Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 31
„Til heiðraðrar jómfrú Elísabetar Raklev. Hvað viðvíkur „Appollo", þá liggur hann nú í röð ann- arra skipa úti við Selvíkurröst, og ísinn er sjálfsagt fet á þykkt, og litlar horfur á því, að hann muni leysa í bráð, enda spá allir hér, að seint muni vora að þessu sinni. En góður vörður er hafður á skipinu, og reiðanum hefur verið komið í örugga geymslu á seglalofti Pettersens. En að því, er viðvíkur skipstjóranum, sem þú fullyrtir í Amsterdam, að þú hefðir gefið alla ást þína og tryggð, svo að ekkert vald né kraftur í þessarri veröld fengi neinu þar um þokað, — þá er það helzt um hann að segja, að hann vildi gjarnan þreyja, unz hann fengi að sjá þig aftur, áður en landfestin er alveg núin í sundur. En mér finnst, að nú mæði mjög á síðasta þættinum, og hann kunni að bresta eins og hinir, fyrr en varir. En sæi eg þig, myndi sú keðja verða svo sterk aftur, að hún myndi duga, hversu strítt sem straumfallið kynni annars að verða. Þú verður að fyrirgefa þeim, sem er orðinn svo af sér genginn á síðustu árunum fimm. — Þú veizt víst, hvað eg á við með því. En eg vil ekki kenna þér um það, og því síður látast vera betri en eg er, því að eg ber traust til þín, Elísabet, en ekki til mín sjálfs; það er gallinn, sem menn fá ekki sjálfir ráðið við. Þegar þú lest þetta bréf, Elísabet, verður þú að hugsa til sjómannsins, sem liggur með skip sitt frosið inni í fjarlægri höfn. Og gleymdu honum ekki strax aftur. Eg skyldi gefa helming- inn af hjartablóði mínu, ef það dygði nokkuð, til þess að fá að sjá þið fyrr aftur en ella myndi, því að eg er að tærast upp, svo mjög þrái eg að fá að sjá þig aftur. Og líði þér ætíð sem bezt. Eg skal treysta þér, á hverju sem gengur, allt til hinztu stundar, og allar mínar vonir eru bundnar þér. Vertu sæl, ástin mín, og beztu óskir og kveðjur frá Sölva Kristjánssyni.“ Margt tárið átti Elísabet eftir að fella yfir þessu bréfi. Hún sat oft með það á kvöldin, áður en hún fór að hátta, og ásakaði sjálfa sig þunglega fyrir það, að það væri hennar sök, að Sölvi væri orðinn svona, og ætti svo erfitt með að treysta henni, því að auðvitað skildi hún harla vel, hvað látið var ósagt á milli línanna í þessu bréfi. „Ef eg aðeins gæti verið hjá honum,“ hugsaði hún oft og fann til æ sterkari löngunar til þess að skrifa honum. En hún var ekki leikinn skrifari og hafði naumast lært að stíla sendibréf, svo að í lagi væri. Eftir mikla fyrirhöfn og heila- brot hafði hún þó að lokum soðið saman eftirfarandi bréf, sem byggðist að verulegu leyti á tilvitnun í barnalærdóm- inn hennar: „Til unnusta míns, Sölva Helgasonar! Þú skalt treysta guði og næst á eftir honum skalt þú treysta mér, því að vissulega elska eg þig, það mátt þú reiða þig á. Aldrei að eilífu skal eg gleyma þér. Þin Elísabet Raklev og að vori Elísabet Kristjánsson." Bréf þetta braut hún saman, lagði það í umslag og fékk einn af sonum Garvloits til þess að skrifa utan á það. En henni þótti vissara að fara sjálf með það á pósthúsið. Bréf þetta kom Sölva algerlega að óvörum. Hann gizkaði þó á, frá hverjum það væri, en hikaði við að opna það, því að hann óttaðist, að það flytti honum uppsögn Elísabetar í tilefni af síðasta bréfi hans sjálfs til hennar. Þegar hann tók að lokum rögg á sig og braut bréfið upp, las hann það gagntekinn einlægri, sterkri gleði. Honum fannst í bili, að með þessu bréfi væri öllum efascmdum og tortryggni rutt úr vegi fyrir fullt og allt. Hann las það dag- lega og oft á dag, og að entum lestrinum, lagði hann það ávallt gætilega og vandlega samanbrotið innan í vasabók- ina sína. Um nokkurt skeið eftir þetta var hann sem allt annar maður. En dagarnir liðu einn af öðrum. Og því lengra sem leið, því verðminni varð vitnisburður þessa lífs í augum Sölva. Og loks varð bréfið ekki annað en máður og dauður bók- stafur, þar sem aðeins gat að líta þá fullyrðing, að Elísabet elskaði hann, en hins vegar var þar ekkert á það minnzt, að hann væri sá, er vakið hefði fyrstu og dýpstu ást hennar. En það var einmitt sú ráðgáta, sem allar hinar sjúklegu efa- serndir hans og nagandi grunur glímdu við og snerust um án afláts. Það mátti vissulega ekki tæpara standa, að hann tapaði andlegu jafnvægi sínu á ný, þegar vorleysingaruar komu loks eins og engill af himni sendur, ísinn á höfninni og firð- inum brotnaði upp, og opið og fagurblátt hafið kallaði á hann til starfs og dáða. Hann þoldi ekki að vera iðjulaus til langframa og glíma aðeins við þungar og ömurlegar hugs- anir í einveru og fullu næði. En nú var sem allt hið illa og ógeðfellda, sem fyllt hafði huga hans lamandi kvíða allan veturinn, viðraðist skyndilega af honum, þegar vorið og sjórinn kvaddi hann aftur til lífsins. Og nú gleymdi hann öllu öðru en bjartri og einlægri eftirvæntingu og sterkri þrá sinni að sjá Elísabet sem fyrst aftur og lifa þá stund, að hún yrði lögmæt eiginkona hans fyrir guði og mönnum. XXL Sölvi var kominn til Amsterdam til þess að halda þar brúðkaup sitt. Til þess hafði hann aðeins þá fjóra daga, sem skip hans stóð við í Púrmurende. Hjónaefnin stóðu bæði fast á því, að þau vildu giftast sama daginn og þau þurftu að fara til skips, og var það gert af nærgætni við Garvloits-hjónin, svo að þau hefðu engan kostnað eða um- stang við brúðkaupsveizluna. Þó var mikið um að vera í húsi Garvloits um morguninn, þegar vígslan skyldi fara fram. Gamla húsið skrýddist sínu fegursta skarti, og viðhafnarklæði frá fomum velsældardög- um fjölskyldunnar voru tekin upp úr gömlum kistum og skápum. Maddama Garvloit klæddist kjól úr þykku, sttfu og grænu silki, skreyttum ísaumuðum blómum úr silfurþræði. Fornir og falslausir skartgripir ljómuðu á barmi hennar, en á höfði bar hún mikla og logagyllta hárspennu, er mynd- aði eins konar kórónu yfir enni hennar. Garvloit var klædd- ur þeirri einu flík af viðhafnarbúningi afa síns, sem enn gat samrýmzt hinni virðulegu ístru og annarri fyrirferð manns- ins, en það var gullhneppt vesti, er að vísu var yfrið sítt, en á hinn bóginn háskalega þröngt á þverveginn. fFramhald). 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.