Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 7
f ingalaust alltaf föst fög á hverju því námskeiði, sem skólinn sjálfur stend- ur fyrir — en oft er skotið skjólshúsi yfir samkomur og námskeið ýmissa annara menningar- og fagfélaga, og fleira í té látið. — En svo eg víki nú aftur að Framhaldsnámskeiðinu, tel eg upp nokkrar helztu námsgreinarn- ar, með þeim hætti. að nefna aðalflokk og einstök viðfangsefni í honum, þó ekki öll. 1. Samvinnufræði: Almenn. — Sam- vinnan og hinar ýmsu stéttir. — Tryggingarsamvinna. — K- F. verzlunarlega og fjárhagslega. — Lög samvinnufélaga. — Samvinna um olíumál. — Einkaverzlunin og við. — Norræn samvinna. 2. Samvinnumenntun: Forysta. — Eigin menntun. — Skýrslur. — Starfsmanna menntun í einstökum tilfellum. — Upplýsingastarf okk- ar. — Námshringastarfsemin. — Bókþekking. — Um niðurskrán- ingu til minnis. — Sálfræðilegar tilraunir. 3. Félagsfrœði: Félagsmálalöggjöf. — Vinnuvernd. — Alþýðusamtökin (Folkrörelserna). 4. Hagfrœði: Þjóðfélagshagfræði. — Félagshagfræði. — Verðmyndun. — Verzlunarkostnaður. — Fjárhags- aðstaða K. F. 5. Auglýsingar og textun: Verzlunar- auglýsingar. — Tilkynningar. — Efni og andi kaupfélagsauglýsinga. 6. Verzlunarþjónusta: Verklegar æí- ingar. 7. Vöruþekking: Næringarfræði. — Kjöt og flesk. — Efnasamsetning kjötsins. — Slátrun og kjötmatur. — Flokkun. — Söltun. (Þetta fyrir starfsmenn kjötbúða, en hliðstætt vegna nemenda í öðrum verzlunar- greinum). 8. Kjötbúðavörur: Verkun. — Tilbú- inn matur. — Grænmeti; gæði, eðli, geymsla. — Niðursuðuvörur; hrá- efni og aðferðir. — Frumatriði í matargerð. 9. Búða- og sölumál: Þrifnaður með mat. — Lagaákvæði. — Eftirlit. — Aukin sala. — Hagkvæmt fyrir- komulag búðarvinnunnar. — Af- greiðsluaðferðir. — Nýjungar frá matvörudeild K. F. — Vinnuskipu- lagning. — Skrifstofufyrirkomulag búðarinnar. — Frysting. — V-erzl- unaráhöld. — Um heimsóknir í verzlanir. Hér læt eg staðar numið; vona, að þeim, er áhuga hafa, finnist betra en ekki að hafa þessa strípuðu og ófull- komnu upptalningu heldur en ekki. Handleiðsla — „Vár tidning“. Svo sem áður segir, eru haldin stutt námskeið fyrir hverja starfsgrein eða ForstöOumenn framhaldsnámskeiðs nr. 23: H. Blum t. h. G. Karlsson t. v. stöðu innan félaganna, nema Fram- haldsnámskeiðin, sem eru yfirgrips- meiri og almennari. Oftast standa námskeiðin aðeins eina eða tvær vik- ur, en stöku sinnum lengur, þó varla yfir fimm. Öllum er þeim vísdóms- lega niðurraðað, ekki sízt með það fyr- ir augum, að vel og eðlilega liggi við fyrir nemendur að klifra hærra og hærra í trúnaðar- og ábyrgðarstörfum, þannig, að þeim m. a. gefist hæfilegur tírni til vinnu og áframhaldandi sjállsnáms milli þess að Vár gárds- námskeiðin eru sótt. Og það er ekki láitð nægja að taka vel á móti nemendum og veita þeim haldgóða fræðslu í skólanum. Skóla- stjórinn leggur mikla áherzlu á sam- band nemendanna við Vár gárd, bæði milli námskeiða og eins eftir, að þeir hafa lokið síðasta námskeiði þar — fylgir þeim þannig eftir út í lífið — en sérstaklega er augnaráð hans sterkt á þeim, sem fram úr skara einhverra hluta vegna. — Og haft er það fyrir satt, að merkileg „vinnumiðlun" hafi farið fram á Vár gárd undir hand- leiðslu Elldins á undanförnum árum. Frá skólanum hafa komið flestir þeirra yngri manna, er nú gegna ábyrgðar- mestu stöðunum innan sænskrar sam- vinnuhreyfingar víðs vegar um landið. Til nokkurs marks um styrkleika þeirra banda, sem tengja hvern og V&r Gárds-nemendur við Rochdale-minnismerkið vorið 1948. 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.