Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 6
Garnla kaupfclagsbúðin. uni hópi tækifæri til þess að leiða saman hesta sína og kryfja til mergj- ar sameiginleg viðfangsefni, utan kennslustunda, en þó undir hand- leiðslu manna, er hlotið hafa meiri þekkingu. Þótt kennsla fari að langmestu leyti fram í fyrirlestrum rektors, kennara og aðfenginna fyrirlesara, er allmikið aðhald veitt um það, að nemendur láti sig þar fyrir ekki sleppa of „bil- lega“. Varpað er fram eftir á, við tækifæri, — e. t. v. ekki alltaf sem hentugast fyrir alla (!!) — spurningum með möguleikum til smáprófunar, og getur þá hæglega „komist upp um strákinn Tuma“, ef ekki er allt með felldu. í té eru látin góð gögn til minn- isskriftar, meira að segja ásamt ágæt- um leiðbeiningum þar að lútandi, þannig að nemandinn kemst vart hjá að skilja það, að hann á ekki bara að hlusta, heldur líka notfœra sér með þeim hjálpargögnum, sem að liði mega verða, til jrambúðar. Svo mikil áherzla er lögð á þetta, að fyrstu tímar margra námskeiða fara beinlínis í hug- vekju og fræðslu um listina að skrifa vel og skilmerkilega niður sér til minn- is, og láta slíka „ritmennsku” ekki verða að dauðum bókstaf. Á öllum meiriháttar námskeiðum sleppur heldur enginn nemandi við að flytja a. m. k. eitt smáerindi í sam- bandi við námið, nema alveg sérstak- ar kringumstæður komi til. „Embœttismenn“. En það er fleira en sjálf námstil- högunin, sem plaggið, sem ég nefndi, fjallar um. Eitt m. a. er það, að hverj- um einstökum nemanda er ætlað ákveðið hlutverk í þágu skólaheimilis- ins, tiltekinn tíma. Til er dálítið, sem á sænskunni nefnist „trevnadsgrupp". Hann er skipaður mörgum virðuleg- um „embættismönnum“. Einn sér um hringingar í tíma — annar opnun glugga og töfluhreinsun — þriðji þrifnað utanhúss — fjórði bókasafnið — finnnti hefur hinn karlmannlega emlrættistitil ,,kilowattjagaren“, hvers skylda er að fyrirbyggja óþarfa og ótímabæra uppljómun á Vár gárd, í ótímabæra uppljómun á Vár gárd, í ekki er neitt kák, frekar en annað það, sem þeir menn ætla sér. — Fleiri hlut- verk, sem nemendur skiptast á um, mætti telja, en eg læt þessi dæmi nægja til þess að sýna skipulagninguna og stjórnsemina á samvinnuskólaheimil- inu. En því vil eg bæta við hér, að það er ekki nóg með þá reglusemi, að hverjum sé ætlað sitt starf í kerfis- bundnu, en þó frjálsu og skemmtilegu heimilislífi á Vár gárd — þar er auk þess sýnd sérstök manndómsleg auð- mýkt frammi fyrir hinum gullnu orð- um Englendinga: „Kontorsvillan." V_________________________J „A þlace for everything, and every- thing in its place.“ Námsgreinar. Til þess að gefa nokkra hugmynd um námsgreinar þær, sem Vár gárd lætur sig skipta að leiðbeina nemend- um sínum í,vil eg nefna nokkur helztu atriðin úr stundaskrá Framhaldsnám- skeiðisins, bæði af því, að mér er það persónulega kunnugt, og eins af hinu, að önnur námskeið eru einskorðaðri við tiltölulega fá, aðeins „praktisk“ verkefni, og gefa þar af leiðandi ekki eins glögga heildarmynd. Hafa verður það jafnan í liuga, að Vár gárd er fyrst og fremst samvinnuskóli, sem auðvitað leggur megináherzlu á það að glœða hugsurv og starfsluefni starfs- fólks samvinnufélaganna og sam- vinnusambandsins sjálfs, stjórnenda þeirra og trúnaðarmanna. Það er því ekki að undra, þótt samvinnufrœði og einnig hagfrœði séu undantekn- i „Husmor.“

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.