Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 13
Verzlunarbúðir á hjólum FYRIR styrjöldina byrjaði sam- vinnufélagasamband Svíþjóðar (K. F.) á því að láta gera sérstaka sölu- bíla, sem fóru um nágrenni stórborg- anna og héruðin umhverfis þær til að selja þeirn félagsmönnum vörur sem erfitt áttu með að komast í kaupstað inn. Á styrjaldarárunum lamaðist þessi starfsemi mikið vegna benzínskortsins enda reyndist yfirleitt of dýrt að halda bílunum úti með viðarkola-útbúnað- inum. En eftir styrjöldina var svo starf- semin hafin að nýju og með miklu meiri festu en áður. Samvinnufélaga- sambandið tók að sér að gera upp- drætti að slíkum sölubílum og safn- aði til þess reynslu. Nú lætur sambandið gera margar tegundir slíkra bíla, eftir því, til hvers á að nota þá. Sumir bílanna hafa jafn- vel litla kæliskápa og geta þannig flutt nýjar kjötbúðarvörur langar leiðir, án þess að þær skemmist (sbr. mynd), og þannig náð til heimila og félagsmanna, sem annars gætu ekki nálgast slíkar vörur. Þótt þessum kæliskápum se komið fyrir í yfirbyggingu bílanna, taka þeir ekki meira'rúm en svo, að hæglega er hægt að koma fyrir af- greiðsluborði og hillum í aftari hluta yfirbyggingarinnar. Ein tegund af þessum bílum er sér- staklega athyglisverð, en það eru fisk- sölubílarnir. Það er í Svíþjóð, eins og hér, mikið vandamál að koma nýjum fiski til íbúa þeirra sveita, sem ekki liggja að sjó. Sum kaupfélög hafa haft (Framhald á bls. 26.) Efsta mynd: Hér sést mynd af sölubil, eins og þeim, sem samband scensku samvinnufélaganna lœlur nu gera. Á bilnum stendur: Kaupfélagsbúð. Miðmynd: Þannig litur innréttingin út, séð inn i bilinn að aftan. Þarna er öllu haganlega fyrirkomið, og okkur dettur i hug lítil, en snotur búð. Neðsta mynd: Hcr sjáum við kœliskáþ i einum af sölubilum kaupfélaganna. Vegna þeirra er hœgt að flytja kjötbúðarvörur út um dreifbýlið og gefa þannig húsmœðrum þar kost á sams konar vörum og stallsystrum þeirra i bœjunum.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.