Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 3
„Vár Gárd“ Skóli og námsheimili sænska samvinnusam- bandsins. Eftir Baldvin Þ. Kristjánsson Á baöstriind i Saltsjöbaden■ -f HARTNÆR aldarfjórðung hefur Vár gárd — „bærinn okkar“ — fræðslustofnun Kooperativa Förbun- dets (K. F.) — stráð frækornum sam- vinnuhugsjóna og verklegrar kunnáttu í huga þúsunda karla og kvenna. Þar eru Svíar sjálfir auðvitað fjölmennasti hópurinn, en fleiri hafa þó notið góðs af; útlendingar frá mörgum löndum jarðar, þ. á. m. nokkrir frá íslandi. Það er því engan veginn að ófyrir- synju, að þessar sérstæðu samvinnu- menningarsofnunar sé að nokkru getið í málgagni íslenzkra samvinnu- manna — ekki sízt með það fyrir aug- um, að beina athygli ungra og áhuga- samra manna að Vár gárd, sérstaklega meðan aðstæður hér heima leyfa ekki hliðstæða fræðslumiðlun. Saltsjöbaden Um það bil 15 km. í suð-austur frá Stokkhólmi er merkilegur bær, sem heitir Saltsjöbaden. Þótt hér sé um smábæ að ræða — líklega svipaðan Akureyri — er hann þó þekktari víða um lönd heldur en margir þeir aðrir, sem af meiri fólksfjölda hafa að státa. Ber þar margt til. Hvort tveggja er, að náttúran sjálf hefur veitt Saltsjöbaden ríkulega af náðargjöfum sínum, enda hafa líka íbúarnir ekki vanrækt sitt hlutskipti í samspilinu, sem manns- ins er. Bæjarstæðið er á hálfeyjum, sem skaga út í Baggensfjörðinn, og byggð- in er utan í og á milli skógivaxinna hæða. Úti fyrir liggur svo Skerjagarð- urinn með sínum dásamlegu eyjum, sem standa vörð um ströndina. Má segja, að staðurinn sé svo vel í sjó frekar en í sveit settur, að vart verði á betra kosið. Það er líka oft sagt, að dýrmætustu auðæfi Saltsjöbadens sé hinn svalandi og tæri sjór, sem um- lykur næstum alla vega, enda snýst lífið þarna að miklu leyti kringum aðstöðuna, sem lega kaupstaðarins skapar. Þúsundir manna víða um heim sækja sér árlega hvíld, hressingu og heilsubót í heilnæmi lofts og lagar Saltsjöbadens, sem fyrir löngu er orð- inn einn þekktasti og vinsælasti bað- staður Norðurlanda. Frægasta hótelið er Grand Hotel Saltsjöbaden, ekki sízt fyrir það, að á síðari árum er það orðin hefðbundin venja að halda þar meirháttar ráð- stefnur, bæði norrænar og jafnvel al- þjóðlegar. Síðasti fundurinn, sem ég man eftir að sagt hefur verið frá, var samkoma fulltrúa skandinavisku land- anna til þess að ræða sameiginlegar hervarnir. Til gamans má geta þess, að Helgi P. Briem bjó á Grand Hotel með fjölskyldu sína alllengi eftir komuna til Svíþjóðar sem sendifull- trúi þjóðar sinnar. Nokkrar mjög frægar byggingar prýða Saltsjöbaden. Ber þar fyrst að nefna hina rómuðu Opinberunar- kirkju, sem er mjög einstæð að fegurð og glæsileik, hvar sem á er litið, enda verk frægra listamanna, svo sem eins fremsta myndhöggvara Svía, Carl Milles, sem prýddi hana háskomum altarismyndum úr lífi Krists. Þessi mikla kirkja var vígð 1913 og gefin söfnuðinum af fjármálamanninum mikla K. A. Wallenberg, sem m. a. var utanríkisráðherra Svía flest ár fyrri heimsstyrjaldar, og ættaður úr nágrenninu. Þá má nefna stjörnurannsóknabygg- inguna, er ber við himin á hæð nokk- urri, sem kennd er við hana, Observa- torieberget. Stockholms Observatori- um hefur vakið athygli vísindamanna víða um heim og er talið ein bezta vísindastofnun sinnar tegundar. Þótt fátt eitt sé nú talið af dásemd- um Saltsjöbadens, ætla eg að það gefi ókunnugum nokkuð til kynna um það, að þeir samvinnumenn Svía, sem ákváðu skólastofuninni samastað, hafi ekki valið af verri endanum, þegar Saltasjöbaden hlaut útnefningu sem heimkynni Vár gárds. Vár gárd Bysslnsar °- fL Skólaheimilið er á tveim nærliggj- andi stöðum á sömu hæð norðan aðal- götu og járnbrautar í Saltsjöbaden; 3—5 mínútna gangur á milli, eftir því, hvorum megin hæðarinnar er gengið. Þarna er mjög fagurt, einkum á vor- um og sumrum. Árið 1924 keypti Kooperativa För- bundet eldri hlutann, Vatnsnesið 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.