Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 25
ÆVINTÝRIÐ AF PÉTRI KÓNGSSYNI „Md ég smakka?" spurði hundurinn. refum, og eg þarf á góðum veiðihundi að halda.“ Hundurinn varð hinn glaðasti og lagði af stað með Pétri kóngssyni og kett- inum. Skömmu síðar mættu þeir ljómandi fallegri stúlku, sem bar hænu í fanginu, en haninn hoppaði við hlið hennar. „Góðan dag, hvað heitir þú?“ sagði Pétur. „Eg er nú bara hún Ása, sem gætti hænsnanna. Á bæn- um þar sem eg var, var fjöldi hænsna, en þeg- ar átti að fara að slátra þeim öllum, kenndi eg í brjósti um þau, og ég lagði af stað með þessi," svaraði litla stúlkan og benti á hæn- una sem hún bar og hanann, sem lioppaði við hlið hennar. „Það er alveg Ijómandi gott,“ sagði Pétur, „nú skaltu koma með okkur heim í ríki mitt.“ Ása féllst óðar á það, og þau gengu öll af stað. Ása brosti framan í kónungssoninn, ug honum þótti þegar í stað vænt um hana. Ása og Pétur leiddust og voru hin kátustu. Nú er að segja frá því, að síðar mættu þau kú, geit, svíni, kind og að lokum hesti, sem öll slógust í för með Pétri kóngssyni. „Nú vantar mig aðeins skraddara," sagði Pétur. Varla hafði hann sleppt orðinu, þegar skraddari nokkur kom gangandi eftir vegin- um og rogaðist með fullt fangið af nýjum, fögrum klæðum. Jafn skjótt og skraddarinn kom auga á Pét- ur og allt fylgdarlið lians, hrópaði liann: „Ungi lierra minn. Hafið þér kannske líka þörf fyrir skraddara og eitthvað af íatnaði?" Pétur kóngssonur svaraði: „Fötunum tek ég við, skraddari góður, en þau skaltu fá vel borguð, þegar ég kem heim í ríki mitt, og þar skaltu líka fá nóg að starfa." Allur hópurinn hélt nú áfram, og þegar kom að landamærum konungsríkisins, stóðu kóngur og drottning þar. „Ertu kominn, kæri sonur!“ hrópuðu þau bæði. „Velkominn! Velkominn! Við höfum beðið þín lengi, og nú þurfum við sannarlega á hjálp að halda. Hér er ekkert til að lifa af Hér er ekkert nema grátur og kvein, rottur og refir.“ Þegar kötturinn og hundurinn heyrðu minnst á rottur og refi, þutu þeir af stað. Þeir tóku til óspilltra málanna og veiddu allt hvað af tók, og þegar í stað fækkaði bæði rottunum og refunum í kóngsríkinu. En kóngurinn hélt áfram að barma sér: „Síðasta kýrin okkar er dauð fyrir löngu síðan.“ „Bö-bö-bö,“ heyrðist þá. Það var kýrin hans Péturs, sem kom til þess að láta mjólka sig. „Síðasti hesturinn okkar varð fyrir plógn- um,“ hélt kóngurinn áfram, „og við eigum engar geitur lengur og engar kindur.“ „Me- me-me,“ jarmaði kindin, og „mö-mö-mö,“ lét í geitinni, um leið og þær hoppuðu báðar til kóngsins og hesturinn kom brokkandi á eftir. „Eg á ekki eina einustu hænu eftir,‘ and- varpaði drottningin, „ekkert egg handa þér.“ „Droggd, droggd, ga, ga, ga,“ gaggaði hænan, og um leið verpti hún tveim stórum eggjum. Nú fyrst tók kóngurinn eftir því, hve vel sonur hans var búinn, en hann var sjálfur í hinum mestu lörfum. Þá gekk skraddar- inn fram: „Um það skal ég sjá, yðar hátign,“ sagði hann og tók fram bæði nál og tvinna. „Hvar hefirðu kóngsdótturina?" hrópaði kóngur að lokum, „við héldum, að þú mynd- ir nú koma heim með kóngsdóttur." — „Kóngsdóttur," svaraði Pétur, „kóngsdóttur ----jú, hún er auðvitað hér.“ í Og svo leiddi hann litlu hænsnastelpuna, hana Ásu, til foreldra sinna, og hún stóð þar og hló í sólskininu. Úti er ævintýri. A. S. S. þýddi. Djá LÁ-JÁ, LÖGREGLUSTJÓRI (Framhald af bls. 14.) — Við vorum staddir uppi í fjallshlíðinni fyrir ofan Hjunhjen, lögreglustjórinn og eg. Vegurinn til hofsins lá þar um, og gerðum við pílagrímunum „fyrirsát". Pílagrímarnir voru í þetta sinn óvenju- lega margir. Borgarstjórinn sjálfur gekk í broddi fylkingar, og liélt hann á stórri papp- írsbrúðu í annari hendi. Hann staðnæmdist, er hann sá okkur, enda hafði nú Djá Lá-;á tekið til máls. Talaði hann af miklum móði, eins og hans var venja, og sneri nú máli sínu beint til borgarstjóra: „Gyðjan þarna hefur alls ekkert vald til þess að gefa ykkur sonu,“ sagði hann. „Hún er ekki meira megnandi en liver annar dauð- ur hlutur. Eg get vel borið um það. Þegar eg var að missa sjónina, reyndi eg þráfald- lega að blíðka goðin með dýrum fórnum. Eg kostaði jafnvel heilan hóp leikara til að halda hér leiksýningar þeim til vegsemdar. En allt kom fyrir ekki. Eg varð alblindur og varð að þreifa fyrir mér með löngu priki. En svo sendi hinn sanni Guð þjón sinn, doktor Smith; læknaði hann mig, og hef eg aldrei haft betri sjón en nú. Jafnframt var mér gefin andleg sýn. Þið vitið, að eg hef verið lögreglustjóri í fjölda mörg ár. Þeirri stöðu gegna ekki aðrir en óvandaðir menn, enda fannst ekki verri og miskunnarlausari mannhundur í öllu héraðinu en eg. En Guð á himnum elskaði mig þrátt fyrir það, og sendi hann son sinn Jesúm Iírist til þess að frelsa mig undan valdi syndarinnar. Snúið ykkur því til lifanda Guðs og væntið einskis af falsguðum, gerðum úr tré og leir.“ BORGARSTJÓRINN stóð eins og stand- mynd og starði á okkur. Flestir, sem í fylgd með honum voru, voru, voru auðsjáan- lega stórforviða. Eg tók nú þar til, sem Djá Lá-já hætti, og sagði meðal annars: „Foreldrar mínir áttu tíu syni og eina dótt- ur. Tengdaforeldrar mínir áttu níu syni og fjórar dætur. Voru því alls nítján synir hjá þessum tveimur fjölskyldum, en ekki höfð- um við samt heyrt þess getið, að til væri slík gyðja, er gæfi mönnum sonu. Bókin, sem eg held hér á, fræðir oss um það, að til sé að- eins einn sannur Guð. Líf og dauði er í hendi hans, því hann einn er almáttugur. Það er því undir vilja hans komið, hvort þér eign- ist sonu eða ekki.“ Margir hvöttu borgarstjórann til að halda áfram ferðinni til hofsins, en hann var ófáan- legur til þess. Hann fleygði pappírsbrúð- unni og sagði: „Farið þið, mig langar til að fræðast betur um hina nýju kenningu." Gerðum við honum nú kunnan veg llfsins. Nokkru síðar gaf hann Drottni Jesú hjarta sitt. Vegna fordæmis hans og vitnisburðar snerust fjörutíu fjölskyldur i Hjunhjem til kristinnar trúar á einu ári. Er eg kom þangað nokkru síðar, gekk borgarstjórinn í lið með okkur. Hann talaði af einurð um fyrir skurðkoðadýrkendum og sagði frá reynslu sinni. „Fyrir ári síðan stóð eg í ykkar sporum," sagði hann meðal ann- ars. „Eg ætlaði þá upp til hofsins til þess að biðja gyðjuna um son, en á leiðinni þang- að var mér fluttur í fyrsta skipti boðskapur- inn um ríki Guðs. Eg trúði, og hafnaði jafn- framt þessuu fánýtu goðum. Nú hefur Drott- inn gefið okkur ljómandi fallegan dreng!" Kristniboðið bar snemma mikinn árangur í Hjunhjen. Var það ekki sízt okkar ágætu samverkamönnum, Djá Lá-já og borgarstjór- anum, að þakka. En þar voru einnig margir góðir sjálfboðaliðar úr hópi þeirra, er snú- izt höfðu til trúar. Við vorum stundum um hundrað manns, er unnum þar að prédikun orðsins. Suma dagana, er fórnarhátíðir stóðu yfir í hofunum, var mannfjöldi svo mikill saman kominn í Hjunhjen, að nam nokkr- um hundruðum þúsunda manna. Djá Lá-já lögreglustjóri dó 78 ára gamall; hafði hann þá fyrir nokkru misst konu sína, en hún varð 76 ára gömul. Þau voru bæði sannir og trúir vottar Krists allt til dauða. — Þannig sagðist Jonathan Goforth, fyrsta kristniboðanum i Hjunhjen, frá. Hann dó fyrir nokkrum árum í hárri elli. En starfið, sem hann hóf í Hjunhjen, heldur áfram. Þar hafa hafa gengið í skóla þúsundir bama, sem hefðu annars enga fræðslu hlotið. Þar hefur bágstöddum og sjúkum verið líknað. Og þar hefur fjölda manna verið sagt frá honum, sem einn er „vegurinn, sannleikurinn og lífið" öllum mönnum. Ólafur Ólafsson. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.