Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 27
UM VILLU, FJARSKYNJUN OG PÓLSTJÖRNUNA (Framhald af bls. 19.) brún. Tjald okkar stóð kvos lítilli á gilbarminum, einmitt þar, sem gljúfr- in voru einna hrikðalegust (í hér um bil 50 metra fjarlægð). Af þessum dæmum, sem nú eru tal- in, sést, að ratvísi er eiginleiki, sem utanaðkomandi áhrif geta truflað og jafnvel eyðilagt. Þessi eiginleiki þarfn- ast þjálfunar, eins og allar íþróttir. Jafnvel mestu ratar geta ferðast eftir áttavitum og radar-tækjum, en þessi tæki geta bilað. Og hvað þá, ferða- maður íóður? O Fyrr á öldurn hefur þessi íþrótt verið iðkuð, til dæmis meðal Hrafn- istumanna og annarra sjófaranda. Malayar þekktu íþróttina einnig. Vafalaust eru til fleiri en ein aðferð ,ií ratvísi, en eg hygg, að norrænir menn hafi stuðst við Pólstjörnuna; það er fleira, sem bendir á það en stjörnumerki þau, er eg gat um í upp- hafi, t. d. lega jarðaröxulsins og mið- flóttaaflið. Jafnvægis leitum við með því að finna hinn fasta punkt. Bezt er að punktarnir séu fleiri en einn, stefnipunktur og prófunarpunktur. Lausn Jressa vandamáls mun fundin verða með flatarmálsfræðinni og stjörnufræðinni (geimfræðinni) og að- stoð talnavísinda. Öxulpunktur norðursins er Pól- stjarnan — leiðarstjarnan — vísipunkt- ur dísanna þriggja: Freyju, Ardvísura og Marayana. Þar leitar ratvásin jafn- vægis, en jafnframt er önnur íþrótt nauðsynleg til árangurs, stillilögmál- ið, og eru þær íþróttir grundvöllur allra aþrótta andans. Við erum bæði af þessum heimi, og svo öðrum heimi (eg tel hann ekki í stigum). Hina stuttu áfanga hér á jörðinni ákvörð- um við með leiðarstjörnu vorri í geimnum. Vdsindin eru heldur tómlát um þessi mál, fara þar troðnar slóðir. í STÆÐA er til að ætla, að hið vélræna kapphlaup uppfinninga- æðisins eigi eftir að eyðileggja ýmsa beztu eiginleika mannkynsins og deyfa skynfærin. Sjón, heyrn, þefvísi og rat- vísi eru í bráðri hættu, við leggjum ekki við eyrun, nema öskrað sé í gjall- arhorn jarmandi jassibylja eða ófyrir- leitinn áróður, lítum ekki við, nema fyrirsagnir og auglýsingar séu með nokkurra þumlunga bókstöfum, eða að „listaverkin" séu hrein vitfyrring í formi og lit (eða þá án innihalds). Við finnum ekki matarbragð, nema með því að krydda matinn okkar til óbóta, og drekkum svo sterka drykki, að tíundi hver neytandi bíður þess aldrei bætur. Fundin eru upp ný tæki árlega til að kenna okkur að rata. Þegar við, aumir borgarþrælar, er- um litblindir, áttavilltir, örlagalausir sólargapar — þá munum við tapa jafn- væginu, eins og þeir gjöra, sem snúð er í hring án afláts. Það ætti að stöðva þessa Gróttu- kvörn, áður en hún malar tortímingu, ,,upprætingu“ og háan hita við himin- geima. Til eru ennþá þjóðir, sem eigi hafa „tapað ásjónunni“ — fólk, sem sér í gegnum holt og hæðir og hefur fjar- sýnisgáfur — ættkvíslir, sem geta tal- azt við án loftskeyta, aldrei skeikar um áttvissu eða hugboð. Væri ekki ástæða til að leggja meiri rækt við mannfólkið en vélarnar og tæknina? Við ættum að standa vel að vígi nú með að kenna lögmál geimsins og efniseindanna; það verður að breyta undirstöðunni. í stað þess að efla tækni og hraða, leggjum við undir- stöður mannræktar og lífshamingju. Fin'num gulltöflur ásanna, án þess að leysa Loka, Úlf og Miðgarðsorm, eða fleyta Naglfari. , Egyptar hinir fornu þekktu fjarsýn, stillilögmálið, ratvísi og fleiri mikil- væg lögmál. Feril þeirra fræðaiðkana rná rekja hingað til lands, fleiri kæmu í leitirnar, ef hart væri eftir sótt og vandlega leitað. DULMÁL liins forna vísdóms er enn iðkað og þekkt af fáum út- völdum, en lokuð bók fyrir fjöldann. Blómaaldir þeirra þjóða, sem hæst ber í sögunni, voru grundvallaðar á þessum fræðum, í spekinga höndum fylgir þeim farsælt afl. Smáþjóðir hafa þar venjulega valdið stökkbreyting- um. Stærri þjóðirnar hafa heldur byggt á efnisþróun, — gufuafli, raf- magni, kjarnorku. Hin andlegu íþróttafélög þyrftu að fá raunhæfari svip. Þroska fólk í skygnisgáfum, ratvísi, geimafræði, flatarmálsfræði og talnafræði. Arf eigum við að heimta í fornum fræðum, og spámenn meðal vor myndu eflast við betri vinnuskilyrði, samúð og einingu. Við gætum reist andlegar miðunar- stöðvar, ekki síður en radio-vita. Kennt ratvísi, eins og meðferð átt- vita og dýptarmæla. Geimfræði, flatar- málsfræði og reikningslist yrðu ekki aukafög á þeim stöðvum. Ekki má gleyma lyklinum að lög- máli kjarnans — Pólstjörnunni. Þrettándanum, 1949. Guðm. Einarsson frá Miðdal. „VÁR GÁRD“ (Framhald af bls. 9.) skólastjóra Vár gárds — en ekki hér — nú. Honum er illa við hól. Þótt á stóru sé stiklað hér að fram- an, ætla ég, að athugull lesandi geti orðið þess var, að vel er á málum hald- ið í skólastjórninni, og finni nokkur dæmi þess, að alt er með ráðum gert og venjulega slegnar tvær eða fleiri flugur í sama höggi. En verði þessa ekki vart í greininni, er það auðvitað mín sök en ekki Elldins, sem fyrir löngu er þekktur og viðurkenndur fyr- ir forystu- og skipulagshæfileika sína. Harald Elldin rektor er afbragðs kennari, undraverður mannþekkjari, djarfur og frumlegur menntamaður, fullur af sílifandi áhuga fyrir aukn- um menningarmöguleikum almenn- ings. En hann vill ekki gera meiri þekkingu að neinni værðarvoð, held- ur afli, sem knýr til starfs og dáða. Elldin lætur til sín taka, þar sem hann kemur nærri, enda snjall liöfundur og manna bezt máli farinn — en raun- liœfur fyrst og síðast. Meginhluta æfi sinnar hefur Elldin helgað samvinnuhreyfingunni dýr- mæta krafta sína. Samt hefur honum unnizt tími til þess að sinna öðrum hugðarefnum, sem þó, ef nógu vel er að gáð, eru af einni og sömu rót runn- in. Árið 1920 var hann yngsti þing- maður sænskra jafaðarmanna í ann- ari deild Ríkisdagsins, þá innan við þrítugt, en dró sig skömmu síðar í hlé frá stjórnmálastörfum. Elldin varð eftirmaður Rickard Sandlers, fyrrver- andi utanríkisráðherra Svía, sem for- seti Menningarsambands verkamanna (A. B. F.) og hefur gegnt þeirri stöðu 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.