Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 10
ÞaÖ er gnótt af hollum og Ijúffengum fœÖutegundum á Íslandi Þriðja og síðasta grein dr. med. Skúla Guðjónssonar prófessors: Manneldið og menning þjóðarinnar EGAR EG kom heim eftir síðasta stríð bjóst eg við miklum breyt- ingum á mörgu hér fyrir áhrif frá setu- liði og vegna viðskipta íslendinga við Vesturheim. Þessar breytingar voru þó miklu minni en eg hafði búizt við, nema á einu sviði — mataræðinu. Það hafði að ýmsu leyti gjörbreytzt og ber eg það þá helzt saman við það sem var, þegar eg fluttist að heiman — 1922. Enn eru þó hlutföllin, milli næring- arefnaflokkanna líkamlega lík. Og það er reynsla um allan heim.að menn eru í engu eins íhaldssamir og í samsetn- ingu fæðunnar. Kjötætur verða aldrei jurtaætur, eða grasbítir kjötætur, og slíkt liggur meira að segja í ættum og er arfgengt eins og háralitur og holda- far. Aðalbreytingarnar virðast mér vera þessar: Saltkjöt og saltfiskur er að hverfa úr mataræðinu. í stað þess er komið fryst kjöt og fiskur. Skyrgerð er að leggjast niður í sveit- um. Mjólkurbúin soga til sín alla mjólk og bændur fá stundum skvr í staðinn. Kartöfluneyzla hefur líklega aukizt nokkuð, skyrneyzla helzt líklega óbreytt og notkun á sætu brauði virð- ist heldur fara í vöxt. Mestallt mjöl, sem inn flytzt, er víst mjög sigtað og langt frá því að vera heilkorns-mjöl. Á þetta sérstaklega við hvéitið. Grænmetisát hefur aukizt lítið eitt, en er enn svo takmarkað, að næringar- fræðilega séð gætir þess lítið í fæðu al- mennings. Ein og ein tómata úr gróðurhúsi eða gúrkusneið endrum og eins hefur litla þýðingu, nema til augnagamans og smekkbætis, en slíku má auðvitað heldur ekki gleyma. Kálmeti er á flestum tímum árs, mjög sjaldgæft meðal almennings. En rófur eru líklega töluvert tíðari í mat nú en áður, og er það framför. Rófur eru svo auðugar af C-vitamini, að er- lendis köllum við þær „sítrónur Norð- urlanda“. Gamli maturinn er alveg að hverfa, hangikjötið, sviðin, lundabaggarnir, bringukollar, magálar, hákarl, allt er þetta nú varla til, nema í huga og minnum þeirra, sem enn langar í bita. Menn tala um þessar kræsingar, og það kemur vatn í munninn á þeim, en maturinn er oft ófáanlegur og að minnsta kosti ákaflega dýr. Og það er eitt merki um, hve sjaldgæfar þessar matartegundir eru, að þær fást nú að- allega eða eingöngu í fínustu umbúð- um fyrir okurverð í kræsinjjabúðum höfuðborgarinnar. Og slátrið súra og lifrarpylsan, sem voru ein aðalfæðutgundir íslendinga áður fyrr, eru alveg að hverla úr fæðu almennings. Hvað er gert við allt blóðið úr skepnunum? Þið eruð þó líklega ekki farin að hella því niður? I stað þess gamla er alls konar nýr matur nú borinn á borð fyrir íslend- inga. Gætir hér mjög niðursoðins matar og iðnaðarmatar alls konar. G SÁ FYRRA konu lengst framan P1 úr sveit standa við búðardisk í kaupfélagi norður í landi og vera að kaupa niðursoðnar fiskibollur. Rétt fyrir neðan búðina stendur frystihús og fiskflökunarstöð allstór. Þar lágu hrúgur miklar af þunnilduin og haus- um af stórþorski, glænýjum og nýflök- uðum. Enginn hirti þetta nema nær- göngulir máfarnir, en hver mátti þó taka ókeypis eins mikið og hann vildi. Þegar hrúgan var farin að úldna og maðka var henni mokað í sjóinn. En þunnildin eru langsamlega næringar- mesti hluti fisksins og mikill matur í hausunum. Er þetta dæmi um manneldis-pólitík íslendinga? hugsaði eg. Matreiðsla virðist mér hafa breytzt töluvert og er það oft afleiðing þess að nýjar geymlsuaðferðir eru notaðar og nýjar vörutegundir. Gamlai matarteg- undir eru líklega matreiddar líkt og áður. Það verður ekki hjá því farið, að matreið,slubækurnar, og þá líklega svipuð matreiðslukennsla í húsmæðra- 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.