason, markvörður Valsmanna, er hugsanlega á förum til Noregs. Norska úrvalsdeildarfélagið Haugaland hefur gert Ólafi tilboð og getur tryggt honum og konu hans vinnu. Fari Ólafur eru Valsmenn markvarðalausir. FJÖLSKYLDAN Í FYRIRRÚMI Ólafur Haukur setur fjölskylduna í fyrsta sætið og þess vegna gæti hann verið á förum til Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Manuel Pellegrini, þjálf- ari Real Madrid, hefur greint frá því að ekkert þak sé á því hversu marga leikmenn félagið ætli sér að kaupa í sumar. Real er þegar búið að kaupa Kaká og hefur Manchester Unit- ed tekið tilboði félagsins í Cristi- ano Ronaldo. Framherjinn David Villa hjá Valencia er sagður næstur á óskalistanum hjá Real og Arsen- al-maðurinn Gael Clichy hefur einnig verið orðaður við Real. „Við höfum ekkert ákveðið hvað við ætlum að kaupa marga leikmenn. Við erum aðeins að reyna að koma saman samkeppn- ishæfum leikmannahópi. Við erum að keppa á þrennum víg- stöðvum næsta vetur og viljum vinna allar keppnir,“ sagði Pell- egrini. „Ég myndi helst ekki vilja ræða leikmenn sem gætu hugsan- lega komið til félagsins í framtíð- inni. Það væru einungis vanga- veltur. Í sannleika sagt eru til margir góðir knattspyrnumenn sem gætu gengið til liðs við Real Madrid.“ - hbg Kaupæðið heldur áfram: Fleiri á leið til Real Madrid? KAUPÆÐI Pellegrini og Perez leggja á ráðin um næstu kaup. NORDIC PHOTOS/GETTY GOLF Tiger Woods vonast til þess að verja titil sinn á Opna banda- ríska meistaramótinu í golfi sem hefst í næstu viku en Woods vann þar eftirminnilegan sigur í fyrra þegar hann var meiddur á hné. Woods fór svo í uppskurð eftir mótið og var frá keppni í um átta mánuði en er allur að komast aftur á skrið. Hann sneri aftur í febrúar og vann strax á Arnold Palmer-mótinu og um síðustu helgi vann hann Memorial-meist- aramótið. „Það er alltaf gott að spila vel stuttu fyrir stórmót eins og Opna bandaríska meistaramótið. Þetta gefur mikið sjálfstraust. Það er samt sem áður langur vegur til stefnu,“ segir Woods. Woods eltir enn met Jack Nick- laus sem hefur unnið átján stóra titla á ferli sínum en Woods er kominn með fjórtán stóra titla og stefnir á þann fimmtánda í næstu viku. - óþ Styttist í Opna bandaríska: Tiger Woods er klár í slaginn SIGURSTRANGLEGUR Tiger Woods mun reyna að verja titil sinn í næstu viku. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Um fátt annað hefur verið rætt síðustu tvo daga en yfirvofandi kaup Real Madrid á Cristiano Ronaldo frá Manchest- er United fyrir 80 milljónir punda. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um málið og mátti sjá margar skraut- legar fyrirsagnir í heim- spressunni. Þó það hafi ekki verið formlega tilkynnt þykir fullvíst að Ronaldo muni fá treyju númer níu hjá Real Madrid. Hann hefur verið með sjöuna á bak- inu hjá Manchester United en það númer er upptekið hjá Real Madrid. Sjálfur fyr- irliðinn, hefur verið númer sjö í langan tíma. Argentínumaður- inn Javier Saviola fékk níuna hjá Real Madrid þegar hann kom þangað fyrir tveimur árum. Hvort sem hann fer frá félaginu eða ekki þykir nokkuð ljóst að Ron- aldo fái númerið hans. Það eru margir mánuðir síðan Ronaldo lét skrásetja bæði vöru- merkin CR7 og CR9. Það er aðeins ein af fjölmörgum vísbendingum um að þessi félagaskipti hafi staðið til í langan tíma. Spænsk dagblöð brugðust misjafnalega við frétt- unum í gær. Marca sagði þetta kaup ald- arinnar en aðrir fjöl- miðlar sögðu kaup- verðið í engum tengslum við raun- veruleikann. En Los Angeles Times fann aðra hlið á málinu. „Hárgelsiðnaður- inn í norðvestur- hluta Englands varð fyrir gríð- armiklu áfalli á fimmtudaginn.“ - esá Mikið rætt og ritað um Cristiano Ronaldo í gær: Fær treyju númer níu > Guðjón leitar að aðstoðarmanni Guðjón Þórðarson er nú að leita sér að aðstoðarmanni en fram kom í enskum fjölmiðlum í gær að Dave Kevan hafnaði tilboði enska D-deildarliðsins Crewe um að gerast aðstoðarþjálfari Guðjóns hjá félaginu. Guðjón og Kevan störfuðu saman hjá Stoke á sínum tíma en sá síðarnefndi er nú á mála hjá Notts County og vill ekki fara þaðan. Fullyrt er í frétt BBC um málið að Guðjón muni nú snúa sér að Steve Davis, knattspyrnustjóra utandeildarliðs Nantwich. Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson hefur ákveðið að svara neyðarkalli frá sínu gamla félagi IFK Norrköping og leika með liðinu í júlí og ágúst en sænska b-deildarfélaginu hefur ekki gengið sem skyldi á yfirstandandi leiktíð. Félagið er í tólfta sæti af sextán liðum og nokkuð er um meiðsli í herbúð- um félagsins auk þess sem fjárhagsstaðan er slæm. „Félagið á bara í miklum vandræðum og ég ætla að gera mitt besta til þess að hjálpa til. Þetta eru allt saman strákar í liðinu sem ég þekki og hef spil- að með og sama gildir um fólkið í kringum félagið. Það hefur gengið illa hjá félaginu eftir fallið á síð- asta tímabili og núna eru vandræði með meiðsli á framherjum og því leituðu þeir til mín. Peningar hafa ekkert með það að gera að ég sé að fara þarna út,“ segir hinn 34 ára gamli Stefán Þór. Það kemur ekki á óvart að IFK Norrköping hafi leitað til Stefáns Þórs en hann er sannkölluð goðsögn hjá félaginu og þegar hann hætti að spila í Svíþjóð var treyjan hans númer 18 til að mynda hengd upp í virðingarskyni við kappann. Stefán Þór skor- aði 23 mörk í b-deildinni fyrir félagið á þremur keppnistímabilum á árunum 2005-2007 og átti á lokatímabili sínu með félaginu stóran þátt í því að það komst upp í efstu deild. Stefán Þór segist vissulega finna fyrir smá pressu að koma aftur inn í þetta en það sé bara góður hlutur. „Það er alltaf pressa og það er það sem maður getur ekki slitið sig frá. Spennufíknin við að vera með fólkið á bakinu og að það ætlist til þess að maður geri eitthvað,“ segir Stefán Þór. Stefán Þór segir þó afar ólíklegt að hann haldi áfram að spila þegar hann komi heim aftur. „Þegar ég kem heim aftur þá er ég bara búinn. Ég hugsa að ég geri ekkert meira eftir þetta. Ég er einn af þeim sem eru að reyna að hætta, en það gengur ekk- ert allt of vel. Mér finnst ég endalaust vera að segjast vera hættur en þetta er bara svona og ég veit að það lenda margir fótboltamenn í þessu,“ segir Stefán Þór að lokum. STEFÁN ÞÓR ÞÓRÐARSON: HEFUR ÁKVEÐIÐ AÐ SKRIFA UNDIR TVEGGJA MÁNAÐA SAMNING VIÐ IFK NORRKÖPING Er að reyna að hætta, það gengur bara ekki vel
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.