Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 11
skólunum, liafa í för með sér nokkra breytingu á matreiðslu, en hvort það er til bóta, tel eg mjög vafasamt. Ef eg hefði tíma til skyldi eg slá upp í einni af þessum bókum, og eg er hér urn bil viss um að eg myndi í fyrsta sinni hitta á uppskrift af matartilbún- ingi, sem eg gæti sundurliðað eftir öll- um kúnstarinnar og vísindanna regl- um og sannað að væri fæðu- og næring- arspillandi á margan hátt. En það er til ritfrelsi í þessu landi eins og annars staðar, og menn og kon- ur virðast óátalið geta spiilt íslenzku mataræði með því að apa eftir illa siði erlendra þjóða. Það væri fullkomin þörf á því, bæði hér og í öðrum löndum að hafa strangt eftirlit með því, hvað fólkinu er kennt að borða. Hvað haldið þið að kirkjan segði, ef að gefnar væru út óáreiðanlegar bibl- íusögur eða kver með villutrú og guð- lasti? En heilbrigðisstjórnir landanna, að meðtöldu íslandi, geta oft ekkert að- hafst þótt falsspámenn og ofsatrúar- lýður sé pantaður til að gera fólkið hálfvitlaust og breiða út villukenning- ar um vísindi og heilsu og manneldis- mál. Og mér finnst íslendingar furðu næmir fyrir slíku. Þeir eru grandvara- lausir og trúgjarnir í þessum efnum og hættir jafnan til að lifa í trú en ekki í skoðun. x SLENZK MATREIÐSLA var áður X fyrr mjög einföld. Þeir, sem enga þekkja samsetta og flókna réttina, hafa enga þörf fyrir að þekkja þá. og það er bjarnargreiði að venja slíkt fólk á margbreytta rétti og fjölbreytni í mat- aræðinu. Heilbrigðislega séð er að minnsta kosti engin þörf á því. Það er engum vafa bundið að ein- föld matreiðsla er að jafnaði bezt, nær- ingarefni og vitamin varðveitast bezt, og oft er bezt að matreiða fæðuna alls ekki, heldur neyta fæðutegundanna eins og þær koma fyrir, eða t. d. eins og þær eru eftir geymslu og fram- reiðslu, borða harðfiskinn cins og ís- lendingar gera, hráan, en bleyta hann ekki upp og sjóða, eins og Norðmenn gera, og Svíar og ítalir stokkfiskinn, borða kjötið jafnvel hrátt, eins og Fær- eyingar skerpikjötið, borða gróft mjöl og lítt bakað eða soðið og umfram allt borða grænmeti og ávexti hrátt eða lítt saxað og kramið og soðið. Ef ekki verður hjá því komizt að til- reiða matinn, þá er um að gera að hreinsun, sundurliðun, blöndun, suða, steiking, bökun og öll meðferð í eld- liúsi og matarverksmiðjum, fari fram fyrst og fremst með tilliti til þess, að vitamin, sölt og önnur heilsuefni fari ekki forgörðum. í nýtízku kokkabókum eru þessi boðorð þverbrotin og oftast nær líka við framleiðslu verksmiðjumatvæla, svo sem t. d. þurrmetis, niðursuðu, ávaxtamauksframleiðslu o. s. frv. Það er þessi nýtízku matui, sem tek- inn er að ryðja sér rúm í íslenzku mat- aræði og mætti kalla þetta helstefnu í manneldi á íslandi, svo að eg noti frægt orðtæki dr. Helga Péturss. NÚ HALDIÐ þið kannske að eg ætli að fara að prédika náttúru- lækningar og hrámetisát. Því fer fjarri. En margt er gott og rétt í kenningum þessara manna, þó að ofsatrúarmenn séu, og maður á að vinsa úr þeim það, sem vitað er að er rétt og láta sér standa á sama hvaðan gott kemur. Að vísu hafa þeir engin ný sannindi að flytja, það er allt áður þekkt í ný- tízku matarvísindum. Hvað geymsluaðferðirnar snertir þá munu margir telja það framför, að salt- metið er horfið. Það getur verið, en það er engin framför, þegar í þess stað koma niðursoðin matvæli. Jafnvel gamla trosið var að öllum líkindum hollara en fiskibollur. Það var þó að minnsta kosti betri fiskur, oftast nær steinbítur, langa, keila, hlýri, smálúða og annar feitur og A- og D-vitaminauðugur fiskur. Eg er í engum vafa um, að dósamat- urinn, sem nú fyllir allar búðir og stendur í röðum í flestum búrum þessa lands, er að flestu leyti lélegri fæða en gamli maturinn íslenzki. Matarfræðingar um allan heim eru sammála um, að aðferðir þær, sem enn eru notaðar í matvælaiðnaði. eru ekki fullkomnari en svo, að flest vitamin t. d. eyðast í dósamat, og að hann miss- ir á margan hátt næringar- og heilsu- gildi. Sama er að segja um ýmsan gervi- mat, matarbæti ýmsan og eftirlíkingar, sem ég sé hér í hverri búð, og kaup- maðurinn er ekki vanur að fylla búð- ina af vörum, sem enginn kaupir. Eins er því farið með korntegund- irnar. Það er farið að meðhöndla þær og nota, svo að ekki koma þær nándar nærri að fullu gagni. Mjölið er keypt frá útlöndum, sigt- að og afhúðað, svo ekkert er eftir nema sterkjan, frjóið og fræhimnur er sigt- að frá. En í því er mikið af eggjahvítu- efnum, fitu, vitamínum og lífsnauð- synlegum efnasamböndum. sem hafa afar mikla þýðingu fyrir notkunar- gildi næringarefnanna, þó ekki séu þau næringarefni í sjálfu sér. Síðan eru sett í mjölið ýms kemisk efni, sem gera það hvítara, en geta eyðilagt síðustu ögnina af vitaminum og verðmætum efnum og enn eru sett svokölluð mjölbætandi efni í, en þau eiga að gera það að verkum, að brauð- in verða stærri og áferðarfallegri og stafar það aftur m. a. af eyðileggingu ýmissa lífefna. Svona spillt mjöl er mjög mikið notað hér, og þótt það sé kallað fyrsta flokks verzlunarvara, þá er það þriðja flokks manneldisvara. Síðan er farið að baka úr þessu mjöli ýmsar nýjar brauðtegundir og til þess notaðar aðferðir, sem bæta gráu á svart ofan og eyða enn heilsugildi mjölsins. Það þótti mikill fengur þegar ís- lendingar fóru sjálfir að baka svokall- að hrökkbrauð, í stað þess að kaupa það dýrum dómum af Dönum. Þetta er einhver hin dýrasta og lé- legasta brauðtegund sem til er, en hún er auðtuggin fyrir tannlausa ræfla og hrekkur undan gervitönnum þeirra. tjíG SKAL aðeins segja ykkur frá r j einu atriði í sambandi við þetta hrökkbrauð. Það er búið til á þann hátt, að efni sem er í korninu, og sem gerir ómelt- anleg fosforsambönd meltanleg, fær ekki skilyrði til þess í hrökkbrauðinu. Fosfor er lífsnauðsynlegt efni á margan hátt, m. i. við vöxt og herðing beinanna. Ef fosfor vantar í fæðuna fá menn beinkröm og aðra alvarlega kvilla, og það þótt nóg D-vitaminefni sé fyrir hendi. Mikil neyzla hrökkbrauðs getur mjög aukið beinkramarhættuna. Fos- forinn í hrökkbrauðinu meltist illa eða alls ekki og hin óklofnu íosforsam- 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.