Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 18
r • ; .........tív— siipf"'...’T*f... ^ A Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjalla og Mýrdalsjökuls, eiga Fjallamenn skála i 1100 mctra hœð. Þar er gott að œfa áttvisi. unar. Mér varð fyrir að loka augum um stund, og þá vissi eg nærri strax í hvaða átt tjaldið var og náði sambandi við leiðarstjörnuna, eða norðurátt. Annað sinn gisti eg við Skammá á norðurleið, fór Grímstunguheiði í þoku og leiðindaveðri, beint eftir hug- boði mínu, áleiðis að Haukagili í Vatnsdal. í tjaldinu við Skammá hafði mig dreymt undarlegan draum um nótt- ina. Mér fannst eg vera staddur við litla heiðarbrík í dimmviðri, illa staddur og villtur, en skyndilega brá björtu ljósi yfir landslagið með því- líkri dýrð, að eg þóttist eigi hafa séð slíka fegurð á fjöllum. Aldrei sást til vegar á heiðinni, nema lítið eitt fyrst, þegar hún var nærri á enda tapaði eg bagga af klyfsöðli nið- ur í gilskorning. Þegar eg hafði komið böggunum upp aftur, hafði eg tapað áttinni. Eg teymdi hestana yfir smá hæðardrag, og bjóst við að eg myndi átta mig aftur. Þá skeður undrið: eg stend við sömu bríkina og eg sá um nóttina í draumnum. Þá birti skyndi- lega í huga mér, og eg vissi samstund- is hvar Haukagil var — en það var stefnan á leiðarstjörnunni. — Þótt skammt væri til byggða var nú tjaldað þarna, mér fannst eg vera heima hjá mér. Morguninn eftir fann eg götuna skammt norðan við brík- ina. Áhrifamesta atvikið skeði á ferðalagi við vestanverðan Vatnajökul. Við vor- um fjórir á ferð með 11 hesta, fórum árla dags úr Fiskivötnum í Tungnár- botna og ætluðum að hafa náttból í Botnaveri. Tungná reyndist ófær, við ákváðum þá að halda í Illugaver fHáumýrar) við Köldukvísl ofar Sauðafelli. Þegar við komum í hin úfnu hraun ofanvert við Þórisvatn, þá var skugg- sýnt af nóttu og hríðarslytringur með hrímþoku, alblint kalsaveður. Félag- ar mínir tveir höfðu áttavita (en það var í fyrsta sinn, sem áttaviti var tek- inn upp á ferðum mínum). Töldu þeir þegar sjálfsagt að hafa átavitana með í ráðum. Eg reið á undan og bað þá gera mér aðvart, ef eg sveigði af réttri leið, taldi eg mig öruggan. Veðrið tók nú að versna, og jafn- fiamt varð eg þess var að hann gekk til í áttinni. Þá skeði undrið: áttavitarnir báðir urðu skyndilega hringavitlausir, ýmist snerust þeir í hring eða sýndu sína áttina hvor. Eg fór nú af baki og athugaði þetta fyrirbæri, en við það bjástur tapaði eg átt og áfanga. Nú var illt í efni, við sárþreyttir og kaldir, og það sem verra var, hestarnir höfðu ekki fengið nema heytuggu í poka, nokkrar brauðsneiðar og soðinn silung í 18 klukkustundir. Eg lét á engu bera, en stakk upp á því að fá okkur bita, lagði eg mig skammt frá félögum mínum og hef víst sofnaði skjótt. Eg hrökk upp skyndi- lega við að Mósi, uppáhaldshesturinn minn, neri snoppunni um vanga minn. Settist eg upp og furðaði stórlega þetta torkennilega umhverfi. Ennfremur setti að mér hroll mikinn, en sam- stundis fann eg áttina, snaraði mér á bak og bað félagana að fylgja mér fast eftir. Komum við nú í enn verri hraun, svo úfin að við urðum að fara miklar krókaleiðir. En mér stóð ná- kvæmlega á sama, eg var hárviss um áttina. Að morgni stytti upp, við komum þá að Köldukvísl, beint að vaði, sem er örlítið neðar en Illugaver. Höfðum þá verið nærri sólarhring á ferðinni. Þegar gosið var í Grímsvötnum í Vatnajökli 1934, urðum við fjögur fyrst til að rannsaka eldstöðvarnar. Komum við á brún gígdalsins 13. apríl, síðla dags, í sæmilegu veðri, ui'ð- um við að skilja sleðana eftir í hér um bil 18 kílómetra fjarlægð, sökum ösku og vikurhrauna á jöklinum, þarna um- liverfis gígana. IÐ ATHUGANIR okkar á brún- inni tókum við myndir, teiknuð- um og grófum gryfjur til að athuga þykkt gosmalarinnar. Við þetta bjást- ur tapaði eg áttinni sem snöggvast, og er eg fann hana aftur voru stejnurnar tvœr. Þetta var nýtt fyrirbæri, eitthvað í þá áttina að sjá tvöfalt! Við snerum nú við, og héldum til tjaldsins, en mér fannst við ávallt lialda í aðra átt, gat þó ekki áttað mig á hvert. Hins vegar virtist mér stefnan ekki langt frá því rétta. Tókum við nú upp áttavita. hann sýndi að áttin væri rétt, en okkur fé- laga deildi á um misvísingu þessa staðar. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.