Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 2
Þegar sandstormana lægir SÍÐUSTU mánuðina hefur verið hljótt um skiptingu innflutningsins í milli einka- fyrirtækja og samvinnufélaga í blaðakosti landsmanna. En því meira hefur verið rætt um skattgreiðslur samvinnufélaga. Moldviðr- ið, sem búið er að þyrla upp um skattgreiðsl- ur samvinnufélaga, hefur gjörsamlega hulið sýnum innflutningsfyrirkomulagið, a. m. k. augum þeirra, sem helzt fræðast um þjóð- mál af lestri dagblaðanna. Vel má vera, að það hafi verið með ráði gert, að þyrla upp sandstorminum í skattamálunum einmitt á því augnabliki, er umræðurnar um innflutn- ingsmálin fóru að verða óþægilegar fyrir málsvara forréttindanna. En slíkir gerfistorm- ar ganga yfir. Af umræðunum um skatta- málin hefur það komið berlega í ljós, að flokkur manna í landinu vill hefta félags- frelsi þegnanna með því að fyrirbyggja með skattaálögum ríkisvaldsins, að hagkvæmt geti verið fyrir óbreytta borgara að taka höndum saman um verzlunina og starfrækja eigin verzlunarbúðir. Eitt af málgögnum einka- hagsmunanna hefur berlega sagt, að réttmætt sé að skattleggja innstæður kaupfélags- manna sem þær væru gróði hluthafa i hluca- félagi. Með öðrum orðum: Ríkisvaldið á að heimta sama skatt af endurgreiðslu kaup- félaga til félagsmanna sinna (af fé, er þeir hafa lagt inn til vörukaupa og þegar greitt skatt af sem einstaklingar) og af gróða pen- ingamanna af því hlutafé, sem þeir vilja ávaxta í hlutafélögum. Óbreyttir borgarar skilja mæta vel, að hverjum er þarna verið að vega, og þessi sókn til framdráttar tvö- földum skatti á tekjur almennings hefur ekki átt vinsældum né fylgi að fagna, enda fjarar hún óðum út. Hún mun aðeins reyn- ast stundaráhlaup til varnar forréttindakerf- inu í innflutningsmálunum. Tekizt hefur að seinka umræðunum um endurbætur inn- flutningsverzlunarinnar með þessum hætti, en fráleitt mun það takast að kveða þær niður. Þær verða aldrei kveðnar niður, fyir en fullt jafnrétti er fengið og þegnar þjóð- félagsins ráða því með verzlunarvali sínu, hvaða aðilar frá leyfisbréf ríkisvaldsins til þess að annast nauðsynjavörukaup fyrir þegn- ana á erlendum mörkuðum. AÐ má furðulegt kallast, að opinberlega hefur aldrei verið gerð grein fyrir þvf af hálfu ríkisvaldsins, eftir hvaða reglum inn- flutningsleyfi eru nú veitt. Slík leynd er að sjálfsögðu helzt til þess fallin að auka tor- tryggni og skjóta fótum undir þann grun, að þeir, sem þessum málum ráða, hafi ein- hverju að leyna. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvort svo sé eða ekki, en í lýðfrjálsu landi á það sannarlega ekki að vera einkamál embættismanna ríkisins, hversu þessum málum er stjórnað, heldur á fólkið í landinu að vita um þær meginreglur, sem farið er eftir. Á það skortir mjög hér á landi, og er nauðsyn að bæta úr því. Sam- vinnumenn hafa hvað eftir annað, með fundarsamþykktum og rökstuddum álits- gerðum, bent á, að hlutur samvinnufélag- anna í innflutningsverzlun margra vöruteg- unda sé ekki í samræmi við þáttöku lands- manna í samvinnuhreyfingunni og verzlun samvinnufélaganna með þær vörur, sem ekki eru háðar kvótaskiptingu ríkisvaldsins. T. d. flytja samvinnumenn inn meginhlutann af kornvörum þeim, er landsmenn nota, en af ýmsum öðrum vörutegundum, t. d. vefnaðar- vörum, mjög lítið, vegna þess, að ríkisvaldið ræður þar skiptingunni. Málsvarar einkahags- munanna telja þetta enga sönnun og enga ástæðu þar fyrir að breyta neinu um inn- flutningsfyrirkomulagið. í þessu sambandi er fróðlegt að skyggnast um í verzlunarmál- um nágrannaþjóðanna og sjá, hversu þær skipa þessum málum. IBRETLANDI hafa gilt innflutningskvót- ar, sem upphaflega voru sniðnir eftir inn- flutningsmagni fyrirtækja á árunum fyrir stríðið, svo sem hér hefur tíðkazt. En Bretar hafa ekki ríghaldið í þessa kvóta, heldur hafa þeir breytt þeim í samræmi við vilja fólks- ins í landinu. Með aukinni þátttöku almenn- ings í samvinnufélögunum, hefur brezka rlkisstjórnin talið sanngjarnt að auka þátt samvinnumanna í innflutningsverzluninni. Hér skulu nefnd dæmi þessu til sönnunar: í frjálsri samkeppni við kaupmenn og einkafyrirtæki hafa brezku kaupfélögin nú með höndum 15—25% af sölu verzl- ana í helztu matvörutegundum. Nýlega var bent á það í brezka þinginu, að sam- vinnufélögunum væri ekki ætlaður nerna 4% kvóti af innflutningi nokkurra mat- vörutegunda. Matvælaráðherrann viður- kenndi að þetta væri óréttlátt, og var síðan ákveðið að auka kvóta kaupfélag- anna upp í 11% af innflutningi þess- ara matvörutegunda, og breytingin tal- in byrjunar-leiðrétting. Brezku kaupfé- lögin selja 20% af þeim sykri, sem brezk- ur almenningur notar, og 25% af brauði. Á grundvelli gamals kvótaskipulags- hlutu brauðgerðir samvinnumanna að- eins 10% af sykri þeim, sem veittur er til kökugerðar. Það var viðurkennt af málsvörum ríkisvaldisns, að þetta væri óeðlilegt, og nú um áramótin var þessi kvóti aukinn upp í 22i/2%. Fleiri dæmi þessu lík mætti nefna. Brezka stjórnin telur sanngjarnt og eðlilegt, að þátttaka almennings í samvinnuverzluninni og sala kaupfélaganna í helztu nauðsynja- vörum, sé sá mælikvarði, sem kvótaskipu- lagið verður að hlýta. HÉR lieima virðist málið horfa öðruvísi við. Því er neitað hér, að þótt kaupfélög- in flytji inn og selji mikinn meirihluta þess magns, sem heimilin í landinu nota af einni nauðsynjavörutegund, sé jafn réttmætt að þau flytji inn hlutfallslega jafn mikið af ann- arri nauðsynjavörutegund. Þannig er þessu farið með matvörurnar og vefnaðarvörurnar. Það er vafalaust, að það er ekki leitin að réttlætinu og sannleikanum, sem þessu veld- ur, heldur eru önnur sjónarmið þar þyngri á vogarskálinni. íslendingar mega margt læra af Bretum um sanngirni, hófsemd og réttlæti í skiptum ríkisvaldsins við þegnana. Ekki sízt, að það, sem rétt er og sann- gjarnt, skuli hverju sinni verða ofan á, hvort sem það kemur við kaun einstakra manna og stétta eða ekki. Þannig verður opinbert líf hverrar þjóðar hafið upp yfir klíku- og kunningsskap, og með þeim hætti læra þegn- arnir bezt að meta opinberar ráðstafanir og hlýta þeim. Naumast mun um það deilt, að nokkur nauðsyn sé á endurbótum á þeim vettvangi hér hjá okkur, og hentara væri fyrir alla, að leyndarhulunni væri svipt til fulls frá innflutnings- og verzlunarmálunum og þjóðin vissi gjörla, hvaða sjónarmið ráða þar hverju sinni. Er það rangt hér, sem brezkir stjórnmála- menn telja réttmætt í sínu heimalandi? ís- lenzkur almenningur mun efast stórlega um, að svo sé. í STUTTU MÁLI Frœðslustarfsemi iðnnema. Undanfarna vetur hefir fulltrúaráð iðn- nemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði gengizt fyrir málfundum félagsmanna sinna um ýms dægurmál o. fl. Þótt þetta hafi vafa- laust orðið til fróðleiks og skemmtunar, auk nytsemi talæfinganna, fannst stjórn fulltrúa- ráðsins þó ekki nást sá árangur með raun- hæfa fræðslu, sem hún óskar. í haust var þvl breytt um tilhögun og sá háttur upp tekinn, að fá sérstaka fyrirlesara (Framhald á bls. 22.) SIMVINNM Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnar»træti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði Argangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 1. hefti Jan. 1949 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.