Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 24
Ævintýrið af Pétri kóngssyni j Barnasaga frá Svíþjóð LANGT, langt í burtu, í ríki liinna bláu fjalla, bjuggu eitt sinn kóngur og drottning í riki sínu. Konungurinn og drottningin voru svo fátæk, að þau áttu ekki málungi matar. Það var hörmulegt ástand í konungsríkinu og jafn illa var komið f)TÍr öllu fólki í land- inu. Allt var í hinni mestu niðurníðslu, ltver borg, liver bær, hvert einasta hús. Það var heldur enginn, sem nennti að vinna að nokkrum lilut. Enginn nennti að hreyfa jtlóg eða spaða, og enginn átti góða daga, nema rotturnar, sem átu upp síðasta kornið, og refirnir, sem átu upp síðustu liænsnin. Síð- asti hundurinn og síðasti kötturinn voru fyrir löngu dauðir úr sulti. En þá bar svo við dag nokkurn að drottu- ingin fæddi lítinn kóngsson. Hann var frísk- ur og duglegur drengur og svo kátur var hann, að hann hló og skemmti sér, þegar hann sá sólargeislana eða þá bæturnar á skykkju föður síns, sem voru í öllu regnbog- ans litum. „Það er gott,“ sagði konungurinn, „að drengurin nokkar er svona glaðlyndur i öllu þessu basli okkar og fátækt. En hvað cerður um hann? Ef við ættum nokkrar kindur eða geitur, þá gæti liann orðið fjárliirðir. En þar sem við erum svo fátæk, verðunt við víst að senda hann eitthvað út í heiminn." Og það varð úr. Pétur kóngssonur, eins og hann var kallaður, fékk nokkrar brauðsneiðar í mal sinn, setti litlu kórónuna á gulu lokkana sína, kvaddi kóng og drottningu og lagði af stað út í heiminn. Hver, sent Pétur kóngssonar fór, kom hann sér svo vel að ölurn þótti vænt um liann. Hann kunni líka mörg verk og var fús að vinna. Hann var bæði duglegur og iðinn. Enginn gætti kindanna betur en hann, og enginn var duglegri við mokstur eða gröft en hann. En það gekk illa með að fá greidd nokkur vinnulaun. „Kóngssyni er ekki hægt að borga,“ sögðu liúsbændur hans, „það væri blátt áfram skammarlegt að fá lionum pen- inga. Nei, kóngssyni þökkum við þann heið- ur, sem hann hefir sýnt okkur, og svo hróp- um við húrra fyrir honum.“ Pétur kóngssonur ferðaðist frá einunt bæn- um til annars og bauð þjónustu sína. Alls staðar var sama sagan: Mikil vinna, mörg húrra ltróp en engin laun. „Beztu launin fæ ég nú samt sem áður,“ hugsaði Pétur með sjálfum sér. „Það er vinnugleðin. Eg hefi mikla gleði og ánægju af starfi mínu.“ Pétur kóngssonar ferðaðist lengi og fór víða. Ekki gat hann annað en brosað að bændunum, sem fannst ekki koma til mála að greiða honum laun, af því að hann var kóngssonur. Sjálfum fannst Pétri, að liann ætti skilið að fá vel borgað allt starf sitt og erfiði. Tíminn leið og Pétri kóngssyni fór að langa heim. Löngun hans varð sterkari með degi hverjum, og að síðustu ákvað liann að halda heim, jafn vel þótt hann kæmi álíka ríkur og hann fór. Dag nokkurn, Jtegar hann átti skamnit ófar- ið á veginn, sem lá heim í ríki föður hans, mætti hann ketti, sent kom gangandi eftir veginum og mjálmaði sáran. „Kisa mín,“ sagði Pétur kóngssonur um leið og hann bauð henni af brauðskorunum sínurn, „hefir j)ú ekkert annað að gera en að rölta eftir Jtjóðveginum og mjálma" „Nei,“ svaraði kisa, ,,eg heli ekkert annað að gera, því að J)ar sent eg átti heima er engan ma tað fá lengur. Við eru búnar með allar rottur og allar mýs, sem ])ar var að hafa.“ „Jæja,“ svaraði Pétur kóngssonur, „úr J)ví að svo er kornið, þá skaltu bara slást í för með mér. Þú skalt fá eins rnikið af rottum og músum, eins og J)ú getur í J)ig látið.“ Kötturinn féllst auðvitað á })að, og J)eir röltu af stað. Þegar þeir höfðu gengið nokkuð lengi, ákváðu þeir að hvíla sig. Pétur kóngs- sonur tók upp bráuð sitt og skipti því bróð- urlega á milli sín og kisu. Rétt í því kom hundur lilaupandi og bað um svolítinn brauðbita. „Jú, jtað geturðu fengið," svaraði Pétur, „ef ])ú getur gert ])ér að góðu J)essar skorpur." „Sannarlega get eg það,“ gelti hundurinn, J)ví að ég er svengri en nokkur liundur ltefir nokku sinni verið.“ „Hvers vegna fórstu að heiman" spurði Pétur. „Vegna Jtess, að húsbóndi minn liafði engin not fyrir mig lengur. Allir refir og aðrir liænsnaþjófar voru horfnir úr hérað- inu og allar kindur dauðar," svaraði liundur- inn. „Þá skaltu koma með mér,“ sagði Pétur kóngssonur. „í rnínu héraði er mikið al 24 Prinsinn bauöst til þess aÖ leiöa Ásu.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.