Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 12
bönd þess geta meira að segja verkað svo á önnur steinefnasambönd í melt- ingarfærunum, að þau meltist ekki heldur. Þið skuluð ekki gefa börnum mikið af þessu brauði nema þá á annan hátt sé vegið upp á móti óhollustu þess. Nú hef eg nefnt eitt dæmi upp á óhentuga brauðtegund, en gæti nefnt mörg og útlistað þetta miklu nánar. En þeim, sem kynnu að vilja vita nánari deili á hrökkbrauðinu, get eg vísað á ýtarlega rannsóknarskýrslu um þetta mál, sem gefin hefur verið út af vísindastofnun danska iðnaðarins (Akademiet for de tekniske Viden- skaber, Beretning I 1946 fra Kornud- valget). Eg skal ekki neita því, að matariðn- aður geti ekki orðið svo góður, að nær- ingargildi og vitamin varðveitist vel, en yfirleitt er langt frá að svo sé enn. Þetta skuluð þið athuga vel, áður en þið breytið til og aukið neyzlu iðnað- armatar hér á landi. En hér eru stérk öfl að verki, annars vegar ágeng iðnaðar-gróðafyrirtæki, sem beita áróðri og auglýsingum misk- unnarlaust, og hins vegar sparnaður á vinnukrafti á heimilunum og vinnu- krafti húsmæðra, sem ekki hafa löng- un til eða ekki kæra sig um að eyða miklum tíma í matreiðslu og þykir þægilegt að þurfa ekki annað en að opna dós og vildu lielzt að flygju steikt- ar dúfur í munn mönnum. EN HVERNIG er svo heilsufarið? Að svo miklu leyti, sem séð verð- ur af skýrslum, virðist það vera fremur gott. Næringarkvillar munu þó tíðari en séð verður af opinberum skýrslum og eitt er víst að tannskemmdir fara stöðugt í vöxt. Tannlækningar, sem eru mjög mikilisverðar til viðhalds veikum tönnum, hafa þó aukizt stór- um, en þó er að fara fyrir íslendingum líkt og öðrunt menningarþjóðum, að þeir missa tennurnar. í stríðinu síðasta tóku menn eftir því að tannskemmdir minnkuðu stór- um í ýmsum löndum. Við gátum rann- sakað þetta nákvæmlega í Danmörku á mörg þúsund manns og það var eng- inn vafi á að nokkur framför var í þessu efni. En nú lifðu Danir í alls- nægtum á stríðsárunum og mataræði breyttist miklu minni en í mörgum öðrum löndum, en þó teljum við það lfafa batnað, það sem það var. Það var drukkin meiri mjólk, borð- aður meiri fiskur, borðað meira inn- meti, svo sem lifur, nýru hjörtu o. s. frv. Ennfremur var brauð og mjöl miklu betra en áður, og notað var því nær eingöngu heilkornsmjöl. Sykur- neyzla minnkaði um helming, smjör- líkið hvarf og iðnaðarmatur og dósa- matur minnkaði stórum. Með öðrum orðum, sú breyting sem varð, miðaði eingöngu í þá átt, sem við töldum heppilegasta, og sem ráða má af þessum erindum mínum. I Noregi bar rniklu meira á þessu. Þar bötnuðu tennur stórum. En því miður höfðu Norðmenn ekki tök á að framkvæma manneldis- og heilsurann- sóknir, eins og við gerðum í Dan- mörku öll stríðsárin, svo að erfitt er að segja um með vissu hverjar breytingar urðu á mataræði í Noregi. Þó má telja víst að kornmaturinn hafi verið mun betri en áður, líklega meiri og jafnari mjólkurneyzla, meira fiskát og miklu minni sykurneyzla og sætabrauðs. Notkun þroskalýsis var meiri og jafnari. En þegar stríðinu létti og mataræðið færðist aftur í gamla horfið jukust tannskemmdir strax á ný. Líka reynslu Jtafa menn frá mörg- um öðrum löndum. Þetta er ákaflega merkilegt fyrir- brigði og bendir eindregið til þess að tannskemmdir séu fyrst og fremst háð- ar mataræðinu, og eg hef aldrei verið í vafa um að svo sé. FYRRA ERINDI mínu drap eg á mikilsvert atriði, þegar um mann- eldi er að ræða, en það var Iivort mað- ur ætti að kappkosta að framleiða mat- vörur jafnt allan ársins hring eða á viss- um tímum, þegar það er auðveldast og finna svo hæfar aðferðir til að geyma matvörurnar, þangað til þær eru not- aðar. Fyrir land eins og ísland er þetta sérstaklega þýðingarmikið atriði. Það er hægt að rækta matjurtir í gróðurhúsum, vetur, sumar, vor og haust. Það er hægt að fóðra skepnurn- ar svo vel, að þær séu í frálagsholdum jafnan. En aftur á móti er ekki hægt að ráða göngu fiskjarins. Hér á landi verður því ekki hjá því komizt að framleiðsla matvæla verði mjög bundin árstíðum. En það má draga úr því, ef menn vilja. Líklega er það þó svo, að matvæli, framleidd á náttúrlegum árstíma, ef eg má svo að orði komast, verða mjög miklu ódýrari og vafalaust hollari fæða — sérstaklega vitamin-auðugri. Hér verður því að leggaj mikla áherzlu á að nota hentugar geymsluað- lerðir. Hraðfrysting tekur þá öllum öðrum aðferðum frant- Og hraðfrysti matur- inn er eina verulega framförin, sem eg get séð í manneldi hér á landi. Allt má frysta og allt helzt óskemmt, ef nógu vel er fryst. Það, sem ekki verður fryst, má herða, súrsa og salta upp á gamla móðinn. Það er afturför að súri maturinn, harðfiskurinn og siginn matur er að hverfa. Varið ykkur á dósamatnum og auð- matreiddum iðnaðarvörum og kaupið ekki köttinn í sekknum í auglýsinga- umbúðum matvælaiðnaðarins. Um allan heim berjast manneldis- fræðingar gegn spillta kornmatnum. Stríðið kom okkur til hjálpar víða um lönd, og margar þjóðir tóku aftur að nota gróft, ósigtað mjöl og óafhýðuð grjón. Tannskemmdir fóru mjög minnk- andi og margt annað bendir til þess, að hið óbreytta mataræði ófriðarþjóð- anna, hefði gagnleg áhrif á lieilsu manna. y ÝMSUM löndum hefur tekizt að Iialda í grófa kornmatinn hingað til, t. d. í Danmörku. En skilnings- lausar luisfreyjur og ófróður almenn- ingur sækist ákaft eftir fína brauðinu og bakararnir dansa eftir pípu hans. Hér er um að ræða eitt höfuðatriði manneldismálanna. Fínt og spillt mjöl ætti alls ekki að flytjast til landsins, þó kaupmenn kalli það fyrsta flokks vöru. Malið þið korn- ið sjálfir, og sigtið hvorki né spillið mjölinu. Bakið brauð úr því með aðferðum, sem eyða sem minnstu af vitaminum mjölsins og sem hagkvæmast eru, svo að sölt mjölsins komi að fullum not- um. íslendingar voru áður vanir góðu, gi'ófu brauði, pottbrauði og flatbrauði úr ósigtuðu rúgmjöli og grautum úr (Framhald á bls. 26.) 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.