Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 29
(Framhald). einnig og slóst í hópinn. Hann var einnig hinn vingjarn- legasti, þegar honum hafði gefizt tími til að átta sig ofur lítið. Honum gazt vel að Sölva, en fannst hann þó undar- iega prásætinn um kvöidið, því að hann fór ekki fyrr en löngu eftir venjulegan háttatíma Garvloits gamla. Elísa- bet fylgdi honum niður í ganginn. Kveðjuathöfnin var raunar líkari því, að Sölvi væri á förum til fjarlægrar heimsálfu en að hans væri von aftur að morgni. Snemma næsta morgun var Elísabet komin á fætur og stóð nú í snotra, hollenzka búningnum og litlu húfuna á höfði sér úti við gluggann í stofu Garvloits og beið unn- nstans. Veður var kyrrt og milt, næturþokan var að byrG að greiðast í sundur, og náttúran beið komu sólarinnar í þögn og eftirvænting. Áður en nokkrum útidyrum við götuna endilanga hafði verið lokið upp, var Sölvi kominn á vettvang og tekinn að skima eftir því, hvort hann sæi unnustunni hvergi bregða fyrir við einhvern gluggann í „Stjörnunni“. Þegar þau heilsuðust, Ijómuðu andlit þeirra beggja af kyrrlátri, sterkri gleði. Maddama Garvloit gerði sér eitthvað til erindis út úr stofunni, svo að þau hjónaleysin fengju að vera þar ein og í næði. „Sjáðu nú til, Elísabet," sagði Sölvi dálítið hátíðlegur í máli: — „Fyrir fimm árum síðan var eg staddur í Boston, og þá keypti eg þessa hringa.“ Hann rakti pappírsumbúðirnar utan af hringunum og lagði þá í lófa stúlkunnar. — „Eg átti við margar sorgir og áhyggjur að stríða eftir það. En þú sérð þó, að eg hef ávallt geymt þá og aldrei fargað þeim aftur, þrátt fyrii allt.“ Hún fleygði sér skyndilega um háls honum og fól andlit- ið við barm hans, og þegar hann leit framan í hana, sá hann, að henni hafði vöknað um augu af ákafri geðshrær- ingu. Síðan höfðu þau nóg að gera við að skoða hringana um stund. Þeir voru báðir breiðir og einsteyptir úr skíru gulli, og Elísabet fundust þeir fallegustu hringar, sem hún hefði nokkurn tíma séð. Hún dró þá báða á sama fingurinn, þótt annar væri alltof flugrúmur á svo grannri hönd. bar þá upp á móti birtunni til sýnis og sagði í bamslegri einlægni: „Þetta er fyrsti hringurinn, sem eg eignast á ævinni!“ Hún hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en dimmum skugga brá á svip Sölva. Hún stokkroðnaði og iðraðist eftir að hafa sagt þetta, því að nú fyrst var henni ljóst, hvað beinast lá við að hugsa í þessu sambandi: að mjóu hefði munað að sjó- liðsforinginn ungi hefði fengið að draga slíkan einbaug á hönd henni. En þessi óþægilegu geðhrif liðu þó jafn skyndilega frá, eins og þau höfðu komið, því að sjálfsbjarg- arhvöt ástarinnar byrgði þau strax í hvítavoðum hinnar ungu og sterku hamingju þeirra. Elísabet hafði ekki ennþá dirfzt að spyrja, hvenær Sölvi hugsaði til ferðar aftur, þótt hún væri þrásinnis komin á fremsta hlunn að gera það. Hún vissi, að skip hans lá ferð- búið í Púrmurende, og hún óttaðist, að hann þyrfti kann- ske að fara þegar að morgni næsta dags. En ennþá sagði hún ekkert og ætlaði sér að slá spurningunni á frest, unz liann kæmi aftur um kvölidð. En þegar hann var að fara, gat hún þó ekki stillt sig lengur, en spurði með dálitlum skjálfta í rómnum: „Hvenær þarft þú að fara?“ „Á þriðjudagskvöldið, Elísabet. Á miðvikudagsmorgun verð eg að vera kominn til Purmurende, hjá því verður ekki komizt!" Þetta var miklu betra en Elícsabet hafði þorað að gera sér vonir um. Hvílíkur fögnuður! Hvorki meira né minna en fimm heilir dagar fram yfir djörfustu áætlanir! Og þessir fimm dagar liðu í algleymisfögnuði fyrstu ást- arsælunnar, — en bara alltof fljótt! Eftir messu á sunnudaginn var haldin eins konar þjóð- hátíð í Amsterdam. Þann dag var afhjúpað í hinu forn- fræga ráðhúsi borgarinnar nýtt málverk af þjóðhetjunni ungu, van Spyck, er sprengt hafði skip sitt í loft upp heldur en að láta það falla í hendur óvinanna í ófriðnum árið 1830. Prúðbúinn mannfjöldinn streymdi til ráðhússins, fyllti alla sali þess og ganga, en þeir, sem ekki voru svo heppnir að komast inn í húsið, tóku sér stöðu á Ráðhúss- torginu í stórum hópum. Stór hornaflokkur lék hollenzka þjóðsönginn, og glöggt mátti lesa það á andlitum fólksins, að heit föðurlandsást og sterkar þjóðerniskenndir gripu mannfjöldann föstum tökum á þessarri hátíðlegu stundu. Elísabet reikaði um hátíðarsvæðið við hlið Sölva og studdist við handlegg hans. Ljómi hinna hátíðlegu og sterku tilfinninga lék um hana og endurspeglaðist á fagra andlitinu. Sölvi var líka í hátíðarskapi, þótt hann væri ekki jafn kunnugur öllum atvikum þarna og Eílsabet. En há- tíðaskapið kom að innan — úr innstu hjartafylgsnum hans. Og svo gat hann aldrei þreytzt á því að virða unnustu sína fyrir sér og finna nærvist hennar orka á hann eins og áfengt og höfugt vín. Að lokum bar mannhafið þau inn í salinn, þar sem málverkið góða hékk til sýnis á einum veggnum. Þar gat að líta sautján ára ungling, sjóliðsforingjaefni — á fallbyssubátnum, þegar úrslitastundin nálgaðist. Elísa- bet starði hrifin á málverkið um stund, en Sölvi stóð þögull 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.