Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 5
Stjurnuturninn, byggður i 55 m hccð. kölluðum „föstum" skólum. Braut- ryðjandastarf skólans liggur fyrst og fremst í því að lialda uppi, all árið, stuttum námskeiðum í ýmsum grein- um, aðallega varðandi samvinnustarf- ið. Krafist er ákveðinnar lágmarks- menntunar fyrir hvert námskeið, sem þó er ekki vandfengnara en svo, að liennar má afla sér á eigin spýtur með starfi, lestri tiltekinna bóka og bréf- skólanámskeiða. Með þessari stefnu hefur fleira en eitt áunnizt. Ýtt liefur verið mjög ákveðið undir heilbrigt sjáljsnám manna, sem e. t. v. margir hverjir hefðu að öðrum kosti alveg lát- ið vera að læra eða þá aflað sér mennt- unar með setu á skólabekkjum. Er fljót- séð, hvor leiðin er meiri ávinningur fyrir viðkomandi einstaklinga, þá var og bent á gildi og möguleika sjálfsnáms við bréfskóla og mönnum þannig kennt að notfæra sér þá á raunhæfan hátt. Grundvöllur Bréfskóla K. F. var einnig þar með treystur, en hann lieyrði framan af undir Námsdeild sambandsins. Helzti vinningurinn var þá e. t. v. sá, frá heildarsjónarmiði samvinnu- manna, að starfskraftar og aðstæður Vár gárds voru með þessum hætti nýtt ólíkt betur, en ef skólinn hefði lagt inn á þá braut, að eyða tíma, fé og kröftum í frumstæðan, almennan fræðsluítroðning, heila vetur, ár eftir Stœrsta skólabyggingin. ár. Með því móti liefði yfirferð skól- ans ekki orðið nema ömurlegur svipur hjá sjón, miðað við það, sem reynslan hefur sýnt, að áunnist hefur til heil- brigðrar vakningar og fræðslu Jrúsund- um rnanna. Eitt, meðal annars, sem einkennir Vár gárd, er sérstakt ,,uppeldi“, sem hann veitir um 20 ungum mönnum samtímis á víxl, eftir því sem þeir hafa komið inn í röðina. Eftir venjuleg, stighækkandi námskeið í skólanum, geta þeir, sem færir eru taldir, innrit- ast sem „lárarassistentar", þ. e. nokk- urs konar „kennaranemar“. Tekur þá við tveggja ára námstími, sem er sam- bland af þátttöku í kennslu og áfram- haldandi námi að öðru leyti. Að lok- inni tiiskilinni vinnu og námi — og hvort tveggja er allmikið —, skeður venjulega annað tveggja, að nemand- inn er ráðinn sem leiðbeinandi unr ýms atriði í þjónustu kaupfélaganna og sambandsins, eða þá, sem stundum á sér stað, að hann verður fastráðinn kennari á Vár gárd, ef um manna- skipti eða viðbótarráðningu er að ræða. — Þanngi elur skólinn sjálfur upp slarfsmenn lianda sér og sam- samvinnufélögum landsins — menn, sem hafa tileinkað sér persónulega þann anda og þá vinnugleði í þágu góðra málefna, sem ræktuð er og fylgst með af skólanum undir yfirstjórn hins stranga en skemmtilega rektors. Auk hans og „assistentanna“ starfa nú við Vár gárd einir 8 fastráðnir kennarar, þannig að heimilið er um 30 manns. Ekki er það Jjó eitt um að fræða. Svo að segja á hverju námskeiði koma „specialistar" frá „sta’n“, þ. e. Stokk- hólmi, og flytja einn eða fleiri fyrir- lestra í sérgrein sinni. Oftast eru þeir frá aðalskrifstofum K. F., eða annarra mikilla samvinnufyrirtækja, en hvergi nærri })ó alltaf, Jdví miklu víðar er „leitað lags“ með að fá hina hæfustu menn til fræðslu og áhrifa. Tilhögun námskeiða. Þegar regíulegt námskeið kemur saman á Vár gárd, fær nemandinn í hendur fróðlega og glögga skýrslu um tilhögun kennslunnar o. fl. Hverju námskeiði er skipt í flokka, venjulega 2—3 og 8—12 nemendur í hverjum, eft- ir því, sem á stendur. En oftast eru tvö eða fleiri námskeið í gangi í einu. Hvert námskeið hefur sinn for- stöðumann, sem alltaf er einhver fast- ráðinn kennari, — og aðstoðar-far- stöðumann úr hópi „assistentanna“. Hver flokkur fær líka sinn foringja, og er hann einnig „assistent“. Skipt- ingin í flokkana fer aðallega eftir áhugaefnum, Jrroska og atvinnu við- komandi nemenda. A framhaldsnám- skeiði geta t. d. jafnvel verið félags- legir leiðtogar og starfsmenn kjötbúða og vefnaðarvöruverzlana. I slíku til- felli myndu þeir skiptast í 3 flokka eft- ir þessu, og ræða þar í nokkurs konar námshringum Jrau efni, er sérstaklega snerta hvern og einn, en aðaltilgangur flokkanna er að gefa sem samstæðust- 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.