Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 23
Á förnum vegi AÁRUNUM síðustu fyrir heimsstyrjöldina, var hafinn hér á íslandi vísir að manneldis- rannsóknum. Manneldisvísindi voru þá mjög á dagskrá meðal menningarþjóða sem liður í :sókninni að auknu heilbrigði og meiri menningu. Bætt samgöngutækni, aukinn hraði, nýjar upp- finningar og miklar breytingar með þjóðunum, höfðu á skömmu árabili gjörbreytt mataræði þjóðanna. Hver mundu áhrif þeirra á þjóðar- Jieilsuna og þjóðarmenninguna? Augljóslega var mikilvægt að fá svar við þeim spurningum. Þessi nauðsyn var rík hér á landi. Þjóðin hafði á jrokkrum áratugum gengið í gegnum breytinga- ■tíð, sem aðrar þjóðir höfðu verið aldir að feta. Islendingar hlupu yfir heil tímabil í tækniþró- unarsögu annarra þjóða. Þeir lögðu t. d. aldrei járnbrautir, en tóku hin nýrri samgöngutæki, bif- reiðina og flugvélina, í þjónustu sína. í mann- ■eldismálum varð breytingin ör og stórstíg. Aukin skipti við önnur lönd höfðu í för með sér nýjar fæðutegundir. íslenzki maturinn, fæða þjóðar- innar í margar aldir, gerðist sjaldgæfari, en inn- flutningur erlendra matvæla jókst. Landsmenn rsjálfir tóku að meðhöndla innlend matvæli á nýjan hátt. Innlendur matvælaiðnaður hófst hér á landi. Hver mundu áhrif þessa alls á heilbrigði ■og hamingju þjóðarinnar? Augljóslega var það mikilsvert, að vita svar við þeirri spurningu. Það var því vafalaust réttmætt, er ríkisstjórnin beitti sér fyrir því. 'illlöngu fyrir styrjöldina, að hefja vísindalegai rannsóknir á þessu sviði. Dr. Skiili Guðjónsson, hinn kunni manneldisfræðing- ur, skipulagði rannsóknirnar, en dr. Júlíus Sigur- jónsson sá um framkvæmd þeirra og birti ýtar- ii.ga ritger j um þær fyrir nokkrum árum. Þessar rannsóknir munu hafa leitt ýmislegt markvert í ljós, en þeim var hætt á stríðsárunum, og telja sérfræðingar þær hafa staðið of stutt til þess að hægt sé að byggja á þeim. SÍÐAN þetta var, liefur íslenzka þjóðin enn gengið í gegnum miklar og stórstígar breyt- ingar. Hernám Iandsins, aukin samskipti við Bandaríkin, aukin fjárráð og ný tækni hafa gjörbreytt mörgu, þar á meðal veigamiklum atriðum í manneldismálunum. íslenzki maturinn hefur enn þokazt í skuggann, en erlendar fæðu- tegundir gert sig heimakomnari á matborðum heimilanna. En cngin vísindaleg rannsókn hefur farið fram á því, hvert þar með er stefnt í heil- brigðismálum, og hversu hollustuháttum þjóðar- innar er nú háttað. Starfið, sem féll niður í stríðsbyrjun, hefur ekki verið tekið upp aftur. Hins vegar hefur ekki skort umræður um matar- æði og hollustu. En þær umræður hafa frekar svarið sig í ætt við ágizkanir en vísindi, og þykir kenna þar ofstækis og kreddutrúarbragða á stundum. SAMVINNAN hefur nú lokið birtingu þriggja merkilegra erinda dr. Skúla V. Guðjónssonar prófessors um manneldismál íslendinga, eins og þau komu honum fyrir sjónir. Mjög merkilegar ábendingar er að finna í þessum greinum próf- cssorsins, enda liafa þær vakið almenna athygli. Ábendingar hans virðast benda eindregið í þá átt, að nauðsyn sé að hefja vísindalegar mann- eldisrannsóknir hér og vinna að breyttu matar- æði á þeim grundvelli. Við íslendingar eigum, þai sem dr. Skúli er, einn hinn lærðasta mann á þessu sviði, sem nú er uppi í Evrópu. En satrfs- kraftar hans koma þjóð hans ekki að gagni. Hann starfar sem mikilsvirtur ráðunautur í manneldis- málum hjá erlendri þjóð. Þekking hans og aug- ljós nauðsyn rannsókna hér ætti að verða ís- lenzku þjóðinni og stjórnarvöldum hennar hvöt til þess að vinna að því, að hann yrði fenginn til þess að hverfa heim og leiðbeina hér. Við höfum lög um heilsugæzlu, sem að vísu hafa ekki enn verið framkvæmd. Ef til vill væri stórt spor stigið til raunverulegrar heilsugæzlu — eigi þýðingarminna en framkvæmd laga þessara — með aukinni þekkingu á manneldismálum þjóð- arinnar, meðal almennings, i skólum (t. d. hús- mæðraskólum), innflutningsyfirvalda og kaup- sýslumanna. Þjóðin hefur vel ráð á því að hefja slíka fræðslu. Margir munu telja, að hún hafi ekki ráð á að fresta því of lengi. í STUTTU MÁLI (Framhald af bls. 2.) til þess að flytja erindi um helztu félagsmála- hreyfingar o. fl. — og gera síðan ráð fyrir almennum framhandsumræðum á eftir í formi fyrirspurna eða með öðru móti. Finnbogi Júliusson, form. fulltrúaráðs iðnnemafélaganna. Fyrstu tvö erindin á þessum vetri hafa nú þegar verið haldin. Fjölluðu þau bæði um samvinnuhreyfinguna. Það fyrra flutti Vil- hjálmur Árnason, forstöðumaður Fræðslu- deildar Sambandsins, 5. jan. s. I. í Félags- heimili V. R., og talaði um verzlunarhætti fyrir daga kaupfélaganna, upphaf samvinnu- samtakanna í Englandi og þróun þeirra hér á landi. Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki SÍS, flutti siðara erindið 12. jan. á sama stað, og nefndi: „íslenzk samvinnuhreyfing í dag“. Lýsti hann áhrifum og aðstöðu sam- vinnusamtakanna í þjóðlífinu, þáttöku lands- manna í þeim, og drap á helztu nýjungar í félagsmálum þeirra og framkvæmdum á síð- ustu árum. Bæði þessi erindi munu verða birt í næsta tbl. „Iðnnemans", málgagns Iðnnemasam- bands íslands, ásamt nokkrum myndum. Á næstunni mun Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, flytja tvö erindi um verk- lýðshreyfinguna — og fleiri munu á eftir fara. Það er mjög ánægjulegur áhugi, sem lýsir sér í þessu fræðslustarfsemi fulltrúaráðs iðn- nemafélaganna; áhugi, sem mörg önnur fé- lagssamtök mættu taka sér til fyrirmyndar. Sannleikurinn er sá, að alltof lítið er að því gert að kynna sér uppbyggingu og starf þeirra félagshreyfinga, sem hafa svo víðtæk áhrif, þau grípa inn í líf flestra þjóðfélags- þegnanna, ýmist beint eða óbeint. Formaður fulltrúaráðs iðnnemafélaganna cr Finnbogi Júlíusson, blikksmíðanemi, Reykjavík. Erindreki SÍS, Baldvin Þ. Iíristjánsson, ferðaðist víða um landið á s. 1. ári og hélt fundi með samvinnu- mönnum. Samkvæmt skýrslu erindrekans til Sambandsins, hefur hann mætt á 90 fundum, og hafa 9100 manns hlýtt á erindi hans og seð lræðslukvikmyndir, sem sýndar hafa verið á fundunum. Iívikmyndirnar voru flestar sænskar, frá samvinnusambandi Svía, K. F. Stœrsta samvinnubygging Sviþjóðar, Hyregásternas Sparkasse- och Byggnadsför- ening — HSB —, var 25 ára á s. 1. ári. Á þess- um árum liefur félagið látið byggja um 14.000 íbúðir. Alls hafa byggingar á vegum félagsios kostað um 200 milljónir sv. kr. Þegar athugað er, hvað íbúðir kosta hjá prívat-byggingafyrir- tækjum á þessu tímabili, kemur í ljós, að þeir, sem hafa leyst húsnæðismál sín með hjálp HSB, hafa sparað um 30 millj. sv. kr. Forseti Alþjóðasambands samvinnumanna, Mr. T. H. Gill, hefur tekið sæti í nefnd jjeirri, sem brezka ríkisstjórnin skipaði nú eftir áramótin til þess að undirbúa stofn- un Evrópuráðs og aukna samvinnu Evrópu- þjóða Handbók fyrir búðarfólk nefnist ný bók, sem Norðri gefur út. Eins og nafnið ber með sér, er hún ætluð af- greiðslufólki. Gísli Guðmundsson fyrrv. rit- stjóri og Þorvarður Árnason deildarstjóri hafa tekið bókina saman og einkum stuðst við handbækur sænskra og norskra samvinnu- manna. Bók þessa ætti allt verzlunarfólk að lesa. AUGLÝSINGATÆKNI (Framhald af bls. 22) tæki óeðlilega miklu fé í auglýsinga- starfsemi En á stríðsárunum er mjög margar vörutegundir voru ófáanlegar, héldu framleiðslufyrirtækin samt áfram að auglýsa, til þess að minna á vörumerkin og stuðla að því, að fram- leiðsla þeirra gleymdist almenningi ekki. Þetta viðhorf er athyglisvert og mun hollt að taka hófsamlegt tillit til þess. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.