Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 26
MANNELDIÐ OG MENNING ÞJÓÐARINNAR (Framhald. af bls. 12.) lítt möluðum grjónum, og það ætti að vera hægt að hverfa aftur til þessara matartegunda sem bæði voru hollar fyrir næringuna og gagnlegar fyrir störf meltingarfæranna. Það er verið að tala um drykkju- skap og fyllirí hér á landi og ekki að ástæðulausu. En verra allri vínnautn er sætabrauðsfylliríið, sem allir liggja í, ungir og gamlir. Ég veit ekkert jafn hlægilegt en þó sorglegt en hlaðið borð af sætabrauði, sem öllum gestum er boðið og það á milli máltíða. En það er víst tilgangslaust að tala um þetta. Hvað ætli hinir gestrisnu íslending- hafi borið á borð fyrir gesti sína áður fyrri, þegar hvorki þekktist sætabrauð, kaffi eða brennivín? ísland er eitt hið mesta matforðabúr í heimi. Aðalframleiðsla íslands hefur alltaf verið matvæli og verður aldrei annað. Matvæli eru líka ein hin verðmæt- asta verzlunarvara, sígild og eftirsótt, og matvæli eða næringargildi ætti að vera undirstaða undir öllu verðmati heimsins, og alls ekki gullið, því að gullið er valt. RANGEY á Skagafirði var kölluð mjólkurkýrin Skagfirðinga og saddi margan manninn kjöti og eggj- um á vorin. ísland gæit orðið ein af mjólkur- kúm heimsins. Ræktun landsins má þúsundfalda og auka þar með jafnmargfaldlega framleiðslu landbúnaðarafurða. Rækta má matjurtir um allt land, takmarkalaust, bæði við jarðhita og án hans. Það má ekki einblína á jarðhita- ræktunina, og það má ekki nota jarð- hitann mest til að rækta við skraut- blóm. í hitalausum gróðurhúsum og vermireitum má rækta hvers konar al- gengt grænmeti, sem er alveg ótak- markað. En á hverjum bæ ættu að vera slík gróðurhús til heimilisþarfa. Þið skuluð byggja gróðurhúsin í sambandi við fjósin og nota fjóshit- ann og fjósloftið til að verjast nætur- frostum á vorin. Þið skuluð rækta ædsveppi í fjár- húsunum á sumrin. Og lengi, lengi mætti telja upp hvað gera mætti hér á landi til að afla hollra og ljúffengra fæðutegunda til viðbótar og tilbreyt- ingar íslenzkum mat. Hvergi í heiminum hef ég séð eins mikla grassprettu og á velábornu og ræktuðu hvanngrænu túni á íslandi. Engin mjólk í heiminum er betri en mjólk af slíku fóðri. Garðrækt má þúsundfalda og fram- leiða ótakmarkað grænmeti. Ræktið að minnsta kosti gulrófuna, sítrónu Norðurlanda, eitthvert holl- asta grænmeti sem til er. Fiskveiðar má hundraðfalda og taka má upp fiskirækt í fjörðum, lón- um, vötnum, ám og jafnvel útmiðum. Hlunnindi landsins má tífalda, æða- varp, fuglatekju og veiðiskap margs konar. Firðir eru stundi krapfullir af smá- síld, sem enginn lítur við og margt er hér talið óæti bæði á sjó og landi, þó talið sé herramannsmatur alls stað- ar annars staðar. Ég hef farið víða um heim en hvergi hef ég séð annað eins bjargræði og á íslandi. AÐ er óskiljanlegt með öllu hvern- ig þessi þjóð fór að svelta og það væri hörmulegt ef henni tekst ekki að fylgjast svo með tímanum, að mann- eldinu sé ekki fullvel borgið. Hér má framleiða svo fram úr skar- andi holl matvæli að íslendingar ættu að geta orðið bezt alda þjóð, og þar með hraustasta og hamingjusamasta þjóð heimsins. Þess óskum við öll, og ekki sízt við, sem búum fjarri vorri fósturjörð. VESALINGS HÚSMÆÐURNAR! (Framhald af bls. 21.) efni, að það mætti henda þeim í þvott inn, þegar þau væru orðin óhrein og ekki þyrfti að pressa þau eða strjúka. Þetta mundi lauslega áætlað, spara 50% í kostnaði, vinnu, viðhaldi o. s. frv. Þótt ofanrituð grein, sem er lauslega endur sögð eftir amerísku blaði, sé rituð í gaman- sömum stíl, og naumast beri að taka alvar- lega ýmsar þær tillögur, sem þar eru bornar fram, mætti hún þó vekja menn til umhugs- unar um ýmislegt, sem betur mætti fara í húshaldi nú á dögum, þrátt fyrir allar fram- farir síðustu áratuga. BANKAINNSTÆÐAN HENNAR MÖMMU (Framhald af bls. 15.) vexti, og mamma var með silfurgráar hærur. Það var búið að borga litla húsið, og pabbi var kominn á eftirlaun. í fyrra seldi ég fyrstu söguna mína. Þegar eg fékk ávísunina fyrir hana, flýtti eg mér til mömmu og lagði grænu pappírsávísunina í kjöltu henn- ar. „Þetta ætla eg að gefa þér,“ sagði eg. „Þú getur lagt það við bankainn- stæðuna þína.“ Hún handlék blaðið svolitla stund. „Þakka þér fyrir," sagði hún. „Þú skalt fara með liana í bankann á morgun,“ sagði eg. „Þú kemur með mér, er það ekki, Katrín?“ „Það er óþarfi, mamma. Sko, eg bú- in að framselja hana til þín. Þú þarft ekkert annað en fá gjaldkeranum hana, og hann leggur hana við inn- stæðuna þína.“ Örlítið bros færðist yfir varir henn- ar um leið og hún leit á mig. „Eg á enga innstæðu," sagði mamma. „Eg hef aldrei á ævi minni komið inn í banka.“ A. Bj. þýddi. VERZLUNARBÚÐIR A HJÓLUM (Framhald af bls. 13.) forgöngu um að leysa þetta vandamál á þann hátt, að nota til þess sölubíl- ana. Hér á landi hefur eitthvað lítilshátt- ar verið reynt í þessa átt, en ekkert, er telja mætti í líkingu við það, sem Svíar eru að gera, en þó er hugsan- legt, að sums staðar séu slíkir bílar hagkvæm lausn á verzlunarvandamál- um dreifbílisins, einkum hinna þétt- býlli sveita. Það mundi spara hús- mæðrum sveitanna mikið erfiði, ef hægt væri að flytja til þeirra fjölbreytt úrval af venjulegustu neyzluvörum. Hér væri um mikið hagræði fyrir hús- mæður sveitanna að ræða, einkum með tilliti til þess, að konur sveitanna geta ekki nema örsjaldan komizt í verzlunarstaðinn, þar sem það er venja, að bændur gera öll aðalinn- kaupin. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.