Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 20
Vesalings húsmæðumar! Amerískur arkítekt skorar á þær að berjast gegn óþarfa heimiliserfiði og bendir á leiðir til þess að gera heimilisstörfin léttari og skemmtilegri Eftir CHARLES K. AGLE FRÁ því húsmóðirin burstar tennur sínar að morgninum og þar til hún þvær upp síðasta diskinn að kvöldi, innir hún af höndum aragrúa húsverka, sem hæglega mætti komast hjá, ef lagðar væru niður úreltar venj- ur og hleypidómar. Satt að segja eiga mörg þeirra heimilisverka, sem talin eru nauðsynleg nú á dögum, fremur heima í skopleik en á nútímaheimili. Enda þótt ekki sé gert ráð fyrir, að konan eigi áhugamál utan heimilisins, virðist þó æskilegt, að hún hefði tíma til að vera börnum sínum leikfélagi og til skemmtunar og uppörfunar fyr- ir eiginmann sinn, þegar lokið er hin- um eiginlegu húsverkum. Þetta getur þó ekki orðið, meðan helmingur dags- ins fer í óþarfa vafstur. Enginn má þó skilja mig svo, að ég ætlist til að hún vanræki heimilisstörfin og láti undir höfuð leggjast að leggja alúð við mat- argerð og allt það, sem gerir heimilið vistlegt og aðlaðandi. En það á að létta af henni þeim störfum, sem eru hvort tvegga í senn, óþörf og ógeðfelld, til þess að henni gefist meira tóm til að sinna áhugamálum sínurn. Við skulum rétt virða fyrir okkur heimilið. Enginn kærir sig um ryk á húsgögnum, óhreinindi á gólfábreið- urn og húsaskúm í hornum. Né held- ur þær gagnráðstafanir, sem útheimt- ast: daglegan gólfþvott, rykþurrkun og hreingerningu, auk aðalhreingern- ingar ‘einu sinni eða tvisvar á ári. Hvaðan koma svo þessi óhreinindi? Aðallega frá fjórum stöðum: ryk og leðja, sem berst inn á skóm, óhrein- indi frá eldstæðum, ló úr rúmum, hús- gögnum og öðrum vefnaði innan húss, og ryk og önnur óhreinindi, sem ber- ast inn um glugga. Það mundi þykja kynlegt fólk, sem flytti húsgögn sín út í göturykið og settist þar að. Hins vegar þykir ekkert athugavert við það, að bera göturyk og leðju á skónum sínum inn í húsin. Tvær þjóðir, að minnsta kosti, hafa þó leyst þetta vandamál á ósköp ein- faldan liátt. Japanir nota tvenns konar skó, aðra til utanhúss- og hina til innanhússnotkunar, og Hollendingar skilja skóna sína eftir utan dyra. Það mun áreiðanlega engum þykja nota- legt að vera í þungum og óþjálum götuskóm guðslangan daginn, og eng- inn mundi leggja karlmönnum vorum það til lasts, þótt jafnvel þeir girntust eitthvað liðlegra innanhúss. Ja, þeir gætu til dæmis verið í skíðaleistum, með þunnum leðursólum, og konurn- ar aftur í léttum inniskóm. Upphitun með ofnum í einstökum herbergjum má nú heita úr sögunni, og miðstöðvarhitun komin í staðinn. Miðstöðvarketillinn er víðast hvar svo vel einangraður frá sjálfri íbúðinni, að lítil hætta er á að nein veruleg óhreinind berst þaðan, hvorki reykur eða sót. Lóin er erfið viðureignar og virðist næstum „kvikna af sjálfri sér“, eins og sumir sögðu um lúsina. Þó er nú farið að framleiða ýmiss konar gerfi- efni, sem ló myndast ekki af, og nú er verið að gera tilraunir með vefnað úr dýra- og jurtaríkinu, sem vonandi læknar þennan galla. Til þess að losna við óhreinindi, sem berast inn um glugga, þarf að gera nokkrar einfaldar breytingar. Má þar fyrst nefna, að loftræsting á ekk- ert skylt við Ijós og útsýni, og gluggar þeir, sem nú tíðkast, eru greinilega úreltir. Hús ættu að vera gerð með föstum gluggum fyrir ljós og útsýni, en loftræsting ætti að fást gegnum op við gólf og loft, sem loftið á að síast gegnum, án þess að orsaka dragsúg. Þe^ar vér erum búin að afgreiða rvk og óhreinindi, er ekki úr vegi að snúa sér að matnurn. Þetta er nú orðið svo vísindalegt atriði í heimilishaldinu, að erfitt er fyrir almenning að átta sig á því. Og mér er ekki kunnugt um, að neinar hagnýtar og alþýðlegar leiðbeiningar hafi komið á prent, er gerðu alþýðu manna þetta auðvelt í framkvæmd. Til skamms tíma voru eggjahvíta, kolvetni, fita og hitaein- ingar það lífsnauðsyn- legasta, sem fæðan varð að innihalda. Nú er bara talað um vitamín, sem gætu eins vel verið auðkennd með grísk- um bókstöfum sem lat- ínskum, án þess að al- menningur gerði sér nokkuð minni grein fyrir þeim. Það eina, sem fólk hefur almennt gert sér ljóst í þessum fæðuvísindum, er það, að þessi umtöiuðu efni þyrftu að vera í dag legri fæðu að einhverju 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.